Nú er veður til að lesa Friðrika Benónýsdóttir skrifar 21. júlí 2013 16:00 Bækur eru bestu ferða-félagarnir í sumarfríinu. Sumarútgáfa forlaganna hefur sjaldan verið blómlegri en í sumar og óþarfi að sýta rigninguna í sumarfríinu á meðan boðið er upp á slíkan eðalfélagsskap. Við kíktum á nokkrar forvitnilegustu bækurnar á sumarmarkaðnum.Dagar úr sögu þagnarinnar eftir Merethe Lindstrøm, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2012, er mögnuð saga um fjölskylduleyndarmál og þögnina sem eitrar út frá sér. Mögnuð lesning sem enginn bókaunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.Djöflatindur eftir Deon Meyer er án efa forvitnilegasti krimminn á markaðnum. Suðurafrísk glæpasaga með sterkum persónum og stærri skammti af raunsæi en algengt er í þessari bókmenntagrein. Þú finnur hitann, rykið og molluna nánast á eigin skinni og þakkar þínum sæla fyrir rigninguna.Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Bachman hefur trónað á toppi metsölulista vikum saman og það algjörlega verðskuldað. Ef þú ert ekki enn búinn að lesa hana er engin spurning um að hún er einn besti ferðafélaginn í fríinu.Hún er horfin eftir Gillian Flynn er annar krimmi sem ekki svíkur. Óvenjulegasta glæpasaga ársins og svo hrollvekjandi að óhætt er að lofa svefnlausum nóttum við lesturinn. Er það ekki einmitt aðalkosturinn við að vera í fríi að þurfa ekki að sofna snemma? Fyrir þá sem hallast að klassíkinni er komin kiljuútgáfa af meistaraverki Jóns Trausta um Önnu frá Stóruborg. Skyldulesning fyrir alla áhugamenn um íslenskar bókmenntir og einkum og sérílagi þá sem dvelja í sumarbústöðum í Grímsnesinu. Hámenningarvitar geta síðan engan veginn látið tímaritröðina 1005 fram hjá sér fara. Þrjú verk sem þú verður að lesa, bæði þér til skemmtunar og til að verða gjaldgengur í menningarumræðunni. Er uppseld en fæst sem rafbók, sem er einmitt kjörin leið til að minnka farangurinn í fríinu. Góða ferð. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Sumarútgáfa forlaganna hefur sjaldan verið blómlegri en í sumar og óþarfi að sýta rigninguna í sumarfríinu á meðan boðið er upp á slíkan eðalfélagsskap. Við kíktum á nokkrar forvitnilegustu bækurnar á sumarmarkaðnum.Dagar úr sögu þagnarinnar eftir Merethe Lindstrøm, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2012, er mögnuð saga um fjölskylduleyndarmál og þögnina sem eitrar út frá sér. Mögnuð lesning sem enginn bókaunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.Djöflatindur eftir Deon Meyer er án efa forvitnilegasti krimminn á markaðnum. Suðurafrísk glæpasaga með sterkum persónum og stærri skammti af raunsæi en algengt er í þessari bókmenntagrein. Þú finnur hitann, rykið og molluna nánast á eigin skinni og þakkar þínum sæla fyrir rigninguna.Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Bachman hefur trónað á toppi metsölulista vikum saman og það algjörlega verðskuldað. Ef þú ert ekki enn búinn að lesa hana er engin spurning um að hún er einn besti ferðafélaginn í fríinu.Hún er horfin eftir Gillian Flynn er annar krimmi sem ekki svíkur. Óvenjulegasta glæpasaga ársins og svo hrollvekjandi að óhætt er að lofa svefnlausum nóttum við lesturinn. Er það ekki einmitt aðalkosturinn við að vera í fríi að þurfa ekki að sofna snemma? Fyrir þá sem hallast að klassíkinni er komin kiljuútgáfa af meistaraverki Jóns Trausta um Önnu frá Stóruborg. Skyldulesning fyrir alla áhugamenn um íslenskar bókmenntir og einkum og sérílagi þá sem dvelja í sumarbústöðum í Grímsnesinu. Hámenningarvitar geta síðan engan veginn látið tímaritröðina 1005 fram hjá sér fara. Þrjú verk sem þú verður að lesa, bæði þér til skemmtunar og til að verða gjaldgengur í menningarumræðunni. Er uppseld en fæst sem rafbók, sem er einmitt kjörin leið til að minnka farangurinn í fríinu. Góða ferð.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira