Staða tækni- og hugverkafyrirtækja á Íslandi Svana Helen Björnsdóttir skrifar 19. september 2013 06:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er því slegið föstu að öflugt atvinnulíf sé undirstaða vaxtar og velferðar. Fram kemur að ríkisstjórnin muni leggja kapp á að skapa starfsumhverfi sem ýtir undir fjárfestingu og fjölgun starfa, ekki síst hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Sérstök áhersla verði lögð á vöxt útflutningsgreina, nýsköpun og nýtingu vaxtartækifæra framtíðarinnar, auk þess sem tryggja á jafnræði gagnvart lögum. Samtök iðnaðarins lýstu sig strax í vor reiðubúin að starfa með nýrri ríkisstjórn og stjórnvöldum og leggja m.a. fram vel ígrundaðar áætlanir og útfærslur á lykilverkefnum til að vinna að settu marki. Hlutur tækni- og hugverkaiðnaðar á Íslandi hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum og nemur nú um 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Hundruð frumkvöðla- og sprotafyrirtækja hafa sprottið upp og tugir tæknifyrirtækja hafa náð góðri fótfestu á alþjóðlegum mörkuðum á fjölbreyttum sérsviðum. Aðgangur að náttúruauðlindum takmarkar ekki vöxt þessara fyrirtækja – sem fyrst og fremst byggir á mannauði, þekkingu, menntun og alþjóðlegum markaðstengslum. Þrátt fyrir góðan árangur í uppbyggingu þessara fyrirtækja hér á landi er ástæða til að hafa áhyggjur af vaxandi fjölda fólks og fyrirtækja á leið úr landi.Flutt úr landi Það sem af er ári hafa nokkur vaxandi tæknifyrirtæki í Samtökum sprotafyrirtækja flutt úr landi ásamt dýrmætu starfsfólki. Á sama tíma eru margar nágrannaþjóðir okkar í markvissum aðgerðum að styðja við nýsköpun og í mikilli sókn að laða til sín nýsköpunarfyrirtæki, t.d. Bretland. Þessari þróun þarf að snúa við – við höfum þegar tapað allt of mörgum fyrirtækjum og allt of mörgum dýrmætum einstaklingum úr landi. Þá skiptir öllu máli að hafa gjaldmiðil án hafta sem gjaldgengur er á alþjóðamarkaði, samkeppnishæft starfsumhverfi og virk tengsl við helstu markaðssvæði. Stöðvun verkefnis sem felur í sér bætta hagtölugerð um íslenskan iðnað sem til stóð að fjármagna með IPA-stuðningi er ekki til þess fallin að bæta upplýsingar um stöðu og þróun greinarinnar. Í stefnumótun tækni- og hugverkaiðnaðarins kemur fram sú framtíðarsýn að Ísland verði aðlaðandi miðstöð tækni- og hugverkafyrirtækja sem grunnstoð í útflutningi og jákvæðum viðskiptajöfnuði. Skilgreind hafa verið áhersluverkefni sem miða að því að bæta forsendur greinanna og flýta fyrir uppbyggingu og árangri. Flest snúast þau um að ná umbótum í starfsumhverfi fyrirtækja almennt og ná því í raun langt út fyrir raðir tækni- og hugverkafyrirtækja. Nefna má bætta hagtölugerð til að fylgjast með árangri og uppbyggingu, eflingu Tækniþróunarsjóðs og aukið svigrúm í endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar, verkefnið „Betri þjónusta fyrir minna fé“, meiri áherslu á grunnmenntun í raunvísindum og tækni, einföldun reglna og skattahvata til að laða hæfileikaríkt fólk til starfa á Íslandi og afnám gjaldeyrishafta. Fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði hafa mörg hver góða möguleika á vexti og útflutningi og þau hafa möguleika á að skapa verðmæt og vel launuð störf séu réttu forsendurnar fyrir hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er því slegið föstu að öflugt atvinnulíf sé undirstaða vaxtar og velferðar. Fram kemur að ríkisstjórnin muni leggja kapp á að skapa starfsumhverfi sem ýtir undir fjárfestingu og fjölgun starfa, ekki síst hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Sérstök áhersla verði lögð á vöxt útflutningsgreina, nýsköpun og nýtingu vaxtartækifæra framtíðarinnar, auk þess sem tryggja á jafnræði gagnvart lögum. Samtök iðnaðarins lýstu sig strax í vor reiðubúin að starfa með nýrri ríkisstjórn og stjórnvöldum og leggja m.a. fram vel ígrundaðar áætlanir og útfærslur á lykilverkefnum til að vinna að settu marki. Hlutur tækni- og hugverkaiðnaðar á Íslandi hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum og nemur nú um 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Hundruð frumkvöðla- og sprotafyrirtækja hafa sprottið upp og tugir tæknifyrirtækja hafa náð góðri fótfestu á alþjóðlegum mörkuðum á fjölbreyttum sérsviðum. Aðgangur að náttúruauðlindum takmarkar ekki vöxt þessara fyrirtækja – sem fyrst og fremst byggir á mannauði, þekkingu, menntun og alþjóðlegum markaðstengslum. Þrátt fyrir góðan árangur í uppbyggingu þessara fyrirtækja hér á landi er ástæða til að hafa áhyggjur af vaxandi fjölda fólks og fyrirtækja á leið úr landi.Flutt úr landi Það sem af er ári hafa nokkur vaxandi tæknifyrirtæki í Samtökum sprotafyrirtækja flutt úr landi ásamt dýrmætu starfsfólki. Á sama tíma eru margar nágrannaþjóðir okkar í markvissum aðgerðum að styðja við nýsköpun og í mikilli sókn að laða til sín nýsköpunarfyrirtæki, t.d. Bretland. Þessari þróun þarf að snúa við – við höfum þegar tapað allt of mörgum fyrirtækjum og allt of mörgum dýrmætum einstaklingum úr landi. Þá skiptir öllu máli að hafa gjaldmiðil án hafta sem gjaldgengur er á alþjóðamarkaði, samkeppnishæft starfsumhverfi og virk tengsl við helstu markaðssvæði. Stöðvun verkefnis sem felur í sér bætta hagtölugerð um íslenskan iðnað sem til stóð að fjármagna með IPA-stuðningi er ekki til þess fallin að bæta upplýsingar um stöðu og þróun greinarinnar. Í stefnumótun tækni- og hugverkaiðnaðarins kemur fram sú framtíðarsýn að Ísland verði aðlaðandi miðstöð tækni- og hugverkafyrirtækja sem grunnstoð í útflutningi og jákvæðum viðskiptajöfnuði. Skilgreind hafa verið áhersluverkefni sem miða að því að bæta forsendur greinanna og flýta fyrir uppbyggingu og árangri. Flest snúast þau um að ná umbótum í starfsumhverfi fyrirtækja almennt og ná því í raun langt út fyrir raðir tækni- og hugverkafyrirtækja. Nefna má bætta hagtölugerð til að fylgjast með árangri og uppbyggingu, eflingu Tækniþróunarsjóðs og aukið svigrúm í endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar, verkefnið „Betri þjónusta fyrir minna fé“, meiri áherslu á grunnmenntun í raunvísindum og tækni, einföldun reglna og skattahvata til að laða hæfileikaríkt fólk til starfa á Íslandi og afnám gjaldeyrishafta. Fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði hafa mörg hver góða möguleika á vexti og útflutningi og þau hafa möguleika á að skapa verðmæt og vel launuð störf séu réttu forsendurnar fyrir hendi.
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun