Dýrt að gera ekki neitt Svana Helen Björnsdóttir skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Í júní 2013 birti Bertelsmann Foundation í Þýskalandi skýrslu um rannsókn á efnahagslegum áhrifum fyrirhugaðs fríverslunarsamnings milli Bandaríkjanna og ESB. Lítillega hefur verið fjallað um þessa rannsókn í fjölmiðlum hér á landi. Í rannsókninni er ekki aðeins kannað hvaða áhrif samningurinn hefur á hagkerfi samningsríkjanna, heldur er einnig rannsakað hver áhrif samningsins munu verða á 126 önnur ríki, þar á meðal Ísland. Skoðuð eru langtímaáhrif samningsins á rauntekjur fólks og breytingar á vinnumarkaði. Ef gert er ráð fyrir að samið verði um afnám allra tolla og vörugjalda milli samningsríkjanna má búast við miklum ávinningi fyrir 50 ríki Bandaríkjanna og ESB-ríkin 28. Landsframleiðsla á mann mun aukast umtalsvert í þessum ríkjum og ný störf skapast. Mestur yrði vöxturinn í Bandaríkjunum, en þar er búist við að landsframleiðsla vaxi um 13,4%. Í öllum 28 aðildarríkjum ESB mun landsframleiðsla á mann aukast að meðaltali um 5%, í Bretlandi um næstum 10% og einnig munu Eystrasaltsríkin og löndin í Suður-Evrópu hagnast mikið á samningnum. Í Þýskalandi mun samningurinn leiða til 4,7% meiri landsframleiðslu og í Frakklandi 2,6%. Þessi ávinningur samningsins helst í hendur við umtalsverða fjölgun starfa í fyrrgreindum löndum. Í Bandaríkjunum mun störfum fjölga um 1,1 milljón og í Bretlandi skapast um 400 þúsund ný störf. Í Þýskalandi er reiknað með að 181.000 ný störf verði til.Engin teikn á lofti Sú aukning landsframleiðslu og fjölgun starfa sem hér um ræðir er ekki í samræmi við efnahagsspár fyrir flest önnur ríki heims. Reikna má með að fríverslunarsamningurinn leiði til aukinna viðskipta milli Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna en um leið flytja þessi ríki inn minna af vörum og þjónustu frá öðrum ríkjum, þ.e. ríkjum sem ekki eiga aðild að samningnum. Rannsóknin leiðir í ljós að samningurinn verði til þess að viðskipti Bandaríkjanna og Kanada dragist saman um 9% og viðskipti Bandaríkjanna og Mexíkó um 7,2%. Áhrifin á viðskipti við Afríkulönd og Asíu dragast einnig mikið saman. Samningurinn mun enn fremur leiða til fækkunar starfa í þeim ríkjum sem standa utan samningsins og sem dæmi má nefna að í Kanada gætu tapast 101 þúsund störf. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að áhrif fríverslunarsamningsins á Ísland yrðu fremur neikvæð. Landsframleiðsla á Íslandi geti minnkað um 3,9% og um 1.000 störf tapast þegar samningurinn öðlast gildi. Heildarmatið í rannsóknarskýrslu Bertelsmann er þó það að fríverslunarsamningur Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna muni leiða til hækkunar á meðallandsframleiðslu í heiminum um 3,3%. Viðskipti milli þjóða og sérhæfing eru þeir þættir sem mynda góð lífskjör. Öfugt við fullyrðingar stjórnmálamanna sem nú fara með völd eru engin teikn á lofti um það að Ísland geti orðið aðili að þessum samningi gegnum EES-samninginn. Líklegast er að aðild að fríverslunarsamningnum fáist eingöngu með aðild að Evrópusambandinu. Það skýtur óneitanlega skökku við að stjórnvöld Íslands, sem byggir kjör sín hvað mest þjóða á viðskiptum, skuli ekki leitast við að halda sem greiðustum viðskiptaleiðum fyrir þegna sína með því að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Ef Ísland býr við lakari aðgang að viðskiptum en nágrannaþjóðirnar leiðir það til verri lífskjara fyrir Íslendinga. Ef fram fer sem horfir gæti það reynst okkur dýrkeypt að gera ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Sjá meira
Í júní 2013 birti Bertelsmann Foundation í Þýskalandi skýrslu um rannsókn á efnahagslegum áhrifum fyrirhugaðs fríverslunarsamnings milli Bandaríkjanna og ESB. Lítillega hefur verið fjallað um þessa rannsókn í fjölmiðlum hér á landi. Í rannsókninni er ekki aðeins kannað hvaða áhrif samningurinn hefur á hagkerfi samningsríkjanna, heldur er einnig rannsakað hver áhrif samningsins munu verða á 126 önnur ríki, þar á meðal Ísland. Skoðuð eru langtímaáhrif samningsins á rauntekjur fólks og breytingar á vinnumarkaði. Ef gert er ráð fyrir að samið verði um afnám allra tolla og vörugjalda milli samningsríkjanna má búast við miklum ávinningi fyrir 50 ríki Bandaríkjanna og ESB-ríkin 28. Landsframleiðsla á mann mun aukast umtalsvert í þessum ríkjum og ný störf skapast. Mestur yrði vöxturinn í Bandaríkjunum, en þar er búist við að landsframleiðsla vaxi um 13,4%. Í öllum 28 aðildarríkjum ESB mun landsframleiðsla á mann aukast að meðaltali um 5%, í Bretlandi um næstum 10% og einnig munu Eystrasaltsríkin og löndin í Suður-Evrópu hagnast mikið á samningnum. Í Þýskalandi mun samningurinn leiða til 4,7% meiri landsframleiðslu og í Frakklandi 2,6%. Þessi ávinningur samningsins helst í hendur við umtalsverða fjölgun starfa í fyrrgreindum löndum. Í Bandaríkjunum mun störfum fjölga um 1,1 milljón og í Bretlandi skapast um 400 þúsund ný störf. Í Þýskalandi er reiknað með að 181.000 ný störf verði til.Engin teikn á lofti Sú aukning landsframleiðslu og fjölgun starfa sem hér um ræðir er ekki í samræmi við efnahagsspár fyrir flest önnur ríki heims. Reikna má með að fríverslunarsamningurinn leiði til aukinna viðskipta milli Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna en um leið flytja þessi ríki inn minna af vörum og þjónustu frá öðrum ríkjum, þ.e. ríkjum sem ekki eiga aðild að samningnum. Rannsóknin leiðir í ljós að samningurinn verði til þess að viðskipti Bandaríkjanna og Kanada dragist saman um 9% og viðskipti Bandaríkjanna og Mexíkó um 7,2%. Áhrifin á viðskipti við Afríkulönd og Asíu dragast einnig mikið saman. Samningurinn mun enn fremur leiða til fækkunar starfa í þeim ríkjum sem standa utan samningsins og sem dæmi má nefna að í Kanada gætu tapast 101 þúsund störf. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að áhrif fríverslunarsamningsins á Ísland yrðu fremur neikvæð. Landsframleiðsla á Íslandi geti minnkað um 3,9% og um 1.000 störf tapast þegar samningurinn öðlast gildi. Heildarmatið í rannsóknarskýrslu Bertelsmann er þó það að fríverslunarsamningur Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna muni leiða til hækkunar á meðallandsframleiðslu í heiminum um 3,3%. Viðskipti milli þjóða og sérhæfing eru þeir þættir sem mynda góð lífskjör. Öfugt við fullyrðingar stjórnmálamanna sem nú fara með völd eru engin teikn á lofti um það að Ísland geti orðið aðili að þessum samningi gegnum EES-samninginn. Líklegast er að aðild að fríverslunarsamningnum fáist eingöngu með aðild að Evrópusambandinu. Það skýtur óneitanlega skökku við að stjórnvöld Íslands, sem byggir kjör sín hvað mest þjóða á viðskiptum, skuli ekki leitast við að halda sem greiðustum viðskiptaleiðum fyrir þegna sína með því að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Ef Ísland býr við lakari aðgang að viðskiptum en nágrannaþjóðirnar leiðir það til verri lífskjara fyrir Íslendinga. Ef fram fer sem horfir gæti það reynst okkur dýrkeypt að gera ekki neitt.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun