
Vestræn samvinna um fríverslun og fjárfestingar
Þessi stóra mynd hins jákvæða vill því miður gleymast við dægurmálin. En er endurnýjunar vestræns samstarfs þörf með nýju frumkvæði?
Samningar hefjast brátt í Washington um svokallaðan Atlantshafssamning um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Pact). Um er að ræða afar framsækið frumkvæði Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um stofnun alhliða, hástaðla svæðis frjálsra viðskipta og annarra efnahagslegra samskipta. Að vísu blæs nú um málið vegna óvinsælda Bandaríkjamanna vegna uppljóstrana Snowdens; vatn á myllu Frakka, sem eru tregir í taumi í fríverslunarmálinu. En væntanlega munu meiri hagsmunir ráða yfir þeim minni.
Fyrirsjáanlegt er að viðskipti og atvinna munu aukast mjög innan fríverslunarsvæðisins við brotthvarf tolla og annarra viðskiptahindrana, sem vega þyngra. Atvinnurekendur eru sammála um að mikilla áhrifa sé að vænta af auknum gagnkvæmum fjárfestingum, sem þá þegar eru gríðarlega miklar á báða bóga. Staða dótturfyrirtækja og útibúa mun styrkjast til frekari fjárfestinga vegna samræmingar og stöðugleika í regluverki. Verk er að vinna á hugverkasviðum og hvati verður fyrir smá og meðalstór fyrirtæki. Þá gæti þetta samstarf tekið til samgangna, þar með flugsins. Verður staða Ameríkuflugs okkar með núverandi samningnum þá trygg?
Illmælanlegt
Varðandi vöruútflutning þarf væntanlega að gæta sérlega að hagsmunum orkufreks iðnaðar. Við njótum ekki áhuga erlendra fjárfesta vegna gjaldeyrishaftanna. Nú kann að taka tíma að komast úr þeim vanda. Til langframa væri skaðanum greinilega boðið heim ef við værum utan hins fyrirhugaða trygga fjárfestingarsvæðis Atlantshafslandanna, bandamanna varðandi varnir og öryggi. Sú staða er hins vegar ákjósanleg fyrir aðra, sérstaklega Kínverja, sem vilja hlaupa í skarðið til fjárfestinga í landinu og til olíuleitar á Drekasvæðinu.
Sagan segir að sá magnaði hreyfikraftur sem fríverslunin er kalli fram ófyrirsjáanlegar framfarir. En þetta er illmælanlegt við gerð reiknilíkana hagfræðinga um ávinning af þátttöku eða tapi utan gátta. Þetta gerði utanríkisráðherra að umræðuefni í RÚV fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Þótt hver hafi sjálfsagt sitt að segja um athugasemdir ráðherrans um áhrif útflutningsverðs á saltfiski ber að þakka að hann hefur brotið ísinn og hafið umræðu um afar mikilvægt mál. Megi fleiri koma fram.
Þátttaka Íslands í þessu mikla fyrirhugaða fríverslunarsvæði er háð því að við gerumst aðilar að Evrópusambandinu. Stjórnvöld hafa ýtt því máli til hliðar og sett hlé á aðildarviðræður, sem voru langt komnar. Eigi þær að bíða þjóðaratkvæðis næsta vor verður áhugi á Íslandi og velvild sem nýs aðildarríkis vafalaust farin að dofna. Hér er margs að gæta en þetta eru aðalatriði: Ísland getur ekki búið við eigin gjaldmiðil né lent utangarðs í hinu nýja svæði fríverslunar og fjárfestinga. Sem staðfastur umsækjandi aðildar gætum við nálgast umrædda samninga strax. Á dögunum talaði David Lidington, Evrópumálaráðherra Breta, í hátíðasal Háskóla Íslands. Var það hvatning um að Ísland gangi að fullu í ESB og fylgdu skilningsrík ummæli um sögu okkar og sjálfstæði. Það mátti taka mark á því, fremur en rómantískri ættjarðarást þegar betur færi raunsæi um stöðu smáþjóðar.
Skoðun

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar