Fangakúlur samfélagsins Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 21. ágúst 2013 00:00 Hjónabönd hanga eins og fangakúla um ökkla samfélagsins. Ég varpa þessu fram, sísona, þó að það sé vissulega erfitt því kúlan er úr járni. Þetta er nefnilega ekki fullmótuð hugmynd hjá mér. Hjónabandið er það hins vegar. Það er svo fullmótuð hugmynd að samfélagsleg þróun virðist stundum eins og hamstur, hlaupandi ofan á þessari járnkúlu án þess að komast neitt áfram. Ekki misskilja mig, ég er líka fangi samfélagsins. Frekar kátur fangi, meira að segja. Mig langar að gifta mig, ég græt í brúðkaupum, brosi hringinn og dáist að fólki sem heitir hvort öðru ævarandi ástum. En þessi fullmótaða hugmynd sem sligar samfélagið veldur mér hugarangri. Þessi fullmótaða hugmynd sem orsakar deilur og er eldsmatur bálkasta þess fólks sem telur sig mega dæma aðra. Dramatískt? Ekki spurning. Hjónaband er milli tveggja einstaklinga. Samt virðist sem allir megi hafa skoðun á því hvernig því eigi að vera háttað og hvaða tveir einstaklingar megi taka þátt í því. Hjónabandið er víða notað sem valdatæki og fólk er misnotað. Hjónaband er sums staðar ekki sáttmáli, heldur handjárn. Og annars staðar eru hjónabönd gjaldmiðill. Þetta er auðvitað ekki eina fangakúlan sem samfélagið sligast áfram með um ökklann. Gömul gildi eru alls staðar í kringum okkur en við rekumst misoft og misharkalega á þau. Trúarbrögð eru annað dæmi. Aftur vil ég forðast misskilning. Ég ber virðingu fyrir trú og ég á mína trú. Það er bara ýmislegt innan trúarbragða sem fær mann til að staldra við. Og samfélög til að nema staðar. Samfélög eru stór og erfitt er að koma þeim aftur á hreyfingu, hafi þau náð að staðna á annað borð. Ég berst ekki fyrir því að gömul gildi hverfi úr samfélaginu. Ég vil bara ekki að þau séu fangakúla sem samfélagið rogast áfram með. Ég vil frekar að þau séu snjóbolti sem samfélagið veltir áfram. Snjóbolti sem bráðnar ef hann staðnar en stækkar ef honum er velt áfram. Og það er gaman að rúlla snjóbolta. Það er ekki gaman að burðast með fangakúlu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun
Hjónabönd hanga eins og fangakúla um ökkla samfélagsins. Ég varpa þessu fram, sísona, þó að það sé vissulega erfitt því kúlan er úr járni. Þetta er nefnilega ekki fullmótuð hugmynd hjá mér. Hjónabandið er það hins vegar. Það er svo fullmótuð hugmynd að samfélagsleg þróun virðist stundum eins og hamstur, hlaupandi ofan á þessari járnkúlu án þess að komast neitt áfram. Ekki misskilja mig, ég er líka fangi samfélagsins. Frekar kátur fangi, meira að segja. Mig langar að gifta mig, ég græt í brúðkaupum, brosi hringinn og dáist að fólki sem heitir hvort öðru ævarandi ástum. En þessi fullmótaða hugmynd sem sligar samfélagið veldur mér hugarangri. Þessi fullmótaða hugmynd sem orsakar deilur og er eldsmatur bálkasta þess fólks sem telur sig mega dæma aðra. Dramatískt? Ekki spurning. Hjónaband er milli tveggja einstaklinga. Samt virðist sem allir megi hafa skoðun á því hvernig því eigi að vera háttað og hvaða tveir einstaklingar megi taka þátt í því. Hjónabandið er víða notað sem valdatæki og fólk er misnotað. Hjónaband er sums staðar ekki sáttmáli, heldur handjárn. Og annars staðar eru hjónabönd gjaldmiðill. Þetta er auðvitað ekki eina fangakúlan sem samfélagið sligast áfram með um ökklann. Gömul gildi eru alls staðar í kringum okkur en við rekumst misoft og misharkalega á þau. Trúarbrögð eru annað dæmi. Aftur vil ég forðast misskilning. Ég ber virðingu fyrir trú og ég á mína trú. Það er bara ýmislegt innan trúarbragða sem fær mann til að staldra við. Og samfélög til að nema staðar. Samfélög eru stór og erfitt er að koma þeim aftur á hreyfingu, hafi þau náð að staðna á annað borð. Ég berst ekki fyrir því að gömul gildi hverfi úr samfélaginu. Ég vil bara ekki að þau séu fangakúla sem samfélagið rogast áfram með. Ég vil frekar að þau séu snjóbolti sem samfélagið veltir áfram. Snjóbolti sem bráðnar ef hann staðnar en stækkar ef honum er velt áfram. Og það er gaman að rúlla snjóbolta. Það er ekki gaman að burðast með fangakúlu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun