Ásgeir og Sálin á menningarnótt Freyr Bjarnason skrifar 14. ágúst 2013 11:00 Sálin spilar í annað sinn á menningarnæturtónleikum Rásar 2. Ásgeir Trausti, Sálin hans Jóns míns, Hjaltalín og Kaleo spila á Tónaflóði, menningarnæturtónleikum Rásar 2, við Arnarhól 24. ágúst. Þetta verður í tíunda sinn sem tónleikarnir eru haldnir. „Þetta er stórt og mikið og við erum afskaplega stolt af þessu,“ segir útvarpsmaðurinn og skipuleggjandinn Ólafur Páll Gunnarsson. Hann fagnar því að Sálin spili í ár en hún steig einmitt á svið á fyrstu menningarnæturtónleikunum. „Sálin er ein mest spilaða hljómsveitin í sögu Rásar 2 og hefur verið starfandi næstum því jafnlengi og Rás 2. Það hefur farið minna fyrir hljómsveitinni undanfarið en oft áður en þjóðin elskar Sálina sína enn þá,“ segir Óli Palli. Kaleo hefur átt eitt vinsælasta lag Rásar 2 í sumar, Vor í Vaglaskógi, og ekki þarf að fara mörgum orðum um vinsældir Ásgeirs Trausta og Hjaltalín. Tónleikarnir á Arnarhóli leggjast mjög vel í Óla Palla. „Þessir tónleikar hafa verið vettvangur fyrir fólk til að upplifa stóra tónleika. Þessi samkennd er svo ólýsanleg. Þegar þúsundir standa saman og upplifa sama hlutinn á sama tíma, þá gerist eitthvað.“ Útvarpsstöðin Bylgjan verður með tónleika á Ingólfstorgi á menningarnótt. Þar koma m.a. fram Stuðmenn, Björgvin Halldórsson, Á móti sól og Dikta. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Ásgeir Trausti, Sálin hans Jóns míns, Hjaltalín og Kaleo spila á Tónaflóði, menningarnæturtónleikum Rásar 2, við Arnarhól 24. ágúst. Þetta verður í tíunda sinn sem tónleikarnir eru haldnir. „Þetta er stórt og mikið og við erum afskaplega stolt af þessu,“ segir útvarpsmaðurinn og skipuleggjandinn Ólafur Páll Gunnarsson. Hann fagnar því að Sálin spili í ár en hún steig einmitt á svið á fyrstu menningarnæturtónleikunum. „Sálin er ein mest spilaða hljómsveitin í sögu Rásar 2 og hefur verið starfandi næstum því jafnlengi og Rás 2. Það hefur farið minna fyrir hljómsveitinni undanfarið en oft áður en þjóðin elskar Sálina sína enn þá,“ segir Óli Palli. Kaleo hefur átt eitt vinsælasta lag Rásar 2 í sumar, Vor í Vaglaskógi, og ekki þarf að fara mörgum orðum um vinsældir Ásgeirs Trausta og Hjaltalín. Tónleikarnir á Arnarhóli leggjast mjög vel í Óla Palla. „Þessir tónleikar hafa verið vettvangur fyrir fólk til að upplifa stóra tónleika. Þessi samkennd er svo ólýsanleg. Þegar þúsundir standa saman og upplifa sama hlutinn á sama tíma, þá gerist eitthvað.“ Útvarpsstöðin Bylgjan verður með tónleika á Ingólfstorgi á menningarnótt. Þar koma m.a. fram Stuðmenn, Björgvin Halldórsson, Á móti sól og Dikta.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira