Gamli góði vinur 19. september 2013 10:00 Pálmi hefur sungið mörg frábær lög og er einn allra besti bassaleikari landsins. Á dögunum var ég dreginn á stórtónleika Pálma Gunnarssonar í Hörpu sem haldnir voru undir yfirskriftinni Þorparinn og fylgdu í kjölfar útgáfu samnefndrar safnplötu söngvarans. Ekki að það hafi þurft að draga mig emjandi, Pálmi hefur sungið mörg frábær lög og er einn allra besti bassaleikari landsins (sönnunargagn A: Björgúlfur bréfberi með Ladda). En samferðafólk mitt er með svarta beltið í Pálma og aðdáun mín á manninum bliknar því í samanburðinum. Tónleikarnir voru vel heppnaðir og bandið hans Pálma (hugmynd að sjónvarpsþætti?) var vel spilandi og þétt. Þó fannst mér leiðinlegt að sjá nokkur lög skilin út undan. Ég elska þig (þótt þú sért úr steini) er sturlað lag af Borgarbrag Gunnars Þórðarsonar. Gulli Briem fer hamförum í viðlaginu á plötunni og það jaðrar við vitfirringu að sleppa laginu á tónleikunum, þar sem Gulli sat jú á bak við settið og var eflaust til í tuskið.Götustelpan, hin sveitta og þreytta, er önnur klassík sem heyrist allt of sjaldan. Í texta lagsins tjáir Pálmi hlustendum meðal annars að langvarandi vændi reyni ört á taugarnar. Glæsilegt lag og boðskapur þess á vel við enn í dag. Engu að síður var lagið fjarverandi. Vinur minn missti vitið er svo þriðja lagið sem ég ætla að tuða yfir að hafa ekki fengið að heyra í Hörpu. Ég vona að Pálmi sé ekki orðinn of feiminn við að syngja um vitfirringa sem éta sinn eigin skít. Ekki fengum við heldur Kontóristann, Gamla skólann og Sölva Helgason. Á rauðu ljósi var hvergi og ekki Gamli góði vinur heldur. En það að hann hafi komist upp með að sleppa þessum perlum undirstrikar hversu gríðarlega farsælan feril Pálmi á að baki og voru það næstum bara slagarar sem hljómuðu í Hörpu. Tuð mitt fer því í flokk lúxusvandamála. En ein spurning sækir að mér í sífellu. Hvernig stendur á því að Gulli Briem er enn þá tvítugur? Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Á dögunum var ég dreginn á stórtónleika Pálma Gunnarssonar í Hörpu sem haldnir voru undir yfirskriftinni Þorparinn og fylgdu í kjölfar útgáfu samnefndrar safnplötu söngvarans. Ekki að það hafi þurft að draga mig emjandi, Pálmi hefur sungið mörg frábær lög og er einn allra besti bassaleikari landsins (sönnunargagn A: Björgúlfur bréfberi með Ladda). En samferðafólk mitt er með svarta beltið í Pálma og aðdáun mín á manninum bliknar því í samanburðinum. Tónleikarnir voru vel heppnaðir og bandið hans Pálma (hugmynd að sjónvarpsþætti?) var vel spilandi og þétt. Þó fannst mér leiðinlegt að sjá nokkur lög skilin út undan. Ég elska þig (þótt þú sért úr steini) er sturlað lag af Borgarbrag Gunnars Þórðarsonar. Gulli Briem fer hamförum í viðlaginu á plötunni og það jaðrar við vitfirringu að sleppa laginu á tónleikunum, þar sem Gulli sat jú á bak við settið og var eflaust til í tuskið.Götustelpan, hin sveitta og þreytta, er önnur klassík sem heyrist allt of sjaldan. Í texta lagsins tjáir Pálmi hlustendum meðal annars að langvarandi vændi reyni ört á taugarnar. Glæsilegt lag og boðskapur þess á vel við enn í dag. Engu að síður var lagið fjarverandi. Vinur minn missti vitið er svo þriðja lagið sem ég ætla að tuða yfir að hafa ekki fengið að heyra í Hörpu. Ég vona að Pálmi sé ekki orðinn of feiminn við að syngja um vitfirringa sem éta sinn eigin skít. Ekki fengum við heldur Kontóristann, Gamla skólann og Sölva Helgason. Á rauðu ljósi var hvergi og ekki Gamli góði vinur heldur. En það að hann hafi komist upp með að sleppa þessum perlum undirstrikar hversu gríðarlega farsælan feril Pálmi á að baki og voru það næstum bara slagarar sem hljómuðu í Hörpu. Tuð mitt fer því í flokk lúxusvandamála. En ein spurning sækir að mér í sífellu. Hvernig stendur á því að Gulli Briem er enn þá tvítugur?
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira