Fer sínar eigin leiðir í tónlistinni Freyr Bjarnason skrifar 13. september 2013 09:00 Trúbadorinn Halli Reynis gaf á dögunum út safnplötuna Skuggar. Hún hefur að geyma tuttugu lög frá tuttugu ára ferli hans. Flest lögin eru tekin af sjö sólóplötum hans en einnig eru þar þrjú áður óútgefin lög og önnur sem hafa ekki komið út á plötu með honum. „Ég held að mér hafi tekist ágætlega að koma þessu til skila. Samt finnst mér að það hefðu alveg getað verið tuttugu lög í viðbót en ég er mjög sáttur við þetta,“ segir Halli Reynis um plötuna. Tvö lög af henni tóku þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins, Ef ég hefði vængi og Vinátta, sem tók þátt síðastliðið vor. „Það er rosalega gaman að taka þátt í Eurovision, bara gleði.“ Halli hefur alla tíð sungið sín eigin lög og texta og gefið plöturnar sínar út sjálfur. Hann segist hafa orðið tónlistarmaður einhvern veginn af sjálfu sér. „Draumurinn var ekki að verða frægur heldur bara að hafa gaman af því að spila tónlist,“ segir hann. „Það má segja að ég sé ánægðastur með það eftir tuttugu ár að mér finnst ég hafa staðið með sjálfum mér. Ég hef ekki selt mig heldur staðið í lappirnar og farið eftir þeim leiðum sem mér hefur þótt henta mér. Það leiðinlegasta sem mér finnst oft við bransann er að „hæpa“ upp eitthvað sem er innistæðulaust.“ Halli hefur lítið spilað undanfarið en ætlar að vera sjáanlegri í vetur. Tónleikar á Rósenberg eru fyrirhugaðir um miðjan október. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Trúbadorinn Halli Reynis gaf á dögunum út safnplötuna Skuggar. Hún hefur að geyma tuttugu lög frá tuttugu ára ferli hans. Flest lögin eru tekin af sjö sólóplötum hans en einnig eru þar þrjú áður óútgefin lög og önnur sem hafa ekki komið út á plötu með honum. „Ég held að mér hafi tekist ágætlega að koma þessu til skila. Samt finnst mér að það hefðu alveg getað verið tuttugu lög í viðbót en ég er mjög sáttur við þetta,“ segir Halli Reynis um plötuna. Tvö lög af henni tóku þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins, Ef ég hefði vængi og Vinátta, sem tók þátt síðastliðið vor. „Það er rosalega gaman að taka þátt í Eurovision, bara gleði.“ Halli hefur alla tíð sungið sín eigin lög og texta og gefið plöturnar sínar út sjálfur. Hann segist hafa orðið tónlistarmaður einhvern veginn af sjálfu sér. „Draumurinn var ekki að verða frægur heldur bara að hafa gaman af því að spila tónlist,“ segir hann. „Það má segja að ég sé ánægðastur með það eftir tuttugu ár að mér finnst ég hafa staðið með sjálfum mér. Ég hef ekki selt mig heldur staðið í lappirnar og farið eftir þeim leiðum sem mér hefur þótt henta mér. Það leiðinlegasta sem mér finnst oft við bransann er að „hæpa“ upp eitthvað sem er innistæðulaust.“ Halli hefur lítið spilað undanfarið en ætlar að vera sjáanlegri í vetur. Tónleikar á Rósenberg eru fyrirhugaðir um miðjan október.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira