Sjúkraskrár lýtalækna ræddar hjá Landlækni Ólöf Skaftadóttir skrifar 4. júlí 2013 08:00 Verkefnastjóri hjá landlæknisembættinu segir lækna almennt skila sjúkraskrám til embættisins, en segir lýtalækna skera sig úr þeim hópi. afp/nordic photos Yfirstjórn Félags íslenskra lýtalækna og Landlæknisembættið funda í dag sín á milli um hvort lýtalæknar þurfi að skila skrám yfir skjólstæðinga sína til embættisins. Deilur um afhendingu upplýsinga frá lýtalæknum til embættis Landlæknis náðu hápunkti þegar PIP-brjóstapúða málið svokallaða kom upp, en fyrirtækið sem framleiddi púðana notaði iðnaðarsílikon í þá. Púðarnir eru taldir leka frekar en aðrir púðar með tilheyrandi aukaverkunum. Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu, segir þannig erfitt að fylgja eftir þeim málum kvenna sem fengu þessa púða, vegna þess að embætti Landlæknis fær engar upplýsingar. Þá skilaði Persónuvernd inn ályktun á sínum tíma þar sem kom fram að Landlæknir ætti ekki að fá að safna í sérgrunn fyrir brjóstaaðgerðir. „Það eru til lög um landlækni og lýðheilsu og þar kemur skýrt fram lögboðin skylda embættis Landlæknis til að safna heilbrigðisskrám í þeim tilgangi að fylgjast með heilsufari þjóðarinnar og gæðum heilbrigðisþjónustu,“ segir Guðrún. „Þetta hefur verið vandamál, við höfum okkar lögboðnu skyldu til að halda þessar heilbrigðisskrár og kalla eftir gögnum frá heilbrigðisþjónustunni og almennt eru læknar að skila upplýsingunum, en lýtalæknar skera sig úr í þessum efnum,“ bætir Guðrún við. „Við höfum fullan hug á að leysa þetta mál í samvinnu við lýtalækna,“ segir Guðrún jafnframt. Þórdís kjartansdóttir Þórdís Kjartansdóttir, formaður Félags íslenskra lýtalækna, segir skiptar skoðanir ríkja um hvort lýtalæknar eigi að skila inn gögnum um skjólstæðinga sína. „Við viljum gott samstarf við Landlækni, en þurfum að gæta hagsmuna okkar skjólstæðinga,“ segir Þórdís. „Okkur finnst við bera ábyrgð gagnvart okkar skjólstæðingum. Okkur finnst það ekki sjálfgefið að þessar aðgerðir og framkvæmd eigi að falla undir sama hatt og aðgerðir sem ríkið tekur þátt í að borga,“ útskýrir Þórdís. „Fegrunaraðgerðir eru einkamál fólks og hver er ávinningurinn af því að einstaklingur sem til dæmis fær sér fylliefni í varir þurfi að tilkynnast til landlæknis?“ bætir Þórdís við. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira
Yfirstjórn Félags íslenskra lýtalækna og Landlæknisembættið funda í dag sín á milli um hvort lýtalæknar þurfi að skila skrám yfir skjólstæðinga sína til embættisins. Deilur um afhendingu upplýsinga frá lýtalæknum til embættis Landlæknis náðu hápunkti þegar PIP-brjóstapúða málið svokallaða kom upp, en fyrirtækið sem framleiddi púðana notaði iðnaðarsílikon í þá. Púðarnir eru taldir leka frekar en aðrir púðar með tilheyrandi aukaverkunum. Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu, segir þannig erfitt að fylgja eftir þeim málum kvenna sem fengu þessa púða, vegna þess að embætti Landlæknis fær engar upplýsingar. Þá skilaði Persónuvernd inn ályktun á sínum tíma þar sem kom fram að Landlæknir ætti ekki að fá að safna í sérgrunn fyrir brjóstaaðgerðir. „Það eru til lög um landlækni og lýðheilsu og þar kemur skýrt fram lögboðin skylda embættis Landlæknis til að safna heilbrigðisskrám í þeim tilgangi að fylgjast með heilsufari þjóðarinnar og gæðum heilbrigðisþjónustu,“ segir Guðrún. „Þetta hefur verið vandamál, við höfum okkar lögboðnu skyldu til að halda þessar heilbrigðisskrár og kalla eftir gögnum frá heilbrigðisþjónustunni og almennt eru læknar að skila upplýsingunum, en lýtalæknar skera sig úr í þessum efnum,“ bætir Guðrún við. „Við höfum fullan hug á að leysa þetta mál í samvinnu við lýtalækna,“ segir Guðrún jafnframt. Þórdís kjartansdóttir Þórdís Kjartansdóttir, formaður Félags íslenskra lýtalækna, segir skiptar skoðanir ríkja um hvort lýtalæknar eigi að skila inn gögnum um skjólstæðinga sína. „Við viljum gott samstarf við Landlækni, en þurfum að gæta hagsmuna okkar skjólstæðinga,“ segir Þórdís. „Okkur finnst við bera ábyrgð gagnvart okkar skjólstæðingum. Okkur finnst það ekki sjálfgefið að þessar aðgerðir og framkvæmd eigi að falla undir sama hatt og aðgerðir sem ríkið tekur þátt í að borga,“ útskýrir Þórdís. „Fegrunaraðgerðir eru einkamál fólks og hver er ávinningurinn af því að einstaklingur sem til dæmis fær sér fylliefni í varir þurfi að tilkynnast til landlæknis?“ bætir Þórdís við.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira