Óvissa með framtíð Goðafoss Freyr Bjarnason skrifar 19. júní 2013 10:00 Óvíst er hvenær fyrstu tónleikar ofurgrúppunnar goðafoss verða haldnir. mynd/alma geirdal Óvíst er hvenær fyrstu tónleikar nýstofnuðu ofurgrúppunnar Goðafoss verða eftir að tónleikum Deep Purple í Laugardalshöll var aflýst á dögunum. Goðafoss, sem er skipuð fyrrum meðlimum Trúbrots, Mána, Náttúru og Pelican, átti að hita upp fyrir rokkhundana í Deep Purple 12. júlí en ekkert verður af því. „Þetta er svekkjandi fyrir okkur að því leytinu að við fengum geysimikil viðbrögð við okkar áformum um að spila þarna og koma saman. En það þýðir ekkert að við séum hættir með hugmyndina. Þessu verður haldið á lágstraumi þangað til við finnum rétta tækifærið,“ segir forsprakkinn Magnús Kjartansson aðspurður. „Það er ekki á allt kosið. Það stutt síðan Deep Purple kom síðast til Íslands og kannski voru þeir búnir að yfirkeyra þennan markað.“ Eurovision-farinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson átti einnig að hita upp fyrir Deep Purple. Hann hlakkaði sömuleiðis mikið til tónleikanna, enda hefur hann starfrækt Deep Purple-heiðurshljómsveit, auk þess sem hann vann Söngkeppni framhaldsskólanna með því að syngja lag Deep Purple, Perfect Strangers. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Óvíst er hvenær fyrstu tónleikar nýstofnuðu ofurgrúppunnar Goðafoss verða eftir að tónleikum Deep Purple í Laugardalshöll var aflýst á dögunum. Goðafoss, sem er skipuð fyrrum meðlimum Trúbrots, Mána, Náttúru og Pelican, átti að hita upp fyrir rokkhundana í Deep Purple 12. júlí en ekkert verður af því. „Þetta er svekkjandi fyrir okkur að því leytinu að við fengum geysimikil viðbrögð við okkar áformum um að spila þarna og koma saman. En það þýðir ekkert að við séum hættir með hugmyndina. Þessu verður haldið á lágstraumi þangað til við finnum rétta tækifærið,“ segir forsprakkinn Magnús Kjartansson aðspurður. „Það er ekki á allt kosið. Það stutt síðan Deep Purple kom síðast til Íslands og kannski voru þeir búnir að yfirkeyra þennan markað.“ Eurovision-farinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson átti einnig að hita upp fyrir Deep Purple. Hann hlakkaði sömuleiðis mikið til tónleikanna, enda hefur hann starfrækt Deep Purple-heiðurshljómsveit, auk þess sem hann vann Söngkeppni framhaldsskólanna með því að syngja lag Deep Purple, Perfect Strangers.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira