Þríþrautarnámskeið haldið fyrir börn og unglinga í Kópavogi Starri Freyr Jónsson skrifar 27. ágúst 2013 10:00 Hjólreiðar eru hluti af þríþraut. Mynd/viðar þorsteinsson Fyrsta þríþrautarnámskeiðið sem haldið er hérlendis fyrir börn og unglinga fór fram í síðustu viku í Kópavogi. Eftir fjögurra daga þjálfun tóku þau þátt í þríþrautarmóti á sunnudag þar sem allir stóðu uppi sem sigurvegarar. Námskeiðið og mótið var á vegum Þríkó, Þríþrautarfélags Kópavogs, og var uppselt á námskeiðið. Viðar Þorsteinsson, stjórnarmaður í félaginu og hjólaþjálfari, var einn þeirra sem komu að skipulagi viðburðarins og segist hann vera ánægður með þátttökuna í ár. „Þetta var duglegur hópur átján krakka af báðum kynjum. Á námskeiðinu fórum við yfir greinarnar þrjár, hjólreiðar, sund og hlaup, og fengum nokkra þjálfara í lið með okkur, meðal annars Sigga Martinsson sem er búsettur í Englandi þar sem hann þjálfar krakka í þríþraut. Lítið þríþrautarmót fyrir þennan aldurshóp var svo haldið á sunnudaginn og tókst mjög vel. Veðrið var að vísu ekki gott, það rigndi mikið, en krakkarnir létu það ekki á sig fá og stóðu sig með prýði.“ Krakkarnir sem tóku þátt voru á aldrinum 9-15 ára og var kynjahlutfallið jafnt að sögn Viðars. Hann segir þríþraut vera mjög góðan valkost fyrir krakka sem finna sig ekki í hefðbundnum íþróttagreinum. „Íþrótt sem blandar saman sundi, hlaupum og hjólreiðum er auðvitað frábær hreyfing fyrir krakka og raunar fólk á öllum aldri. Það er sérstaklega mikilvægt að tileinka sér strax sundið í upphafi, enda erfiðara fyrir eldra fólk að rifja upp réttu sundtaktana, þá sérstaklega skriðsund.“ Þríkó stefnir að því að stofna sérstaka deild innan Breiðabliks þar sem meðal annars verður boðið upp á þríþrautarþjálfun fyrir börn og unglinga. „Það er vissulega draumurinn hjá okkur en til þess að það verði að veruleika þarf að vera til staðar fastur kjarni af krökkum sem æfa allt árið. Nokkrir þeirra eru mjög áhugasamir og við erum að skoða þessi mál betur.“ Heilsa Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Sjá meira
Fyrsta þríþrautarnámskeiðið sem haldið er hérlendis fyrir börn og unglinga fór fram í síðustu viku í Kópavogi. Eftir fjögurra daga þjálfun tóku þau þátt í þríþrautarmóti á sunnudag þar sem allir stóðu uppi sem sigurvegarar. Námskeiðið og mótið var á vegum Þríkó, Þríþrautarfélags Kópavogs, og var uppselt á námskeiðið. Viðar Þorsteinsson, stjórnarmaður í félaginu og hjólaþjálfari, var einn þeirra sem komu að skipulagi viðburðarins og segist hann vera ánægður með þátttökuna í ár. „Þetta var duglegur hópur átján krakka af báðum kynjum. Á námskeiðinu fórum við yfir greinarnar þrjár, hjólreiðar, sund og hlaup, og fengum nokkra þjálfara í lið með okkur, meðal annars Sigga Martinsson sem er búsettur í Englandi þar sem hann þjálfar krakka í þríþraut. Lítið þríþrautarmót fyrir þennan aldurshóp var svo haldið á sunnudaginn og tókst mjög vel. Veðrið var að vísu ekki gott, það rigndi mikið, en krakkarnir létu það ekki á sig fá og stóðu sig með prýði.“ Krakkarnir sem tóku þátt voru á aldrinum 9-15 ára og var kynjahlutfallið jafnt að sögn Viðars. Hann segir þríþraut vera mjög góðan valkost fyrir krakka sem finna sig ekki í hefðbundnum íþróttagreinum. „Íþrótt sem blandar saman sundi, hlaupum og hjólreiðum er auðvitað frábær hreyfing fyrir krakka og raunar fólk á öllum aldri. Það er sérstaklega mikilvægt að tileinka sér strax sundið í upphafi, enda erfiðara fyrir eldra fólk að rifja upp réttu sundtaktana, þá sérstaklega skriðsund.“ Þríkó stefnir að því að stofna sérstaka deild innan Breiðabliks þar sem meðal annars verður boðið upp á þríþrautarþjálfun fyrir börn og unglinga. „Það er vissulega draumurinn hjá okkur en til þess að það verði að veruleika þarf að vera til staðar fastur kjarni af krökkum sem æfa allt árið. Nokkrir þeirra eru mjög áhugasamir og við erum að skoða þessi mál betur.“
Heilsa Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Sjá meira