Tónlist

Stafrænt stuð í Finnlandi

Ólafur Jósephsson og félagar spila á þrennum tónleikum í Finnlandi.
Ólafur Jósephsson og félagar spila á þrennum tónleikum í Finnlandi.
Hljómsveitin Stafrænn Hákon er stödd í Finnlandi þar sem hún spilar á þrennum tónleikum.

Fyrst verður spilað í bænum Hämeenlinna og þaðan haldið til Helsinki. Ferðin endar á lítilli tónlistarhátíð í Pori, sem nefnist Kiarama Festival og var upphaflega meginástæða ferðarinnar.

Stafrænn gaf út plötuna Prammi snemma á þessu ári og er nú að vinna að næstu afurð sinni sem ætti að líta dagsins ljós á næsta ári.

Fram undan er stíf dagskrá á Airwaves-hátíðinni, þar sem Stafrænn flytur gamalt efni í bland við nýtt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×