Barnafatamerkið Ígló eykur áherslu á erlenda markaði Lovísa Eiríksdóttir skrifar 23. júlí 2013 07:00 Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló og Indí og Helga Ólafsdóttir aðalhönnuður merkisins sækja á erlenda markaði. Íslenska barnafatamerkið Ígló hugar nú að því að auka umsvif fyrirtækisins til muna. Vörulína þeirra hefur aldrei verið stærri og er nú unnið að því að kynna nýja línu erlendis. Eigendur fyrirtækisins eru þær Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og Helga Ólafsdóttir fatahönnuður, sem er aðal hugmyndasmiðurinn á bak við merkið. „Ígló er lítill kall sem lengi hefur verið aðal persónan í merkinu. Nú er Ígló búinn að eignast litlu systurina Indí,“ segir Guðrún Tinna og bætir við að breyting á nafninu sé meðal annars vegna þess að vörumerkið Ígló reyndist ekki einkaleyfishæft í öllum löndum. „Einnig hefur vöruúrval í ungbarnalínu okkar aukist og þá þótti okkur tilvalið að fá yngri persónu til að prýða fötin,“ segir Guðrún Tinna. Ígló var stofnað árið 2008 og hefur farið stigvaxandi á síðustu fimm árum. Merkið er nú selt í tíu löndum og stefna eigendurnir á enn stærri markað í framtíðinni. „Ástæðan fyrir því að við erum að leggja aukna áherslu á erlenda markaði er að íslenski markaðurinn er of lítill. Við þurfum að selja ákveðinn fjölda af stykkjum til þess að geta boðið upp á ákveðna breidd af vöruúrvali,“ segir Guðrún og útskýrir að íslensku börnin séu hreinlega of fá. „Því stærri sem merkið verður erlendis því betri þjónustu getum við boðið upp á hér heima,“ bætir Guðrún Tinna við og segir að fyrirtækinu hafi bortist ótal fyrirspurnir frá erlendum tímaritum og verslunum. Guðrún Tinna og Helga hafa fengið margar góðar konur til liðs við sig til þess að vinna með sér í að gera merkið enn meira alþjóðlegt og faglegt. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Karítas Pálsdóttir, sem er grafískur hönnuður vinna nú að því að gera Íglóheiminn enn stærri. "Ígló heimurinn byggist aðallega á Ígló og Indí en hann er líka fullur af öðrum dýrum sem prýða fötin. Við erum búin að vera að gefa dýrunum nöfn og sögu sem Steinunn Ólína hefur hjálpað okkur að skapa og Karítas teiknað." Eigendur Ígló og Indí vinna nú að því að gera Ígló-heiminn enn áhugaverðari, meðal annars með tölvuleik fyrir börnin. "Á vefsíðu Ígló og Indí verður í boði allskyns virkni fyrir börnin, þar sem þau geta leikið sér með persónurnar á bak við merkið," segir Guðrún Tinna sem er spennt og glöð með nýja stefnu fyrirtækisins. Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Sjá meira
Íslenska barnafatamerkið Ígló hugar nú að því að auka umsvif fyrirtækisins til muna. Vörulína þeirra hefur aldrei verið stærri og er nú unnið að því að kynna nýja línu erlendis. Eigendur fyrirtækisins eru þær Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og Helga Ólafsdóttir fatahönnuður, sem er aðal hugmyndasmiðurinn á bak við merkið. „Ígló er lítill kall sem lengi hefur verið aðal persónan í merkinu. Nú er Ígló búinn að eignast litlu systurina Indí,“ segir Guðrún Tinna og bætir við að breyting á nafninu sé meðal annars vegna þess að vörumerkið Ígló reyndist ekki einkaleyfishæft í öllum löndum. „Einnig hefur vöruúrval í ungbarnalínu okkar aukist og þá þótti okkur tilvalið að fá yngri persónu til að prýða fötin,“ segir Guðrún Tinna. Ígló var stofnað árið 2008 og hefur farið stigvaxandi á síðustu fimm árum. Merkið er nú selt í tíu löndum og stefna eigendurnir á enn stærri markað í framtíðinni. „Ástæðan fyrir því að við erum að leggja aukna áherslu á erlenda markaði er að íslenski markaðurinn er of lítill. Við þurfum að selja ákveðinn fjölda af stykkjum til þess að geta boðið upp á ákveðna breidd af vöruúrvali,“ segir Guðrún og útskýrir að íslensku börnin séu hreinlega of fá. „Því stærri sem merkið verður erlendis því betri þjónustu getum við boðið upp á hér heima,“ bætir Guðrún Tinna við og segir að fyrirtækinu hafi bortist ótal fyrirspurnir frá erlendum tímaritum og verslunum. Guðrún Tinna og Helga hafa fengið margar góðar konur til liðs við sig til þess að vinna með sér í að gera merkið enn meira alþjóðlegt og faglegt. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Karítas Pálsdóttir, sem er grafískur hönnuður vinna nú að því að gera Íglóheiminn enn stærri. "Ígló heimurinn byggist aðallega á Ígló og Indí en hann er líka fullur af öðrum dýrum sem prýða fötin. Við erum búin að vera að gefa dýrunum nöfn og sögu sem Steinunn Ólína hefur hjálpað okkur að skapa og Karítas teiknað." Eigendur Ígló og Indí vinna nú að því að gera Ígló-heiminn enn áhugaverðari, meðal annars með tölvuleik fyrir börnin. "Á vefsíðu Ígló og Indí verður í boði allskyns virkni fyrir börnin, þar sem þau geta leikið sér með persónurnar á bak við merkið," segir Guðrún Tinna sem er spennt og glöð með nýja stefnu fyrirtækisins.
Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Sjá meira