Tónlist Ylju í bresku brúðkaupi Kristjana Arnarsdóttir skrifar 31. júlí 2013 08:00 Þær Guðný Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir eru forsprakkar hljómsveitarinnar Ylju. Hljómsveitinni bárust ansi skemmtileg skilaboð á dögunum. fréttablaðið/hag „Þetta var alveg mjög skemmtilegt. Við eigum enskan texta við lagið svo ætli við sendum það ekki á hana,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir úr hljómsveitinni Ylju, en hljómsveitarmeðlimum bárust skemmtileg skilaboð á Facebook á dögunum. Bresk kona setti sig í samband við hljómsveitina og tjáði þeim að frændi sinn og kærasta hans hefðu nýverið heimsótt Ísland og hann gert sér lítið fyrir og beðið stúlkunnar í Bláa lóninu. Daginn eftir hafði hið nýtrúlofaða par síðan farið í íslenska plötuverslun þar sem starfsmaðurinn mælti með plötu Ylju sem samnefnd er sveitinni. Nú styttist í sjálft brúðkaupið og hefur hin tilvonandi brúður ákveðið að ganga upp að altarinu meðan hið vinsæla lag hljómsveitarinnar, Út, hljómar, þótt hún viti ekkert um hvað textinn fjallar. „Konan spyr svo hvort við eigum ekki mögulega enskan texta við lagið því að hana langi svo að gefa þeim hann að gjöf. Íslenska lagið er ekki beint ástarlag, textinn er kannski svolítið mikið bull og grín hjá okkur Bjarteyju. En við fengum strák til þess að þýða þetta yfir á ensku og hann gerði þetta að hálfgerðu ástarlagi svo við sýnum henni eflaust textann,“ segir Guðný Gígja. Hún segir að hljómsveitin hafi haft í nógu að snúast í sumar en nýverið fjölgaði meðlimum hennar um tvo. „Nú erum við orðin fimm en við erum búin að vera þrjú frá árinu 2011. Við höfðum lengi leitað að bassaleikara og fengum svo litla frænda minn til þess að taka það sér. Eins höfðum við Bjartey sjálfar séð um að spila aðeins á trommur en ákváðum svo að fá annan í verkið,“ segir Guðný Gígja. Hljómsveitin spilar víða um verslunarmannahelgina. „Við verðum á Laugalandi á edrúhátíðinni á föstudaginn, spilum svo á Innipúkanum á laugardaginn og á sunnudaginn verðum við á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Svo það er brjálað að gera hjá okkur,“ segir Guðný Gígja sæl að lokum. Hér að neðan má heyra lagið Út. Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Þetta var alveg mjög skemmtilegt. Við eigum enskan texta við lagið svo ætli við sendum það ekki á hana,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir úr hljómsveitinni Ylju, en hljómsveitarmeðlimum bárust skemmtileg skilaboð á Facebook á dögunum. Bresk kona setti sig í samband við hljómsveitina og tjáði þeim að frændi sinn og kærasta hans hefðu nýverið heimsótt Ísland og hann gert sér lítið fyrir og beðið stúlkunnar í Bláa lóninu. Daginn eftir hafði hið nýtrúlofaða par síðan farið í íslenska plötuverslun þar sem starfsmaðurinn mælti með plötu Ylju sem samnefnd er sveitinni. Nú styttist í sjálft brúðkaupið og hefur hin tilvonandi brúður ákveðið að ganga upp að altarinu meðan hið vinsæla lag hljómsveitarinnar, Út, hljómar, þótt hún viti ekkert um hvað textinn fjallar. „Konan spyr svo hvort við eigum ekki mögulega enskan texta við lagið því að hana langi svo að gefa þeim hann að gjöf. Íslenska lagið er ekki beint ástarlag, textinn er kannski svolítið mikið bull og grín hjá okkur Bjarteyju. En við fengum strák til þess að þýða þetta yfir á ensku og hann gerði þetta að hálfgerðu ástarlagi svo við sýnum henni eflaust textann,“ segir Guðný Gígja. Hún segir að hljómsveitin hafi haft í nógu að snúast í sumar en nýverið fjölgaði meðlimum hennar um tvo. „Nú erum við orðin fimm en við erum búin að vera þrjú frá árinu 2011. Við höfðum lengi leitað að bassaleikara og fengum svo litla frænda minn til þess að taka það sér. Eins höfðum við Bjartey sjálfar séð um að spila aðeins á trommur en ákváðum svo að fá annan í verkið,“ segir Guðný Gígja. Hljómsveitin spilar víða um verslunarmannahelgina. „Við verðum á Laugalandi á edrúhátíðinni á föstudaginn, spilum svo á Innipúkanum á laugardaginn og á sunnudaginn verðum við á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Svo það er brjálað að gera hjá okkur,“ segir Guðný Gígja sæl að lokum. Hér að neðan má heyra lagið Út.
Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira