Meiri hiphop-áhrif hjá Arctic Monkeys Freyr Bjarnason skrifar 12. september 2013 08:00 Rokkararnir í Arctic Monkeys frá Sheffield á Englandi hafa gefið út sína fimmtu breiðskífu. Hún kemur út á vegum Domino og nefnist AM. Upptökustjórn annaðist James Ford sem hefur unnið með hljómsveitinni síðan 2007. Honum til aðstoðar var Ross Orton og fóru upptökurnar fram í Los Angeles og Joshua Tree í Kaliforníu. Gestur á plötunni var Josh Homme úr Queens of the Stone Age, sem var einmitt annar af upptökustjórum þriðju plötu Arctic Monkeys, Humbug. Forsprakki Arctic Monkeys, Alex Turner, var einmitt gestur á nýjustu plötu Queens of the Stone Age, …Like Clockwork. Einnig spiluðu á AM þeir Pete Thomas, sem hefur trommað með Elvis Costello og Tom Waits, og Bill Ryder-Jones, fyrrverandi meðlimur ensku sveitarinnar The Coral. Fyrstu tvær plötur Arctic Monkeys, Whatever People Say I Am, That's What I'm Not og Favourite Worst Nightmare, höfðu yfir sér ungæðislegan blæ þar sem krafturinn var í fyrirrúmi. Tónninn á Humbug var þroskaðri og fágaðri þar sem gítarsóló fengu að njóta sín meira en áður. Síðasta plata, Suck it and See, hafði yfir sér léttara yfirbragð en Humbug og fékk fína dóma eins og flestar plötur Arctic Monkeys hafa fengið. Í viðtali á vefsíðu BBC segir Alex Turner hljómsveitina vera undir áhrifum frá hiphop-tónlist á nýju plötunni. „Textarnir okkar hafa alltaf verið undir áhrifum frá hiphop-tónlist en núna eru áhrifin meira áberandi í lögunum. Við fáum ýmislegt lánað frá þessum heimi á plötunni, þar á meðal trommuhljóminn,“ sagði hann. AM hefur verið sérlega vel tekið af gagnrýnendum. Tímaritin Q og Mojo gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, rétt eins og blaðið The Guardian. Rolling Stone skellir á hana þremur og hálfri stjörnu af fimm og NME gefur henni fullt hús, eða 10 í einkunn. Þar segir gagnrýnandinn AM vera bestu plötu sveitarinnar og hugsanlega þá bestu sem hefur komið út síðasta áratuginn, hvorki meira né minna. Arctic Monkeys hóf AM-tónleikaferðalagið sitt í maí í Kaliforníu en hljómsveitarmeðlimir búa núna í Los Angeles. Alls verða tónleikarnir sextíu talsins. Fram undan eru tónleikar í Norður-Ameríku og Evrópu það sem eftir lifir ársins. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Rokkararnir í Arctic Monkeys frá Sheffield á Englandi hafa gefið út sína fimmtu breiðskífu. Hún kemur út á vegum Domino og nefnist AM. Upptökustjórn annaðist James Ford sem hefur unnið með hljómsveitinni síðan 2007. Honum til aðstoðar var Ross Orton og fóru upptökurnar fram í Los Angeles og Joshua Tree í Kaliforníu. Gestur á plötunni var Josh Homme úr Queens of the Stone Age, sem var einmitt annar af upptökustjórum þriðju plötu Arctic Monkeys, Humbug. Forsprakki Arctic Monkeys, Alex Turner, var einmitt gestur á nýjustu plötu Queens of the Stone Age, …Like Clockwork. Einnig spiluðu á AM þeir Pete Thomas, sem hefur trommað með Elvis Costello og Tom Waits, og Bill Ryder-Jones, fyrrverandi meðlimur ensku sveitarinnar The Coral. Fyrstu tvær plötur Arctic Monkeys, Whatever People Say I Am, That's What I'm Not og Favourite Worst Nightmare, höfðu yfir sér ungæðislegan blæ þar sem krafturinn var í fyrirrúmi. Tónninn á Humbug var þroskaðri og fágaðri þar sem gítarsóló fengu að njóta sín meira en áður. Síðasta plata, Suck it and See, hafði yfir sér léttara yfirbragð en Humbug og fékk fína dóma eins og flestar plötur Arctic Monkeys hafa fengið. Í viðtali á vefsíðu BBC segir Alex Turner hljómsveitina vera undir áhrifum frá hiphop-tónlist á nýju plötunni. „Textarnir okkar hafa alltaf verið undir áhrifum frá hiphop-tónlist en núna eru áhrifin meira áberandi í lögunum. Við fáum ýmislegt lánað frá þessum heimi á plötunni, þar á meðal trommuhljóminn,“ sagði hann. AM hefur verið sérlega vel tekið af gagnrýnendum. Tímaritin Q og Mojo gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, rétt eins og blaðið The Guardian. Rolling Stone skellir á hana þremur og hálfri stjörnu af fimm og NME gefur henni fullt hús, eða 10 í einkunn. Þar segir gagnrýnandinn AM vera bestu plötu sveitarinnar og hugsanlega þá bestu sem hefur komið út síðasta áratuginn, hvorki meira né minna. Arctic Monkeys hóf AM-tónleikaferðalagið sitt í maí í Kaliforníu en hljómsveitarmeðlimir búa núna í Los Angeles. Alls verða tónleikarnir sextíu talsins. Fram undan eru tónleikar í Norður-Ameríku og Evrópu það sem eftir lifir ársins.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira