Kennir fólki að smíða rafmagnsgítar Freyr Bjarnason skrifar 19. september 2013 08:30 Gunnar Örn Sigurðsson hefur undanfarin ár kennt á námskeiði í gítarsmíði á vegum Tækniskóla Íslands. fréttablaðið/stefán Gunnar Örn Sigurðsson hefur undanfarin ár kennt á námskeiði í gítarsmíði á vegum Tækniskóla Íslands. Hann telur að hátt í eitt hundrað manns séu búnir að smíða sinn eigin rafmagnsgítar hér á landi. „Þetta hefur aldrei verið gert áður á Íslandi. Þetta er vel falið leyndarmál,“ segir Gunnar Örn. Hann er þessa dagana að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp til góðgerðamála á tónlistarhátíðinni Rokkjötnum, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Gunnar Örn byrjaði með námskeiðið árið 2007 og hefur það haldið áfram á hverju ári síðan. „Hún er ótrúleg á þessu litla landi, þessi gífurlega aðsókn,“ segir Gunnar, sem byrjar með nýtt námskeið 23. september. Hægt er að smíða þrjár tegundir af gíturum og kostar námið um 170 þúsund krónur. „Inni í því eru spýturnar, lakkið, teinninn í gegnum hálsinn og hnetan sem strengirnir falla í. Það eina sem menn þurfa að kaupa er „pick-up“ og „hardware“.“ Aðspurður segir Gunnar Örn að alls konar fólk hafi stundað námið. „Þetta eru áhugamenn um gítara og atvinnutónlistarmenn hafa verið líka eins og Beggi Morthens og Þorleifur Guðjónsson.“ Aðeins ein kona hefur látið sjá sig á námskeiðinu og kom hún árið 2007. „Það væri gaman að sjá fleiri konur.“ Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Gunnar Örn Sigurðsson hefur undanfarin ár kennt á námskeiði í gítarsmíði á vegum Tækniskóla Íslands. Hann telur að hátt í eitt hundrað manns séu búnir að smíða sinn eigin rafmagnsgítar hér á landi. „Þetta hefur aldrei verið gert áður á Íslandi. Þetta er vel falið leyndarmál,“ segir Gunnar Örn. Hann er þessa dagana að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp til góðgerðamála á tónlistarhátíðinni Rokkjötnum, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Gunnar Örn byrjaði með námskeiðið árið 2007 og hefur það haldið áfram á hverju ári síðan. „Hún er ótrúleg á þessu litla landi, þessi gífurlega aðsókn,“ segir Gunnar, sem byrjar með nýtt námskeið 23. september. Hægt er að smíða þrjár tegundir af gíturum og kostar námið um 170 þúsund krónur. „Inni í því eru spýturnar, lakkið, teinninn í gegnum hálsinn og hnetan sem strengirnir falla í. Það eina sem menn þurfa að kaupa er „pick-up“ og „hardware“.“ Aðspurður segir Gunnar Örn að alls konar fólk hafi stundað námið. „Þetta eru áhugamenn um gítara og atvinnutónlistarmenn hafa verið líka eins og Beggi Morthens og Þorleifur Guðjónsson.“ Aðeins ein kona hefur látið sjá sig á námskeiðinu og kom hún árið 2007. „Það væri gaman að sjá fleiri konur.“
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira