Carly Rose Sonenclar úr X-Factor helsta fyrirmyndin Sara McMahon skrifar 1. ágúst 2013 07:00 Birta Birgisdóttir, þrettán ára Vestmannaeyingur, hefur vakið athygli fyrir útgáfu sína á laginu When I was your man með Bruno Mars. „Ég hef sungið frá því ég var lítil og tók til dæmis fyrst þátt í söngvakeppni á Þjóðhátíð þegar ég var þriggja ára. Þetta er síðasta árið sem ég má taka þátt í keppninni,“ segir Birta Birgisdóttir, þrettán ára Eyjamær sem hefur vakið nokkra athygli fyrir útgáfu sína á laginu When I Was Your Man eftir bandaríska tónlistarmanninn Bruno Mars. Birta tók lagið upp í Island Studios í síðustu viku og var myndband við lagið einnig birt á Youtube og á vef Eyjafrétta. Aðspurð segir Birta að henni þyki skemmtilegast að syngja lög eftir tónlistarmanninn Bruno Mars. „Ég tek helst lög með Bruno Mars og róleg lög eftir Rihönnu. En helstu fyrirmyndir mínar eru krakkar eins og Carly Rose Sonenclar úr X-Factor,“ segir hún. Útgáfa Birtu á laginu hefur ekki ratað í útvarp en söngkonan unga vonar að jólalag sem hún hyggst taka upp síðar á árinu fái útvarpsspilun. „Ég ætla að taka upp jólalag sem ég söng með leikfélaginu síðust jól. Það er lítil útvarpsstöð hér í Vestmannaeyjum og vonandi fær lagið spilun þar.“Spilar líka hand- og fótbolta Söngur er ekki eina áhugamál Birtu því hún tekur einnig virkan þátt í starfi Leikfélags Vestmannaeyja, spilar hand- og fótbolta með ÍBV og stundar hestamennsku. „Ég er hægri skytta í handboltanum og framherji og kantur í fótboltanum. Ég er Íslandsmeistari í handbolta og ef ég þyrfti að velja á milli þá yrði handboltinn klárlega fyrir valinu,“ segir Birta. Líkt og sönnum Eyjamanni sæmir tekur Birta fullan þátt í hátíðahöldum helgarinnar og þegar blaðamaður náði tali af henni í gær var hún á leið í málningarvinnu í Herjólfsdal um kvöldið. „Frænka mín og frændi sjá um málningarvinnuna og ég og vinkonur mínar höfum hjálpað til á kvöldin. Ég hlakka mikið til helgarinnar, það er alltaf gaman á Þjóðhátíð,“ segir hún að lokum. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég hef sungið frá því ég var lítil og tók til dæmis fyrst þátt í söngvakeppni á Þjóðhátíð þegar ég var þriggja ára. Þetta er síðasta árið sem ég má taka þátt í keppninni,“ segir Birta Birgisdóttir, þrettán ára Eyjamær sem hefur vakið nokkra athygli fyrir útgáfu sína á laginu When I Was Your Man eftir bandaríska tónlistarmanninn Bruno Mars. Birta tók lagið upp í Island Studios í síðustu viku og var myndband við lagið einnig birt á Youtube og á vef Eyjafrétta. Aðspurð segir Birta að henni þyki skemmtilegast að syngja lög eftir tónlistarmanninn Bruno Mars. „Ég tek helst lög með Bruno Mars og róleg lög eftir Rihönnu. En helstu fyrirmyndir mínar eru krakkar eins og Carly Rose Sonenclar úr X-Factor,“ segir hún. Útgáfa Birtu á laginu hefur ekki ratað í útvarp en söngkonan unga vonar að jólalag sem hún hyggst taka upp síðar á árinu fái útvarpsspilun. „Ég ætla að taka upp jólalag sem ég söng með leikfélaginu síðust jól. Það er lítil útvarpsstöð hér í Vestmannaeyjum og vonandi fær lagið spilun þar.“Spilar líka hand- og fótbolta Söngur er ekki eina áhugamál Birtu því hún tekur einnig virkan þátt í starfi Leikfélags Vestmannaeyja, spilar hand- og fótbolta með ÍBV og stundar hestamennsku. „Ég er hægri skytta í handboltanum og framherji og kantur í fótboltanum. Ég er Íslandsmeistari í handbolta og ef ég þyrfti að velja á milli þá yrði handboltinn klárlega fyrir valinu,“ segir Birta. Líkt og sönnum Eyjamanni sæmir tekur Birta fullan þátt í hátíðahöldum helgarinnar og þegar blaðamaður náði tali af henni í gær var hún á leið í málningarvinnu í Herjólfsdal um kvöldið. „Frænka mín og frændi sjá um málningarvinnuna og ég og vinkonur mínar höfum hjálpað til á kvöldin. Ég hlakka mikið til helgarinnar, það er alltaf gaman á Þjóðhátíð,“ segir hún að lokum.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp