Sjúkraskrár lýtalækna ræddar hjá Landlækni Ólöf Skaftadóttir skrifar 4. júlí 2013 08:00 Verkefnastjóri hjá landlæknisembættinu segir lækna almennt skila sjúkraskrám til embættisins, en segir lýtalækna skera sig úr þeim hópi. afp/nordic photos Yfirstjórn Félags íslenskra lýtalækna og Landlæknisembættið funda í dag sín á milli um hvort lýtalæknar þurfi að skila skrám yfir skjólstæðinga sína til embættisins. Deilur um afhendingu upplýsinga frá lýtalæknum til embættis Landlæknis náðu hápunkti þegar PIP-brjóstapúða málið svokallaða kom upp, en fyrirtækið sem framleiddi púðana notaði iðnaðarsílikon í þá. Púðarnir eru taldir leka frekar en aðrir púðar með tilheyrandi aukaverkunum. Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu, segir þannig erfitt að fylgja eftir þeim málum kvenna sem fengu þessa púða, vegna þess að embætti Landlæknis fær engar upplýsingar. Þá skilaði Persónuvernd inn ályktun á sínum tíma þar sem kom fram að Landlæknir ætti ekki að fá að safna í sérgrunn fyrir brjóstaaðgerðir. „Það eru til lög um landlækni og lýðheilsu og þar kemur skýrt fram lögboðin skylda embættis Landlæknis til að safna heilbrigðisskrám í þeim tilgangi að fylgjast með heilsufari þjóðarinnar og gæðum heilbrigðisþjónustu,“ segir Guðrún. „Þetta hefur verið vandamál, við höfum okkar lögboðnu skyldu til að halda þessar heilbrigðisskrár og kalla eftir gögnum frá heilbrigðisþjónustunni og almennt eru læknar að skila upplýsingunum, en lýtalæknar skera sig úr í þessum efnum,“ bætir Guðrún við. „Við höfum fullan hug á að leysa þetta mál í samvinnu við lýtalækna,“ segir Guðrún jafnframt. Þórdís kjartansdóttir Þórdís Kjartansdóttir, formaður Félags íslenskra lýtalækna, segir skiptar skoðanir ríkja um hvort lýtalæknar eigi að skila inn gögnum um skjólstæðinga sína. „Við viljum gott samstarf við Landlækni, en þurfum að gæta hagsmuna okkar skjólstæðinga,“ segir Þórdís. „Okkur finnst við bera ábyrgð gagnvart okkar skjólstæðingum. Okkur finnst það ekki sjálfgefið að þessar aðgerðir og framkvæmd eigi að falla undir sama hatt og aðgerðir sem ríkið tekur þátt í að borga,“ útskýrir Þórdís. „Fegrunaraðgerðir eru einkamál fólks og hver er ávinningurinn af því að einstaklingur sem til dæmis fær sér fylliefni í varir þurfi að tilkynnast til landlæknis?“ bætir Þórdís við. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Yfirstjórn Félags íslenskra lýtalækna og Landlæknisembættið funda í dag sín á milli um hvort lýtalæknar þurfi að skila skrám yfir skjólstæðinga sína til embættisins. Deilur um afhendingu upplýsinga frá lýtalæknum til embættis Landlæknis náðu hápunkti þegar PIP-brjóstapúða málið svokallaða kom upp, en fyrirtækið sem framleiddi púðana notaði iðnaðarsílikon í þá. Púðarnir eru taldir leka frekar en aðrir púðar með tilheyrandi aukaverkunum. Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu, segir þannig erfitt að fylgja eftir þeim málum kvenna sem fengu þessa púða, vegna þess að embætti Landlæknis fær engar upplýsingar. Þá skilaði Persónuvernd inn ályktun á sínum tíma þar sem kom fram að Landlæknir ætti ekki að fá að safna í sérgrunn fyrir brjóstaaðgerðir. „Það eru til lög um landlækni og lýðheilsu og þar kemur skýrt fram lögboðin skylda embættis Landlæknis til að safna heilbrigðisskrám í þeim tilgangi að fylgjast með heilsufari þjóðarinnar og gæðum heilbrigðisþjónustu,“ segir Guðrún. „Þetta hefur verið vandamál, við höfum okkar lögboðnu skyldu til að halda þessar heilbrigðisskrár og kalla eftir gögnum frá heilbrigðisþjónustunni og almennt eru læknar að skila upplýsingunum, en lýtalæknar skera sig úr í þessum efnum,“ bætir Guðrún við. „Við höfum fullan hug á að leysa þetta mál í samvinnu við lýtalækna,“ segir Guðrún jafnframt. Þórdís kjartansdóttir Þórdís Kjartansdóttir, formaður Félags íslenskra lýtalækna, segir skiptar skoðanir ríkja um hvort lýtalæknar eigi að skila inn gögnum um skjólstæðinga sína. „Við viljum gott samstarf við Landlækni, en þurfum að gæta hagsmuna okkar skjólstæðinga,“ segir Þórdís. „Okkur finnst við bera ábyrgð gagnvart okkar skjólstæðingum. Okkur finnst það ekki sjálfgefið að þessar aðgerðir og framkvæmd eigi að falla undir sama hatt og aðgerðir sem ríkið tekur þátt í að borga,“ útskýrir Þórdís. „Fegrunaraðgerðir eru einkamál fólks og hver er ávinningurinn af því að einstaklingur sem til dæmis fær sér fylliefni í varir þurfi að tilkynnast til landlæknis?“ bætir Þórdís við.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira