Sjálfskaparvíti Háskólans Stefán Pálsson skrifar 4. september 2013 00:01 Í fréttum Ríkisútvarpsins mánudaginn 2. september baðst rektor Háskóla Íslands afsökunar á þeim óþægindum sem afturkölluð ráðning stundakennara við skólann kynni að hafa valdið. Að sögn rektors hefur komið í ljós í málinu að verklagsreglur skólans varðandi ráðningu stundakennara hafi ekki verið nægilega skýrar og að þær verði endurskoðaðar á næstu dögum. Vegna þessarar miklu uppgötvunar er vert að rifja upp nokkur söguleg atriði. Í lok árs 2009 stofnuðu stundakennarar við Háskólann með sér félagið Hagstund. Ástæðan var sár óánægja með kjör hópsins, en jafnframt var ætlunin að þrýsta á um hvers kyns umbætur varðandi réttindamál. Næstu misserin sendi félagið stjórnendum Háskólans ýmis erindi og átti marga fundi með stjórnsýslunni. Meðal þess sem sérstök áhersla var lögð á var að bæta þyrfti ráðningamálin – þar sem ekki væri hægt að tala um eiginlegan ráðningarsamning, engin tilraun væri gerð til að skilgreina réttindi og skyldur stundakennara og að mikið misræmi væri milli einstakra deilda skólans í þessum efnum. Kvartað til Umboðsmanns Þótt Háskólinn segðist sýna umkvörtunum félagsins mikinn skilning bólaði ekkert á úrbótum og fór svo að lokum að Hagstund kvartaði til Umboðsmanns Alþingis á árinu 2012. Umboðsmaður sendi HÍ í kjölfarið ítarlegar spurningar um hvernig ráðningarmálum stundakennara væri háttað. Í svari skólans í september á síðasta ári, sem undirritað var af rektor, kom glögglega í ljós í hvílíkum ólestri málin væru og vinnubrögð mismunandi milli deilda. Í júní í fyrra sendu Hagstund, BHM og Félag háskólakennara sameiginlegt erindi til Háskólans þar sem óskað var eftir stofnun samráðsnefndar um málefni stundakennara og réttindi þeirra. Ellefu mánuðum síðar, að undangengnum áréttingum, meðal annars með opnu bréfi í Fréttablaðinu og að lokum fyrirspurn frá Umboðsmanni Alþingis um gang mála, barst svar Háskólans. Það var á þá leið að skólinn væri í sjálfu sér hlynntur því að myndaður yrði starfshópur en að réttast væri að fjármálaráðuneytið stæði fyrir slíku. Það er því kátlegt að fylgjast nú með undrun stjórnenda HÍ yfir því að ráðningamál stundakennara við stofnunina séu í molum. Erfitt er að hafa samúð með Háskólanum í þessu máli, enda hefur hann meðvitað ýtt því á undan sér. Vonandi verður uppákoma liðinna daga þó til þess að stofnuninni skiljist loksins að það er allra hagur að skýra með fullnægjandi hætti réttindi og skyldur stundakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Í fréttum Ríkisútvarpsins mánudaginn 2. september baðst rektor Háskóla Íslands afsökunar á þeim óþægindum sem afturkölluð ráðning stundakennara við skólann kynni að hafa valdið. Að sögn rektors hefur komið í ljós í málinu að verklagsreglur skólans varðandi ráðningu stundakennara hafi ekki verið nægilega skýrar og að þær verði endurskoðaðar á næstu dögum. Vegna þessarar miklu uppgötvunar er vert að rifja upp nokkur söguleg atriði. Í lok árs 2009 stofnuðu stundakennarar við Háskólann með sér félagið Hagstund. Ástæðan var sár óánægja með kjör hópsins, en jafnframt var ætlunin að þrýsta á um hvers kyns umbætur varðandi réttindamál. Næstu misserin sendi félagið stjórnendum Háskólans ýmis erindi og átti marga fundi með stjórnsýslunni. Meðal þess sem sérstök áhersla var lögð á var að bæta þyrfti ráðningamálin – þar sem ekki væri hægt að tala um eiginlegan ráðningarsamning, engin tilraun væri gerð til að skilgreina réttindi og skyldur stundakennara og að mikið misræmi væri milli einstakra deilda skólans í þessum efnum. Kvartað til Umboðsmanns Þótt Háskólinn segðist sýna umkvörtunum félagsins mikinn skilning bólaði ekkert á úrbótum og fór svo að lokum að Hagstund kvartaði til Umboðsmanns Alþingis á árinu 2012. Umboðsmaður sendi HÍ í kjölfarið ítarlegar spurningar um hvernig ráðningarmálum stundakennara væri háttað. Í svari skólans í september á síðasta ári, sem undirritað var af rektor, kom glögglega í ljós í hvílíkum ólestri málin væru og vinnubrögð mismunandi milli deilda. Í júní í fyrra sendu Hagstund, BHM og Félag háskólakennara sameiginlegt erindi til Háskólans þar sem óskað var eftir stofnun samráðsnefndar um málefni stundakennara og réttindi þeirra. Ellefu mánuðum síðar, að undangengnum áréttingum, meðal annars með opnu bréfi í Fréttablaðinu og að lokum fyrirspurn frá Umboðsmanni Alþingis um gang mála, barst svar Háskólans. Það var á þá leið að skólinn væri í sjálfu sér hlynntur því að myndaður yrði starfshópur en að réttast væri að fjármálaráðuneytið stæði fyrir slíku. Það er því kátlegt að fylgjast nú með undrun stjórnenda HÍ yfir því að ráðningamál stundakennara við stofnunina séu í molum. Erfitt er að hafa samúð með Háskólanum í þessu máli, enda hefur hann meðvitað ýtt því á undan sér. Vonandi verður uppákoma liðinna daga þó til þess að stofnuninni skiljist loksins að það er allra hagur að skýra með fullnægjandi hætti réttindi og skyldur stundakennara.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun