Monáe syngur um vélmenni Freyr Bjarnason skrifar 5. september 2013 11:30 Önnur hljóðversplata bandarísku R&B- og sálarsöngkonunnar Janelle Monáe, The Electric Lady, kemur út eftir helgi á vegum Wondaland Arts Society og Bad Boy Records, sem Sean „Diddy“ Combs stofnaði. Monáe fæddist í Kansas árið 1985 og var lengi heilluð af Dórótheu úr kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz. Eftir að hafa stundað leiklistarnám í New York og í Fíladelfíu flutti hún til Atlanta 2001 . Þar kynntist hún Big Boi úr OutKast og söng síðar á plötu sveitarinnar, Idlewild. Monáe stofnaði fyrirtækið Wondaland Arts Society sem gaf út EP-plötuna The Audition árið 2003. Monáe er hugfangin af vísindaskáldskap og þarna byrjaði hún að syngja um borgina Metropolis og var þar undir áhrifum frá hinni samnefndu sígildu mynd Fritz Lang frá árinu 1927. Hún hélt áfram með þemað á fyrstu opinberu EP-plötu sinni, Metropolis: Suite I (The Chase), sem kom út 2007 hjá Bad Boy Records. Þar söng hún um vélmennið Cindi Mayweather sem er fjöldaframleitt árið 2719. Platan fékk góðar viðtökur og var Monáe tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir lagið Many Moons. Árið 2010 gaf Monáe út sína fyrstu breiðskífu, The ArchAndroid, þar sem hún hélt áfram með Metropolis-þemað. Gagnrýnendur hrifust af plötunni, sem var tilnefnd til Grammy-verðlaunanna, og einnig lagið Thightrope. Hún náði einnig sautjánda sæti Billboard-listans. Á síðasta ári var Monáe svo gestasöngvari í hinu vinsæla lagi hljómsveitarinnar Fun, We Are Young. Lagið fór á topp Billboard-listans, sem er það hæsta sem söngkonan hefur náð til þessa. Á The Electric Lady heldur Monáe áfram með útópíuþemað sitt. Lögin eru nítján talsins og stjórnaði hún upptökunum sjálf í samstarfi við Deep Cotton og Roman GianArthur, kollega sína úr Wondaland Arts Society. Góðir gestir koma einnig við sögu, þar á meðal Erykah Badu, sem syngur með henni í smáskífulaginu Q.U.E.E.N, Prince, Big Boi, Cee-Lo Green, Miguel, Solange og Esperanza Spalding. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Önnur hljóðversplata bandarísku R&B- og sálarsöngkonunnar Janelle Monáe, The Electric Lady, kemur út eftir helgi á vegum Wondaland Arts Society og Bad Boy Records, sem Sean „Diddy“ Combs stofnaði. Monáe fæddist í Kansas árið 1985 og var lengi heilluð af Dórótheu úr kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz. Eftir að hafa stundað leiklistarnám í New York og í Fíladelfíu flutti hún til Atlanta 2001 . Þar kynntist hún Big Boi úr OutKast og söng síðar á plötu sveitarinnar, Idlewild. Monáe stofnaði fyrirtækið Wondaland Arts Society sem gaf út EP-plötuna The Audition árið 2003. Monáe er hugfangin af vísindaskáldskap og þarna byrjaði hún að syngja um borgina Metropolis og var þar undir áhrifum frá hinni samnefndu sígildu mynd Fritz Lang frá árinu 1927. Hún hélt áfram með þemað á fyrstu opinberu EP-plötu sinni, Metropolis: Suite I (The Chase), sem kom út 2007 hjá Bad Boy Records. Þar söng hún um vélmennið Cindi Mayweather sem er fjöldaframleitt árið 2719. Platan fékk góðar viðtökur og var Monáe tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir lagið Many Moons. Árið 2010 gaf Monáe út sína fyrstu breiðskífu, The ArchAndroid, þar sem hún hélt áfram með Metropolis-þemað. Gagnrýnendur hrifust af plötunni, sem var tilnefnd til Grammy-verðlaunanna, og einnig lagið Thightrope. Hún náði einnig sautjánda sæti Billboard-listans. Á síðasta ári var Monáe svo gestasöngvari í hinu vinsæla lagi hljómsveitarinnar Fun, We Are Young. Lagið fór á topp Billboard-listans, sem er það hæsta sem söngkonan hefur náð til þessa. Á The Electric Lady heldur Monáe áfram með útópíuþemað sitt. Lögin eru nítján talsins og stjórnaði hún upptökunum sjálf í samstarfi við Deep Cotton og Roman GianArthur, kollega sína úr Wondaland Arts Society. Góðir gestir koma einnig við sögu, þar á meðal Erykah Badu, sem syngur með henni í smáskífulaginu Q.U.E.E.N, Prince, Big Boi, Cee-Lo Green, Miguel, Solange og Esperanza Spalding.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira