Húðfletta gesti með hávaða Freyr Bjarnason skrifar 3. september 2013 08:00 Bubbi Morthens verður með öfluga rokkara á bak við sig á Rokkjötnum í Kaplakrika. fréttablaðið/valli „Það er bara magnarinn í ellefu, það er ekkert öðruvísi. Það verða engir eyrnatappar með í för,“ segir Bubbi Morthens. Hann verður aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni Rokkjötnar sem verður haldin í Kaplakrika í annað sinn þann 5. október. Með Bubba á sviðinu verður einvala lið rokkara: bróðir hans, Bergþór Morthens, Ingó Geirdal úr Dimmu, Flosi Þorgeirsson úr Ham og Björn Stefánsson úr Mínus. „Þetta verður alveg massíft rokk og ról,“ segir Bubbi, sem hlakkar mikið til. Aðspurður segir hann að gömlu góðu lögin með Utangarðsmönnum, Egó og frá sólóferli hans verði spiluð á umræddum tónleikum. „Mér segir svo hugur um að það verði reynt að húðfletta menn með hávaða.“ Alls koma tíu hljómsveitir fram á Rokkjötnum. Auk Bubba og félaga stíga á svið Sólstafir, Agent Fresco, Dimma, Legend, The Vintage Caravan, Saktmóðigur, Kontinuum, Strigaskór nr. 42 og Ophidian I. Miðasala hefst á Midi.is í dag. Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld er skipuleggjandi hátíðarinnar. Hann er mjög ánægður með að hafa fengið Bubba til liðs við sig. „Ég er ótrúlega sáttur við að karlinn hafi tekið svona vel í þetta. Þetta nýrra „stöff“ hans er ekki mitt kaffi en það sem hann gerði þegar hann var á fullu í rokkinu er ódauðlegt. Ég stakk því að honum hvort við ættum ekki að setja alvöru rokkhundaband á bak við hann og gera þetta á gamla mátann og hann var miklu meira en til í það. Það er ekkert langt í rokkarann í gamla,“ segir Snæbjörn. Um tvö þúsund manns sóttu Rokkjötna í fyrra og býst Snæbjörn við enn fleiri gestum í ár. „Þetta gekk ótrúlega vel í fyrra. En við þurftum að hafa fyrir því að láta þetta rúlla því við vorum ekki mjög fjársterkir. Maður finnur það núna að fólk veit af þessu og trúir á þetta. Það er búið að kveða niður þessar fáu efasemdarraddir sem maður heyrði í fyrra.“ Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Það er bara magnarinn í ellefu, það er ekkert öðruvísi. Það verða engir eyrnatappar með í för,“ segir Bubbi Morthens. Hann verður aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni Rokkjötnar sem verður haldin í Kaplakrika í annað sinn þann 5. október. Með Bubba á sviðinu verður einvala lið rokkara: bróðir hans, Bergþór Morthens, Ingó Geirdal úr Dimmu, Flosi Þorgeirsson úr Ham og Björn Stefánsson úr Mínus. „Þetta verður alveg massíft rokk og ról,“ segir Bubbi, sem hlakkar mikið til. Aðspurður segir hann að gömlu góðu lögin með Utangarðsmönnum, Egó og frá sólóferli hans verði spiluð á umræddum tónleikum. „Mér segir svo hugur um að það verði reynt að húðfletta menn með hávaða.“ Alls koma tíu hljómsveitir fram á Rokkjötnum. Auk Bubba og félaga stíga á svið Sólstafir, Agent Fresco, Dimma, Legend, The Vintage Caravan, Saktmóðigur, Kontinuum, Strigaskór nr. 42 og Ophidian I. Miðasala hefst á Midi.is í dag. Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld er skipuleggjandi hátíðarinnar. Hann er mjög ánægður með að hafa fengið Bubba til liðs við sig. „Ég er ótrúlega sáttur við að karlinn hafi tekið svona vel í þetta. Þetta nýrra „stöff“ hans er ekki mitt kaffi en það sem hann gerði þegar hann var á fullu í rokkinu er ódauðlegt. Ég stakk því að honum hvort við ættum ekki að setja alvöru rokkhundaband á bak við hann og gera þetta á gamla mátann og hann var miklu meira en til í það. Það er ekkert langt í rokkarann í gamla,“ segir Snæbjörn. Um tvö þúsund manns sóttu Rokkjötna í fyrra og býst Snæbjörn við enn fleiri gestum í ár. „Þetta gekk ótrúlega vel í fyrra. En við þurftum að hafa fyrir því að láta þetta rúlla því við vorum ekki mjög fjársterkir. Maður finnur það núna að fólk veit af þessu og trúir á þetta. Það er búið að kveða niður þessar fáu efasemdarraddir sem maður heyrði í fyrra.“
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira