Vill raftónlistarbrú til Japans Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. ágúst 2013 09:00 Árni Grétar segir líf sitt snúast að nánast öllu leyti um tónlist, en segir föðurhlutverkið þó mikilvægara Raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records, er að leggja lokahönd á nýja plötu. Í þetta sinn fékk hann tvo erlenda tónlistarmenn með sér í lið, annars vegar japanska hljóðlistamanninn Hidekazu Imashige og hins vegar kanadíska sellóleikarann Veronique Vaka. Platan heitir Crystal Lagoon og samstarfið kom skemmtilega til. „Ég hef nú aðeins hitt annan tónlistarmanninn í þessu verkefni sem er Veronique Vaka. Ég kynntist henni aðeins í gegnum vin minn Anton Kaldal, en hún spilaði á selló með honum,“ segir Árni Grétar. „Hidekazu Imashige hef ég aðeins kynnst í gegnum netheima – en við gáfum báðir út sveimplötu hjá Somehow Recordings, sem er breskt plötuútgáfufyrirtæki og þetta er í annað skiptið sem við vinnum saman með því að skiptast á hljóðskrám í gegnum tölvupóst,“ útskýrir Árni.MYND/Ernir EyjólfssonÁrni Grétar gaf síðast út smáskífuna Fjall, í samstarfi við Jelenu Schally, ásamt því að gefa út hina marglofuðu breiðskífu LP síðasta sumar og því ljóst að Árni hefur mörg járn í eldinum. „Ég held að lykillinn á bak við það sé að vera óhræddur við að koma frá sér tónlistinni,“ segir Árni Grétar. „Ég hef mjög gaman af því að semja og hlusta á tónlist og líf mitt snýst nánast eingöngu um það, fyrir utan föðurhlutverkið – sem er mikilvægast,“ segir Árni. Árni Grétar segir ferlið við að semja andlegt í hans tilviki. „Ég í rauninni dett í trans með listagyðjunni. Líf mitt er tónlist, því fyrir utan að koma minni tónlist á framfæri, eru ég, Jóhann (Skurken), Stefán (Steve Sampling) og Frosti (Bistro Boy) að hjálpa öðrum að gefa út tónlist hjá Möller Records,“ bætir Árni við. Pælingin á bak við Crystal Lagoon er að hefja samstarf Möller Records við japanska tónlistarmenn að sögn Árna. „Ég vil byggja raftónlistarbrú á milli Japans og Íslands,“ útskýrir Árni Grétar. „En þessi plata er mjög frábrugðin því sem ég er þekktur fyrir, því hún er tregafull sveimplata með bryggjuselló-hljóm,“ segir Árni Grétar. „Það er alltaf gaman að stíga út fyrir kassann og gera eitthvað nýtt,“ segir hann að lokum. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records, er að leggja lokahönd á nýja plötu. Í þetta sinn fékk hann tvo erlenda tónlistarmenn með sér í lið, annars vegar japanska hljóðlistamanninn Hidekazu Imashige og hins vegar kanadíska sellóleikarann Veronique Vaka. Platan heitir Crystal Lagoon og samstarfið kom skemmtilega til. „Ég hef nú aðeins hitt annan tónlistarmanninn í þessu verkefni sem er Veronique Vaka. Ég kynntist henni aðeins í gegnum vin minn Anton Kaldal, en hún spilaði á selló með honum,“ segir Árni Grétar. „Hidekazu Imashige hef ég aðeins kynnst í gegnum netheima – en við gáfum báðir út sveimplötu hjá Somehow Recordings, sem er breskt plötuútgáfufyrirtæki og þetta er í annað skiptið sem við vinnum saman með því að skiptast á hljóðskrám í gegnum tölvupóst,“ útskýrir Árni.MYND/Ernir EyjólfssonÁrni Grétar gaf síðast út smáskífuna Fjall, í samstarfi við Jelenu Schally, ásamt því að gefa út hina marglofuðu breiðskífu LP síðasta sumar og því ljóst að Árni hefur mörg járn í eldinum. „Ég held að lykillinn á bak við það sé að vera óhræddur við að koma frá sér tónlistinni,“ segir Árni Grétar. „Ég hef mjög gaman af því að semja og hlusta á tónlist og líf mitt snýst nánast eingöngu um það, fyrir utan föðurhlutverkið – sem er mikilvægast,“ segir Árni. Árni Grétar segir ferlið við að semja andlegt í hans tilviki. „Ég í rauninni dett í trans með listagyðjunni. Líf mitt er tónlist, því fyrir utan að koma minni tónlist á framfæri, eru ég, Jóhann (Skurken), Stefán (Steve Sampling) og Frosti (Bistro Boy) að hjálpa öðrum að gefa út tónlist hjá Möller Records,“ bætir Árni við. Pælingin á bak við Crystal Lagoon er að hefja samstarf Möller Records við japanska tónlistarmenn að sögn Árna. „Ég vil byggja raftónlistarbrú á milli Japans og Íslands,“ útskýrir Árni Grétar. „En þessi plata er mjög frábrugðin því sem ég er þekktur fyrir, því hún er tregafull sveimplata með bryggjuselló-hljóm,“ segir Árni Grétar. „Það er alltaf gaman að stíga út fyrir kassann og gera eitthvað nýtt,“ segir hann að lokum.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp