Íslenski boltinn

Alfreð: Ég var ekkert meiddur þegar ég spretti á móti honum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson fagna jöfnunarmarkinu í Sviss.
Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson fagna jöfnunarmarkinu í Sviss. Mynd/Valli
„Ég reyni mitt besta til að vera klár því þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og ég vil fá að vera hluti af þessu. Ég ætla samt ekki að taka neina heimskulega sjensa,“ sagði Alfreð Finnbogason í gær en hann var ekki með íslenska liðinu í 4-4 jafntefli á móti Sviss.

Alfreð er að jafna sig eftir tábrot. „Þetta verður betra með hverjum deginum. Það er alltaf hætta að maður verði lengur frá ef að það er stigið á þetta. Ég er hæfilega bjartsýnn að geta tekið einhvern þátt í leiknum á þriðjudaginn,“ sagði Alfreð í gær.

Alfreð var á bekknum á móti Sviss en það var ákveðið fyrir leik að hann myndi ekki spila.

„Jói var labbandi á vatni í leiknum þannig að það var gott að hann reddaði okkur undir lokin,“ sagði Alfreð sem var áberandi í fagnaðarlátunum eftir jöfnunarmark Jóhanns Berg.

„Ég var ekkert meiddur þegar ég spretti á móti honum í lokin. Menn voru bara að missa sig í gleðinni þegar Jói jafnaði enda var 4-1 hálfvonlaus staða,“ sagði Alfreð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×