Vilja auka traust á Alþingi - Vinna að breytingu þingskapa Höskuldur Kári Schram skrifar 7. september 2013 07:00 Landsmenn bera afar lítið traust til Alþingis, ekki síst vegna framgöngu þingmanna. Stefnt er að því að bregðast við því með því að breyta þingsköpum. Fréttablaðið/Vilhelm Ríkur vilji er meðal þingmanna til að bregðast við því hve lítils trausts Alþingi nýtur meðal þjóðarinnar. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, en þingskapanefnd sem skipuð verður í haust mun leggja fram tillögur að breytingum á störfum þingsins. Markmiðið með breytingunum er meðal annars að draga úr málþófi og gera umræður hnitmiðaðri. „Það er áhyggjuefni fyrir þingið og þjóðina líka þegar svona mikilvæg stofnun eins og Alþingi nýtur svona lítils trausts,“ segir Einar um nýlegar kannanir sem benda til þess að traust almennings til Alþingis og stjórnmálamanna sé í sögulegu lágmarki. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Alþingi sögðust 76% svarenda bera lítið eða alls ekkert traust til stofnunarinnar. Þátttakendur í könnuninni gagnrýndu meðal annars umræðuhefð þingmanna og vinnulag. Í niðurstöðum könnunar Alþjóðaefnahagsráðsins á samkeppnishæfni þjóða er Ísland í 48. sæti þegar kemur að trausti almennings til stjórnmálamanna. Íran er í 47. sæti og Austurríki í 49. sæti.Einar K. Guðfinnsson„Ég held að þingmenn geri sér grein fyrir því að einn liður í því að styrkja stöðu Alþingis sé að takast á við breytingar á þingsköpum,“ segir Einar. „Þessi vilji var líka til staðar á síðasta kjörtímabili en sú vinna kláraðist ekki. Ég tel hins vegar mikilvægt að byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram.“ Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um hvers langt eigi að ganga í breytingum á þingsköpum. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur þannig notast við málþóf til að setja þrýsting á stjórnarmeirihluta og hafa áhrif á niðurstöðu og afgreiðslu mála. Einar segir að stíga þurfi varlega til jarðar í þessum breytingum. „Ég hef ekki viljað ganga svo langt, og eins tíðkast í sumum þjóðþingum að umræður fari að litlu leyti fram í þingsal. Það er afturför að mínu mati. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að hægt sé að breyta fyrirkomulaginu án þess að skerða málfrelsi þingmanna,“ segir Einar. Alþingi kemur saman til fundar á þriðjudag í næstu viku en gert ráð fyrir sex þingfundardögum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Sjá meira
Ríkur vilji er meðal þingmanna til að bregðast við því hve lítils trausts Alþingi nýtur meðal þjóðarinnar. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, en þingskapanefnd sem skipuð verður í haust mun leggja fram tillögur að breytingum á störfum þingsins. Markmiðið með breytingunum er meðal annars að draga úr málþófi og gera umræður hnitmiðaðri. „Það er áhyggjuefni fyrir þingið og þjóðina líka þegar svona mikilvæg stofnun eins og Alþingi nýtur svona lítils trausts,“ segir Einar um nýlegar kannanir sem benda til þess að traust almennings til Alþingis og stjórnmálamanna sé í sögulegu lágmarki. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Alþingi sögðust 76% svarenda bera lítið eða alls ekkert traust til stofnunarinnar. Þátttakendur í könnuninni gagnrýndu meðal annars umræðuhefð þingmanna og vinnulag. Í niðurstöðum könnunar Alþjóðaefnahagsráðsins á samkeppnishæfni þjóða er Ísland í 48. sæti þegar kemur að trausti almennings til stjórnmálamanna. Íran er í 47. sæti og Austurríki í 49. sæti.Einar K. Guðfinnsson„Ég held að þingmenn geri sér grein fyrir því að einn liður í því að styrkja stöðu Alþingis sé að takast á við breytingar á þingsköpum,“ segir Einar. „Þessi vilji var líka til staðar á síðasta kjörtímabili en sú vinna kláraðist ekki. Ég tel hins vegar mikilvægt að byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram.“ Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um hvers langt eigi að ganga í breytingum á þingsköpum. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur þannig notast við málþóf til að setja þrýsting á stjórnarmeirihluta og hafa áhrif á niðurstöðu og afgreiðslu mála. Einar segir að stíga þurfi varlega til jarðar í þessum breytingum. „Ég hef ekki viljað ganga svo langt, og eins tíðkast í sumum þjóðþingum að umræður fari að litlu leyti fram í þingsal. Það er afturför að mínu mati. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að hægt sé að breyta fyrirkomulaginu án þess að skerða málfrelsi þingmanna,“ segir Einar. Alþingi kemur saman til fundar á þriðjudag í næstu viku en gert ráð fyrir sex þingfundardögum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent