Full ástæða til þess að brosa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2013 06:00 Eftir sigur Íslands á Albönum í gærkvöldi á karlalandsliðið í knattspyrnu í fyrsta sinn raunhæfan möguleika á því að spila í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Þótt enn séu hindranir á vegi íslenska liðsins er framhaldið í höndum þess þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni. Einhvern tímann hefði þótt fáránlegt af blaðamanni að rita texta sem þennan og því borið við að væntingar og vangaveltur myndu setja liðið út af laginu. Tímarnir eru breyttir. Nú gefa landsliðsmenn sjálfir tóninn, upplýsa fjölmiðla óhikað um metnaðarfull markmið sín og vinna að þeim af krafti. Ekki er þar með sagt að fyrri fulltrúar Íslands hefðu endilega átt að vera jafn yfirlýsingaglaðir enda ekki endilega tilefni til. Karlalandsliðið hefur sjaldan verið jafn vel mannað hvað hæfileika leikmanna snertir. Gæðin er sérstaklega að finna í sóknarleik liðsins þar sem Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru fremstir í flokki. Það er ekkert feimnismál að varnarmenn okkar eru slakari en kollegar þeirra sóknarmegin ef horft er til þess hvar þeir iðka íþrótt sína. Val Lars Lagerbäck á leikmönnum í varnarlínu Íslands er iðulega gagnrýnt en fátt um rökstudd og greinargóð svör þegar óskað er eftir tillögum um betri kosti. Leikmennirnir eru flestir ef ekki allir besti kosturinn í sinni stöðu en líða fyrir samanburðinn við félaga sína í byrjunarliðinu. Þegar illa gengur hafa leikmenn ekki bent hver á annan heldur deilt ábyrgðinni, réttilega, enda standa fleiri vaktina en varnarmennirnir fjórir og sá með hanskana fyrir aftan þá. Færa má rök fyrir því að heimsmeistaramótið í knattspyrnu sé vinsælasti íþróttaviðburður, jafnvel viðburður, sem haldinn er. Brasilía verður vettvangur næstu leika en heimamenn hafa verið þekktir fyrir skemmtilegan leik í áratugi. Lífið snýst um fótbolta í heimalandi fimmfaldra heimsmeistara og löngu ljóst að keppnin verður glæsileg. Eftirvæntingin vegna lokakeppni hefur ekki verið meiri á lífsleið þess sem þessi orð ritar. Tækist strákunum okkar að komast til Brasilíu yrði um eitt mesta afrek íslenskrar íþróttasögu að ræða. Alls berjast 203 þjóðir um 31 laust sæti í lokakeppninni enda fá gestgjafarnir sjálfkrafa þátttökurétt. Þjóð með íbúafjölda talinn í hundruðum þúsunda hefur nefnilega aldrei komist í lokakeppnina. Landslið Trínidad og Tóbagó, með rúmlega eina milljón íbúa, er sú fámennasta sem mætt hefur í veisluna til þessa. Liðið fór þó öllu þægilegri leið í lokakeppnina en sú sem í boði er fyrir þjóðir Evrópu. Einhverjir sem lásu svona langt eru byrjaðir að hugsa: „Hverjum er ekki sama?“ Staðreyndin er sú að ansi hreint mörgum er ekki sama enda þurftu líklega fáir lesendur að opna blaðið til að frétta af sigri okkar manna í gærkvöldi. Gengi fótboltaliða hefur áhrif á líðan fólks um allan heim og sá fjöldi er enn meiri þegar landslið eiga í hlut. Nú gengur vel, ótrúlega vel, og því full ástæða til þess að brosa út að eyrum og njóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Eftir sigur Íslands á Albönum í gærkvöldi á karlalandsliðið í knattspyrnu í fyrsta sinn raunhæfan möguleika á því að spila í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Þótt enn séu hindranir á vegi íslenska liðsins er framhaldið í höndum þess þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni. Einhvern tímann hefði þótt fáránlegt af blaðamanni að rita texta sem þennan og því borið við að væntingar og vangaveltur myndu setja liðið út af laginu. Tímarnir eru breyttir. Nú gefa landsliðsmenn sjálfir tóninn, upplýsa fjölmiðla óhikað um metnaðarfull markmið sín og vinna að þeim af krafti. Ekki er þar með sagt að fyrri fulltrúar Íslands hefðu endilega átt að vera jafn yfirlýsingaglaðir enda ekki endilega tilefni til. Karlalandsliðið hefur sjaldan verið jafn vel mannað hvað hæfileika leikmanna snertir. Gæðin er sérstaklega að finna í sóknarleik liðsins þar sem Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru fremstir í flokki. Það er ekkert feimnismál að varnarmenn okkar eru slakari en kollegar þeirra sóknarmegin ef horft er til þess hvar þeir iðka íþrótt sína. Val Lars Lagerbäck á leikmönnum í varnarlínu Íslands er iðulega gagnrýnt en fátt um rökstudd og greinargóð svör þegar óskað er eftir tillögum um betri kosti. Leikmennirnir eru flestir ef ekki allir besti kosturinn í sinni stöðu en líða fyrir samanburðinn við félaga sína í byrjunarliðinu. Þegar illa gengur hafa leikmenn ekki bent hver á annan heldur deilt ábyrgðinni, réttilega, enda standa fleiri vaktina en varnarmennirnir fjórir og sá með hanskana fyrir aftan þá. Færa má rök fyrir því að heimsmeistaramótið í knattspyrnu sé vinsælasti íþróttaviðburður, jafnvel viðburður, sem haldinn er. Brasilía verður vettvangur næstu leika en heimamenn hafa verið þekktir fyrir skemmtilegan leik í áratugi. Lífið snýst um fótbolta í heimalandi fimmfaldra heimsmeistara og löngu ljóst að keppnin verður glæsileg. Eftirvæntingin vegna lokakeppni hefur ekki verið meiri á lífsleið þess sem þessi orð ritar. Tækist strákunum okkar að komast til Brasilíu yrði um eitt mesta afrek íslenskrar íþróttasögu að ræða. Alls berjast 203 þjóðir um 31 laust sæti í lokakeppninni enda fá gestgjafarnir sjálfkrafa þátttökurétt. Þjóð með íbúafjölda talinn í hundruðum þúsunda hefur nefnilega aldrei komist í lokakeppnina. Landslið Trínidad og Tóbagó, með rúmlega eina milljón íbúa, er sú fámennasta sem mætt hefur í veisluna til þessa. Liðið fór þó öllu þægilegri leið í lokakeppnina en sú sem í boði er fyrir þjóðir Evrópu. Einhverjir sem lásu svona langt eru byrjaðir að hugsa: „Hverjum er ekki sama?“ Staðreyndin er sú að ansi hreint mörgum er ekki sama enda þurftu líklega fáir lesendur að opna blaðið til að frétta af sigri okkar manna í gærkvöldi. Gengi fótboltaliða hefur áhrif á líðan fólks um allan heim og sá fjöldi er enn meiri þegar landslið eiga í hlut. Nú gengur vel, ótrúlega vel, og því full ástæða til þess að brosa út að eyrum og njóta.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun