Gömlu góðu sleðarnir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. júlí 2013 11:00 Henry Rollins, sem gerði garðinn frægan í gamla daga með hljómsveitum á borð við Black Flag og Rollins Band, kom fram á hverjum einasta degi. mynd/AFP Hlandlyktin er enn í nösunum á mér eftir nýafstaðna Hróarskelduhátíð, sem var mín fyrsta þrátt fyrir háan aldur. Ég hef sótt aðrar tónlistarhátíðir en einhverra hluta vegna aldrei þessa stærstu hátíð Norðurlandanna sem hundruð Íslendinga sækja árlega. Ég sveik að vísu föðurlandið og lét tónleika íslensku listamannanna mæta afgangi, en nýsjálenskir ferðafélagar mínir létu vel af þeim öllum. Að vanda lék mikill fjöldi skemmtikrafta listir sínar á hátíðinni og aldursbil þeirra var jafn breitt og áhorfenda. Hinir ungu og framsæknu voru margir hverjir heillandi en að mínu mati voru það gömlu sleðarnir sem áttu þessa hátíð og þrennt sem stóð upp úr. Gráhærði pönkarinn og leikarinn Henry Rollins kom alls fjórum sinnum fram. Hann bauð ekki upp á tónlist heldur magnaðar ferðasögur í bland við þrælfyndnar þrumuræður þar sem rasismi, hommafælni og karlremba fengu á baukinn. Það er erfitt að setja hinn 52 ára Rollins í kassa. Uppistandari er hann ekki, en samt er hann fyndnari en fjölmargir uppistandarar. Ég tímdi ekki öðru en að sjá hann í öll fjögur skiptin og sá ekki eftir því þar sem engin tvö voru eins.Hinn danski Lars Ulrich var á útopnu ásamt hljómsveit sinni Metallica á laugardagskvöldinu.mynd/afpHeimamaðurinn Lars Ulrich var síðan í góðu stuði á laugardagskvöldinu ásamt félögum sínum í Metallica, en liðsmenn sveitarinnar eru allir um fimmtugt. Væntingar mínar til þeirra voru undir meðallagi en sveitin reyndist vera í gríðarlega góðu spilaformi og hljómurinn var óaðfinnanlegur, að minnsta kosti þar sem ég stóð. Þessar þunnhærðu hetjur tóku öll sín bestu lög, skutu upp flugeldum og drituðu strandboltum yfir áhorfendaskarann sem allur söng með. Ég hafði gleymt því fyrir löngu hvers vegna Metallica er vinsælasta þungarokkshljómsveit allra tíma. Ég man það núna. En allt sem ég sá á hátíðinni bliknaði í samanburði við sjálft lokaatriðið, hina goðsagnakenndu Kraftwerk. Ralf Hütter, forsprakki sveitarinnar, er 66 ára en tónlistin er hins vegar algjörlega tímalaus. Glæsileg þrívíddartölvugrafíkin á bak við hljómsveitina lyfti tónleikunum upp í hæstu hæðir, og í tvær klukkustundir varð hlandblautt túnið fyrir framan stóra sviðið að besta nýlistasafni í heimi. Líklega er erfitt að finna starfandi hljómsveit sem hefur haft jafn mikil áhrif á poppsöguna og Kraftwerk. Það eru því forréttindi að fá að sjá hana spila og þeir sem eiga miða á tónleikana í Hörpu í vetur eiga von á virkilega góðu. Áður en þið farið svo að stríða mér á gamlingjablætinu vil ég taka það fram að hinn tæplega áttræði Kris Kristofferson var hundleiðinlegur.Áhorfendur fengu þrívíddargleraugu til að geta notið Kraftwerk á sunnudagskvöldinu.mynd/afp Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Hlandlyktin er enn í nösunum á mér eftir nýafstaðna Hróarskelduhátíð, sem var mín fyrsta þrátt fyrir háan aldur. Ég hef sótt aðrar tónlistarhátíðir en einhverra hluta vegna aldrei þessa stærstu hátíð Norðurlandanna sem hundruð Íslendinga sækja árlega. Ég sveik að vísu föðurlandið og lét tónleika íslensku listamannanna mæta afgangi, en nýsjálenskir ferðafélagar mínir létu vel af þeim öllum. Að vanda lék mikill fjöldi skemmtikrafta listir sínar á hátíðinni og aldursbil þeirra var jafn breitt og áhorfenda. Hinir ungu og framsæknu voru margir hverjir heillandi en að mínu mati voru það gömlu sleðarnir sem áttu þessa hátíð og þrennt sem stóð upp úr. Gráhærði pönkarinn og leikarinn Henry Rollins kom alls fjórum sinnum fram. Hann bauð ekki upp á tónlist heldur magnaðar ferðasögur í bland við þrælfyndnar þrumuræður þar sem rasismi, hommafælni og karlremba fengu á baukinn. Það er erfitt að setja hinn 52 ára Rollins í kassa. Uppistandari er hann ekki, en samt er hann fyndnari en fjölmargir uppistandarar. Ég tímdi ekki öðru en að sjá hann í öll fjögur skiptin og sá ekki eftir því þar sem engin tvö voru eins.Hinn danski Lars Ulrich var á útopnu ásamt hljómsveit sinni Metallica á laugardagskvöldinu.mynd/afpHeimamaðurinn Lars Ulrich var síðan í góðu stuði á laugardagskvöldinu ásamt félögum sínum í Metallica, en liðsmenn sveitarinnar eru allir um fimmtugt. Væntingar mínar til þeirra voru undir meðallagi en sveitin reyndist vera í gríðarlega góðu spilaformi og hljómurinn var óaðfinnanlegur, að minnsta kosti þar sem ég stóð. Þessar þunnhærðu hetjur tóku öll sín bestu lög, skutu upp flugeldum og drituðu strandboltum yfir áhorfendaskarann sem allur söng með. Ég hafði gleymt því fyrir löngu hvers vegna Metallica er vinsælasta þungarokkshljómsveit allra tíma. Ég man það núna. En allt sem ég sá á hátíðinni bliknaði í samanburði við sjálft lokaatriðið, hina goðsagnakenndu Kraftwerk. Ralf Hütter, forsprakki sveitarinnar, er 66 ára en tónlistin er hins vegar algjörlega tímalaus. Glæsileg þrívíddartölvugrafíkin á bak við hljómsveitina lyfti tónleikunum upp í hæstu hæðir, og í tvær klukkustundir varð hlandblautt túnið fyrir framan stóra sviðið að besta nýlistasafni í heimi. Líklega er erfitt að finna starfandi hljómsveit sem hefur haft jafn mikil áhrif á poppsöguna og Kraftwerk. Það eru því forréttindi að fá að sjá hana spila og þeir sem eiga miða á tónleikana í Hörpu í vetur eiga von á virkilega góðu. Áður en þið farið svo að stríða mér á gamlingjablætinu vil ég taka það fram að hinn tæplega áttræði Kris Kristofferson var hundleiðinlegur.Áhorfendur fengu þrívíddargleraugu til að geta notið Kraftwerk á sunnudagskvöldinu.mynd/afp
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira