Ásgeir og Sálin á menningarnótt Freyr Bjarnason skrifar 14. ágúst 2013 11:00 Sálin spilar í annað sinn á menningarnæturtónleikum Rásar 2. Ásgeir Trausti, Sálin hans Jóns míns, Hjaltalín og Kaleo spila á Tónaflóði, menningarnæturtónleikum Rásar 2, við Arnarhól 24. ágúst. Þetta verður í tíunda sinn sem tónleikarnir eru haldnir. „Þetta er stórt og mikið og við erum afskaplega stolt af þessu,“ segir útvarpsmaðurinn og skipuleggjandinn Ólafur Páll Gunnarsson. Hann fagnar því að Sálin spili í ár en hún steig einmitt á svið á fyrstu menningarnæturtónleikunum. „Sálin er ein mest spilaða hljómsveitin í sögu Rásar 2 og hefur verið starfandi næstum því jafnlengi og Rás 2. Það hefur farið minna fyrir hljómsveitinni undanfarið en oft áður en þjóðin elskar Sálina sína enn þá,“ segir Óli Palli. Kaleo hefur átt eitt vinsælasta lag Rásar 2 í sumar, Vor í Vaglaskógi, og ekki þarf að fara mörgum orðum um vinsældir Ásgeirs Trausta og Hjaltalín. Tónleikarnir á Arnarhóli leggjast mjög vel í Óla Palla. „Þessir tónleikar hafa verið vettvangur fyrir fólk til að upplifa stóra tónleika. Þessi samkennd er svo ólýsanleg. Þegar þúsundir standa saman og upplifa sama hlutinn á sama tíma, þá gerist eitthvað.“ Útvarpsstöðin Bylgjan verður með tónleika á Ingólfstorgi á menningarnótt. Þar koma m.a. fram Stuðmenn, Björgvin Halldórsson, Á móti sól og Dikta. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ásgeir Trausti, Sálin hans Jóns míns, Hjaltalín og Kaleo spila á Tónaflóði, menningarnæturtónleikum Rásar 2, við Arnarhól 24. ágúst. Þetta verður í tíunda sinn sem tónleikarnir eru haldnir. „Þetta er stórt og mikið og við erum afskaplega stolt af þessu,“ segir útvarpsmaðurinn og skipuleggjandinn Ólafur Páll Gunnarsson. Hann fagnar því að Sálin spili í ár en hún steig einmitt á svið á fyrstu menningarnæturtónleikunum. „Sálin er ein mest spilaða hljómsveitin í sögu Rásar 2 og hefur verið starfandi næstum því jafnlengi og Rás 2. Það hefur farið minna fyrir hljómsveitinni undanfarið en oft áður en þjóðin elskar Sálina sína enn þá,“ segir Óli Palli. Kaleo hefur átt eitt vinsælasta lag Rásar 2 í sumar, Vor í Vaglaskógi, og ekki þarf að fara mörgum orðum um vinsældir Ásgeirs Trausta og Hjaltalín. Tónleikarnir á Arnarhóli leggjast mjög vel í Óla Palla. „Þessir tónleikar hafa verið vettvangur fyrir fólk til að upplifa stóra tónleika. Þessi samkennd er svo ólýsanleg. Þegar þúsundir standa saman og upplifa sama hlutinn á sama tíma, þá gerist eitthvað.“ Útvarpsstöðin Bylgjan verður með tónleika á Ingólfstorgi á menningarnótt. Þar koma m.a. fram Stuðmenn, Björgvin Halldórsson, Á móti sól og Dikta.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“