Svart og hvítt Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. júní 2013 06:00 Það er ánægjuleg tilbreyting að innihaldið í þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra á 17. júní sé nógu krassandi til að fólk nenni að hafa á því skoðun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sló hressilegan, þjóðernissinnaðan tón sem er skemmtilega retró – að mörgu leyti hefði ræðan getað verið frá því fyrir 40-50 árum. En auðvitað voru umfjöllunarefnin að stærstum hluta viðfangsefni dagsins, þótt þau væru sett inn í gamalkunnugan ramma sem þjóðin þekkir vel. Það er ástæða til að staldra við að minnsta kosti tvennt í ræðu forsætisráðherrans. Annars vegar stappaði hann stálinu í þjóðina og sagði að sjálfstraust hennar hefði skapað velferð hennar. „Framfarasaga Íslands mun halda áfram ef við missum ekki trúna á okkur sjálf.“ Það er þörf brýning, en samt er hollt að muna hvað það er stutt síðan oftrú á víkingaarfleifðinni kom okkur í mjög umtalsverð vandræði. Við trúðum því sjálf – enda voru margir, til dæmis forseti vor, duglegir að segja okkur það – að við stæðum öðrum þjóðum bókstaflega erfðafræðilega framar í viðskiptasnilld. Svo fór það eins og það fór. Það var ekkert sérstaklega margt í þjóðhátíðarræðunni sem benti til að forsætisráðherrann byggi yfir þeirri sjálfsgagnrýni fyrir þjóðarinnar hönd sem hlýtur enn að vera nauðsynleg, svo skömmu eftir að við fórum flatt á eigin drambi. Hins vegar varð Sigmundi tíðrætt um fullveldið; hann sagði að í framhaldi af að menn fóru að efast um hetjuútgáfu Hriflu-Jónasar af Íslandssögunni hefði fullveldið jafnvel verið dregið í efa. „Hugmyndin um fullveldi byggist á því að menn trúi því raunverulega að íslensku þjóðinni farnist best þegar hún ræður sér sjálf og hafi full yfirráð yfir auðlindum sínum og örlög sín í eigin höndum,“ sagði forsætisráðherrann og rifjaði líka upp að á tíma þegar fáein ríki réðu mestöllum heiminum, hefði fámenn þjóð trúað að hún ætti að vera sjálfstæð og njóta sama réttar og milljónaþjóðirnar. Vandinn við fullveldisumræðuna er að margir neita að horfast í augu við að Ísland er alls ekki fullvalda, í þeim skilningi að við höfum örlög okkar algjörlega í eigin höndum. Vegna hnattvæðingar í viðskiptum, stjórnmálum, hernaðartækni og upplýsingatækni er varla nokkurt ríki fullvalda í þeim gamla skilningi. Nágrannaríki okkar, milljónaþjóðirnar og gömlu nýlenduveldin þar á meðal, hafa brugðizt við þeirri fullveldisskerðingu með því að leita alþjóðlegra lausna á alþjóðlegum vandamálum í æ nánara samstarfi. Svo eru aðstæður sem gera að verkum að fullveldi Íslands er sérstaklega skert. Í gegnum EES-samninginn tökum við til dæmis við löggjöf ESB án þess að hafa teljandi áhrif á hana. Í farvatninu eru EES-reglur sem brjóta gegn stjórnarskrá ef ekkert verður að gert. Landvarnir eru kjarninn í hinu hefðbundna fullveldishugtaki. Ríki sem getur ekki varið landsvæði sitt er ekki fullvalda. Það verkefni höfum við þó lengi falið öðrum. Utanríkisráðherrann fór til Brussel um daginn og þakkaði bljúgur fyrir að önnur ríki væru til í sjá um loftrýmisgæzlu á Íslandi. Sum bandalagsríki okkar í NATO myndu telja slíka tilhögun grófa skerðingu á fullveldi sínu. Það myndi hjálpa fullveldisumræðunni ef menn hættu að reyna að stilla því þannig upp að í dag sé Ísland fullvalda og eitthvert vont fólk úti í heimi og heima fyrir sé að reyna að kollvarpa fullveldinu. Staðan er ekki svo svört og hvít. En það var reyndar heldur ekki margt í ræðu forsætisráðherrans sem benti til að hann áttaði sig á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Það er ánægjuleg tilbreyting að innihaldið í þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra á 17. júní sé nógu krassandi til að fólk nenni að hafa á því skoðun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sló hressilegan, þjóðernissinnaðan tón sem er skemmtilega retró – að mörgu leyti hefði ræðan getað verið frá því fyrir 40-50 árum. En auðvitað voru umfjöllunarefnin að stærstum hluta viðfangsefni dagsins, þótt þau væru sett inn í gamalkunnugan ramma sem þjóðin þekkir vel. Það er ástæða til að staldra við að minnsta kosti tvennt í ræðu forsætisráðherrans. Annars vegar stappaði hann stálinu í þjóðina og sagði að sjálfstraust hennar hefði skapað velferð hennar. „Framfarasaga Íslands mun halda áfram ef við missum ekki trúna á okkur sjálf.“ Það er þörf brýning, en samt er hollt að muna hvað það er stutt síðan oftrú á víkingaarfleifðinni kom okkur í mjög umtalsverð vandræði. Við trúðum því sjálf – enda voru margir, til dæmis forseti vor, duglegir að segja okkur það – að við stæðum öðrum þjóðum bókstaflega erfðafræðilega framar í viðskiptasnilld. Svo fór það eins og það fór. Það var ekkert sérstaklega margt í þjóðhátíðarræðunni sem benti til að forsætisráðherrann byggi yfir þeirri sjálfsgagnrýni fyrir þjóðarinnar hönd sem hlýtur enn að vera nauðsynleg, svo skömmu eftir að við fórum flatt á eigin drambi. Hins vegar varð Sigmundi tíðrætt um fullveldið; hann sagði að í framhaldi af að menn fóru að efast um hetjuútgáfu Hriflu-Jónasar af Íslandssögunni hefði fullveldið jafnvel verið dregið í efa. „Hugmyndin um fullveldi byggist á því að menn trúi því raunverulega að íslensku þjóðinni farnist best þegar hún ræður sér sjálf og hafi full yfirráð yfir auðlindum sínum og örlög sín í eigin höndum,“ sagði forsætisráðherrann og rifjaði líka upp að á tíma þegar fáein ríki réðu mestöllum heiminum, hefði fámenn þjóð trúað að hún ætti að vera sjálfstæð og njóta sama réttar og milljónaþjóðirnar. Vandinn við fullveldisumræðuna er að margir neita að horfast í augu við að Ísland er alls ekki fullvalda, í þeim skilningi að við höfum örlög okkar algjörlega í eigin höndum. Vegna hnattvæðingar í viðskiptum, stjórnmálum, hernaðartækni og upplýsingatækni er varla nokkurt ríki fullvalda í þeim gamla skilningi. Nágrannaríki okkar, milljónaþjóðirnar og gömlu nýlenduveldin þar á meðal, hafa brugðizt við þeirri fullveldisskerðingu með því að leita alþjóðlegra lausna á alþjóðlegum vandamálum í æ nánara samstarfi. Svo eru aðstæður sem gera að verkum að fullveldi Íslands er sérstaklega skert. Í gegnum EES-samninginn tökum við til dæmis við löggjöf ESB án þess að hafa teljandi áhrif á hana. Í farvatninu eru EES-reglur sem brjóta gegn stjórnarskrá ef ekkert verður að gert. Landvarnir eru kjarninn í hinu hefðbundna fullveldishugtaki. Ríki sem getur ekki varið landsvæði sitt er ekki fullvalda. Það verkefni höfum við þó lengi falið öðrum. Utanríkisráðherrann fór til Brussel um daginn og þakkaði bljúgur fyrir að önnur ríki væru til í sjá um loftrýmisgæzlu á Íslandi. Sum bandalagsríki okkar í NATO myndu telja slíka tilhögun grófa skerðingu á fullveldi sínu. Það myndi hjálpa fullveldisumræðunni ef menn hættu að reyna að stilla því þannig upp að í dag sé Ísland fullvalda og eitthvert vont fólk úti í heimi og heima fyrir sé að reyna að kollvarpa fullveldinu. Staðan er ekki svo svört og hvít. En það var reyndar heldur ekki margt í ræðu forsætisráðherrans sem benti til að hann áttaði sig á því.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun