Carly Rose Sonenclar úr X-Factor helsta fyrirmyndin Sara McMahon skrifar 1. ágúst 2013 07:00 Birta Birgisdóttir, þrettán ára Vestmannaeyingur, hefur vakið athygli fyrir útgáfu sína á laginu When I was your man með Bruno Mars. „Ég hef sungið frá því ég var lítil og tók til dæmis fyrst þátt í söngvakeppni á Þjóðhátíð þegar ég var þriggja ára. Þetta er síðasta árið sem ég má taka þátt í keppninni,“ segir Birta Birgisdóttir, þrettán ára Eyjamær sem hefur vakið nokkra athygli fyrir útgáfu sína á laginu When I Was Your Man eftir bandaríska tónlistarmanninn Bruno Mars. Birta tók lagið upp í Island Studios í síðustu viku og var myndband við lagið einnig birt á Youtube og á vef Eyjafrétta. Aðspurð segir Birta að henni þyki skemmtilegast að syngja lög eftir tónlistarmanninn Bruno Mars. „Ég tek helst lög með Bruno Mars og róleg lög eftir Rihönnu. En helstu fyrirmyndir mínar eru krakkar eins og Carly Rose Sonenclar úr X-Factor,“ segir hún. Útgáfa Birtu á laginu hefur ekki ratað í útvarp en söngkonan unga vonar að jólalag sem hún hyggst taka upp síðar á árinu fái útvarpsspilun. „Ég ætla að taka upp jólalag sem ég söng með leikfélaginu síðust jól. Það er lítil útvarpsstöð hér í Vestmannaeyjum og vonandi fær lagið spilun þar.“Spilar líka hand- og fótbolta Söngur er ekki eina áhugamál Birtu því hún tekur einnig virkan þátt í starfi Leikfélags Vestmannaeyja, spilar hand- og fótbolta með ÍBV og stundar hestamennsku. „Ég er hægri skytta í handboltanum og framherji og kantur í fótboltanum. Ég er Íslandsmeistari í handbolta og ef ég þyrfti að velja á milli þá yrði handboltinn klárlega fyrir valinu,“ segir Birta. Líkt og sönnum Eyjamanni sæmir tekur Birta fullan þátt í hátíðahöldum helgarinnar og þegar blaðamaður náði tali af henni í gær var hún á leið í málningarvinnu í Herjólfsdal um kvöldið. „Frænka mín og frændi sjá um málningarvinnuna og ég og vinkonur mínar höfum hjálpað til á kvöldin. Ég hlakka mikið til helgarinnar, það er alltaf gaman á Þjóðhátíð,“ segir hún að lokum. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Ég hef sungið frá því ég var lítil og tók til dæmis fyrst þátt í söngvakeppni á Þjóðhátíð þegar ég var þriggja ára. Þetta er síðasta árið sem ég má taka þátt í keppninni,“ segir Birta Birgisdóttir, þrettán ára Eyjamær sem hefur vakið nokkra athygli fyrir útgáfu sína á laginu When I Was Your Man eftir bandaríska tónlistarmanninn Bruno Mars. Birta tók lagið upp í Island Studios í síðustu viku og var myndband við lagið einnig birt á Youtube og á vef Eyjafrétta. Aðspurð segir Birta að henni þyki skemmtilegast að syngja lög eftir tónlistarmanninn Bruno Mars. „Ég tek helst lög með Bruno Mars og róleg lög eftir Rihönnu. En helstu fyrirmyndir mínar eru krakkar eins og Carly Rose Sonenclar úr X-Factor,“ segir hún. Útgáfa Birtu á laginu hefur ekki ratað í útvarp en söngkonan unga vonar að jólalag sem hún hyggst taka upp síðar á árinu fái útvarpsspilun. „Ég ætla að taka upp jólalag sem ég söng með leikfélaginu síðust jól. Það er lítil útvarpsstöð hér í Vestmannaeyjum og vonandi fær lagið spilun þar.“Spilar líka hand- og fótbolta Söngur er ekki eina áhugamál Birtu því hún tekur einnig virkan þátt í starfi Leikfélags Vestmannaeyja, spilar hand- og fótbolta með ÍBV og stundar hestamennsku. „Ég er hægri skytta í handboltanum og framherji og kantur í fótboltanum. Ég er Íslandsmeistari í handbolta og ef ég þyrfti að velja á milli þá yrði handboltinn klárlega fyrir valinu,“ segir Birta. Líkt og sönnum Eyjamanni sæmir tekur Birta fullan þátt í hátíðahöldum helgarinnar og þegar blaðamaður náði tali af henni í gær var hún á leið í málningarvinnu í Herjólfsdal um kvöldið. „Frænka mín og frændi sjá um málningarvinnuna og ég og vinkonur mínar höfum hjálpað til á kvöldin. Ég hlakka mikið til helgarinnar, það er alltaf gaman á Þjóðhátíð,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira