Gagnvirk gleraugu frá Google 7. september 2013 12:00 Google Glass hefur vakið þó nokkra athygli, ekki síst vegna áhuga fræga fólksins. Tískuhönnuðurinn Diane Von Furstenberg notaði tækin á tískusýningu sinni í New York í vor. Hér er hún ásamt Sergey Brin, einum stofnanda Google Inc. Mikil eftirvænting ríkir meðal tæknigeggjara sem bíða spenntir eftir hinum tæknivæddu gleraugum Google Glass, sem eins og nafnið ber með sér eru framleidd af fyrirtækinu Google. Helst má líkja tækinu við snjallsíma enda getur það framkvæmt svipaða hluti. Glass er hins vegar borið á hausnum og því stýrt með röddinni. Gleraugun eru byggð á android-tækni og bjóða upp á ótrúleg tækifæri. Með þeim er hægt að tala í síma, svara tölvupósti, taka myndir og myndbönd, vafra á netinu, þýða texta og leita í leitarvélum Google. Allar aðgerðir getur notandinn séð á örlitlum skjá rétt við auga hans. Tæki sem borin eru á höfði með skjáum og myndavélum eru kannski ekki alveg ný af nálinni en sérstaða Glass er þó nokkur, bæði vegna aðkomu tölvurisans Google og ekki síst vegna þess að tækið er mun léttara en önnur sem fyrir hafa verið á markaði. Frumgerð Glass vó 8 pund eða um 4 kíló þegar hún var kynnt í ágúst 2011 en í dag vegur Glass minna en venjuleg sólgleraugu.Á almennan markað 2014 Í upphafi þessa árs var nokkrum útvöldum gefið tækifæri á að kaupa sér tilraunaútgáfu Google Glass fyrir 1.500 dollara eða um 180 þúsund krónur. Forsvarsmenn Google telja að Glass muni koma á almennan markað strax á næsta ári og vonast til að verðið verði eitthvað lægra.Sergey Brin, einn af stofnendum Google Inc., með gagnvirku gleraugun Google Glass.Útgáfan sem er í notkun núna ber heitið Explorar. Sú tekur á móti upplýsingum í gegnum Wifi en einnig er hægt að tengja tækið gegnum Bluetooth við Android-síma eða iPhone. Í Glass er GPS-flaga og því ætti ekki að vefjast fyrir ferðamönnum að rata með því að leita eftir kortum á Google, þá ættu þeir ekki að lenda í miklum tungumálaerfiðleikum því með Glass er með röddinni einni hægt að fletta upp á Google Translate eftir þýðingu orða. Til að nota raddstýringuna byrjar notandinn á að segja „ok glass“ og síðan skipunina. Ekki er nauðsynlegt að nota raddstýringuna því einnig er hægt að fletta í gegnum valkostina með takka á hlið tækisins. Þróað af Google X Google X er leynileg aðstaða Google í Kaliforníu þar sem unnið er að ýmsum tækninýjungum sem margar hverjar virðast fremur eiga heima í vísindaskáldsögum en í hinum raunverulega heimi. Tilraunastofunni stjórnar Sergey Brin, einn af stofnendum Google. Google Glass er afrakstur langrar þróunar í leynitilraunastofum Google X. Meðal annarra verkefna sem unnið er að hjá Google X eru bíll sem ekur sjálfur og verkefnið Project Loon, sem miðar að því að koma internetaðgangi til allra í heiminum með neti loftbelgja sem myndu svífa um heiðhvolfið.Hluti af gleraugum framtíðar Gleraugu eru líklega rangnefni á Google Glass því engar sjónlinsur eru í umgjörðinni. Fólk sem notar gleraugu getur raunar ekki notað tækið en Google hefur staðfest að með tíð og tíma verði hægt að fá Glass með sjóngleri og jafnvel verði hægt að smella tækinu á venjuleg gleraugu. Þá hyggst fyrirtækið fara í samstarf við sólgleraugnaframleiðendur á borð við Ray-Ban og Warby Parker.Með Google Glass er hægt að taka myndir og myndbönd, senda skilaboð og pósta, tala í síma og vafra á netinu. Google Tækni Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkir meðal tæknigeggjara sem bíða spenntir eftir hinum tæknivæddu gleraugum Google Glass, sem eins og nafnið ber með sér eru framleidd af fyrirtækinu Google. Helst má líkja tækinu við snjallsíma enda getur það framkvæmt svipaða hluti. Glass er hins vegar borið á hausnum og því stýrt með röddinni. Gleraugun eru byggð á android-tækni og bjóða upp á ótrúleg tækifæri. Með þeim er hægt að tala í síma, svara tölvupósti, taka myndir og myndbönd, vafra á netinu, þýða texta og leita í leitarvélum Google. Allar aðgerðir getur notandinn séð á örlitlum skjá rétt við auga hans. Tæki sem borin eru á höfði með skjáum og myndavélum eru kannski ekki alveg ný af nálinni en sérstaða Glass er þó nokkur, bæði vegna aðkomu tölvurisans Google og ekki síst vegna þess að tækið er mun léttara en önnur sem fyrir hafa verið á markaði. Frumgerð Glass vó 8 pund eða um 4 kíló þegar hún var kynnt í ágúst 2011 en í dag vegur Glass minna en venjuleg sólgleraugu.Á almennan markað 2014 Í upphafi þessa árs var nokkrum útvöldum gefið tækifæri á að kaupa sér tilraunaútgáfu Google Glass fyrir 1.500 dollara eða um 180 þúsund krónur. Forsvarsmenn Google telja að Glass muni koma á almennan markað strax á næsta ári og vonast til að verðið verði eitthvað lægra.Sergey Brin, einn af stofnendum Google Inc., með gagnvirku gleraugun Google Glass.Útgáfan sem er í notkun núna ber heitið Explorar. Sú tekur á móti upplýsingum í gegnum Wifi en einnig er hægt að tengja tækið gegnum Bluetooth við Android-síma eða iPhone. Í Glass er GPS-flaga og því ætti ekki að vefjast fyrir ferðamönnum að rata með því að leita eftir kortum á Google, þá ættu þeir ekki að lenda í miklum tungumálaerfiðleikum því með Glass er með röddinni einni hægt að fletta upp á Google Translate eftir þýðingu orða. Til að nota raddstýringuna byrjar notandinn á að segja „ok glass“ og síðan skipunina. Ekki er nauðsynlegt að nota raddstýringuna því einnig er hægt að fletta í gegnum valkostina með takka á hlið tækisins. Þróað af Google X Google X er leynileg aðstaða Google í Kaliforníu þar sem unnið er að ýmsum tækninýjungum sem margar hverjar virðast fremur eiga heima í vísindaskáldsögum en í hinum raunverulega heimi. Tilraunastofunni stjórnar Sergey Brin, einn af stofnendum Google. Google Glass er afrakstur langrar þróunar í leynitilraunastofum Google X. Meðal annarra verkefna sem unnið er að hjá Google X eru bíll sem ekur sjálfur og verkefnið Project Loon, sem miðar að því að koma internetaðgangi til allra í heiminum með neti loftbelgja sem myndu svífa um heiðhvolfið.Hluti af gleraugum framtíðar Gleraugu eru líklega rangnefni á Google Glass því engar sjónlinsur eru í umgjörðinni. Fólk sem notar gleraugu getur raunar ekki notað tækið en Google hefur staðfest að með tíð og tíma verði hægt að fá Glass með sjóngleri og jafnvel verði hægt að smella tækinu á venjuleg gleraugu. Þá hyggst fyrirtækið fara í samstarf við sólgleraugnaframleiðendur á borð við Ray-Ban og Warby Parker.Með Google Glass er hægt að taka myndir og myndbönd, senda skilaboð og pósta, tala í síma og vafra á netinu.
Google Tækni Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira