Ekki verði réttað í pólitískum álitamálum Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2013 22:30 Úr landsdómi - Þó að ályktun Evrópuráðsþingsins tiltaki ekki Landsdómsmálið er hún að miklu leyti byggð á því. Fréttablaðið/GVA Evrópuráðsþingið hefur staðfest ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar, en tilefnið er m.a Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. Evrópuráðsþingið samþykkti í dag þessa þingsályktun sem byggð er á drögum hollenska þingmannsins Pieter Omtzigt sem lögð voru fram í laga- og mannréttindanefnd þingsins. Evrópuráðsþingið ályktar að lýðræðið og réttarríkið krefjist þess að stjórnmálamenn séu verndaðir fyrir því að verða ákærðir vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku sem kjörnir fulltrúar í embætti. Ekki eigi að nota opinber réttarhöld til að hegna fyrir pólitísk mistök eða ágreining og stjórnmálamenn eigi að svara til saka fyrir refsiverða verknaði með sama hætti og óbreyttir borgarar, fyrir almennum dómstólum. Pólitískar ákvarðanir eigi að sæta pólitískri ábyrgð þar verk eru lögð í endanlegan dóm kjósenda. Þá ályktar þingið að sérstakar reglur um lögsóknir á hendur ráðherrum megi ekki ganga í berhögg við grundvallarreglur réttarríkisins. Evrópuráðsþingið beinir jafnframt þeim tilmælum til aðildarríkja Evrópuráðsins að nota ekki réttarkerfið í ofsóknir á hendur pólitískum andstæðingum. Ekki er minnst berum orðum á Landsdómsmálið í sjálfri ályktuninni, en hún er að miklu leyti byggð á skýrslu Pieter Omtzigt í laga og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins og er sérstaklega vitnað í skýrslu hans. Þá fylgir hún með sem viðhengi, en Omtzigt fjallaði mikið um Geir Haarde og Landsdómsmálið í skýrslunni. Þannig virðist skýrsla Omtzigt hafa orðið ofan á, þrátt fyrir sérálit Þuríðar Backman í nefndinni. Landsdómur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Evrópuráðsþingið hefur staðfest ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar, en tilefnið er m.a Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. Evrópuráðsþingið samþykkti í dag þessa þingsályktun sem byggð er á drögum hollenska þingmannsins Pieter Omtzigt sem lögð voru fram í laga- og mannréttindanefnd þingsins. Evrópuráðsþingið ályktar að lýðræðið og réttarríkið krefjist þess að stjórnmálamenn séu verndaðir fyrir því að verða ákærðir vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku sem kjörnir fulltrúar í embætti. Ekki eigi að nota opinber réttarhöld til að hegna fyrir pólitísk mistök eða ágreining og stjórnmálamenn eigi að svara til saka fyrir refsiverða verknaði með sama hætti og óbreyttir borgarar, fyrir almennum dómstólum. Pólitískar ákvarðanir eigi að sæta pólitískri ábyrgð þar verk eru lögð í endanlegan dóm kjósenda. Þá ályktar þingið að sérstakar reglur um lögsóknir á hendur ráðherrum megi ekki ganga í berhögg við grundvallarreglur réttarríkisins. Evrópuráðsþingið beinir jafnframt þeim tilmælum til aðildarríkja Evrópuráðsins að nota ekki réttarkerfið í ofsóknir á hendur pólitískum andstæðingum. Ekki er minnst berum orðum á Landsdómsmálið í sjálfri ályktuninni, en hún er að miklu leyti byggð á skýrslu Pieter Omtzigt í laga og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins og er sérstaklega vitnað í skýrslu hans. Þá fylgir hún með sem viðhengi, en Omtzigt fjallaði mikið um Geir Haarde og Landsdómsmálið í skýrslunni. Þannig virðist skýrsla Omtzigt hafa orðið ofan á, þrátt fyrir sérálit Þuríðar Backman í nefndinni.
Landsdómur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira