Hlýnunin ótvírætt mannanna verk Svavar Hávarðsson skrifar 28. september 2013 09:00 Veðuröfgar af áður óþekktri stærðargráðu, verða að óbreyttu fylgifiskar veðurfarsbreytinga á næstu áratugum. nordicphotos/gettyimages Niðurstaðan er afdráttarlaus og leiðtogar heimsins verða að bregðast tafarlaust við, voru skilaboð Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna (SÞ), í ræðu eftir að Vísindanefnd SÞ um loftslagsbreytingar hafði kynnt niðurstöður sínar í Stokkhólmi í gær. Ki-moon boðar neyðarfund á næsta ári á vegum SÞ. Vísindanefndin telur hafið yfir allan vafa að athafnir manna hafi orsakað hlýnun andrúmsloftsins, og allt tal um annað eigi heima í sögubókum. Í skýrslunni segir, og fjölmargir lýsa sem miklu áhyggjuefni, að þrátt fyrir viðleitni til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þá muni hlýnun jarðar samt verða allt of mikil. Svo mikil að farið verði yfir þann þröskuld sem almennt er talið að muni ryðja af stað meiri háttar veðurbreytingum. Hörmungar verða því fylgjandi, enda hækkar sjávarborð verulega, hitabylgjur verða tíðari, þurr svæði fá enn minna vatn en nú er. Vatn verður hins vegar enn meira vandamál þar sem regn er mikið fyrir. Hröð súrnun hafsins vegna síaukinnar losunar koltvísýrings er enn annað áhyggjuefni.Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.Hækkun hitastigs jarðar hefur ekki aukist jafn hratt síðustu 10-15 ár og vísindamenn gerðu ráð fyrir, en nefndin segir það í engu draga úr alvarleika málsins. Þvert á móti er sagt að heimshöfin hafi dregið í sig mikið af þeirri orku sem aukin gróðurhúsaáhrif hafa valdið og sú hlýnun mun valda frekari hlýnun síðar. Í yfirlýsingu segir John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að þeir sem afneiti niðurstöðunum, eða kjósi afsakanir frekar en aðgerðir, séu að leika sér að eldinum. Hann boðar í yfirlýsingunni vilja bandarískra stjórnvalda til að leiða baráttuna við vandann, og segir ljóst hverjar afleiðingarnar verði ef ekkert verður gert: Lífsskilyrði tugmilljóna manna séu í hættu.John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Mynd/AFP Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er staddur í Stokkhólmi. Hann skrifar frá fundinum að í ljósi skýrslunnar beri ríkisstjórn Íslands „umsvifalaust að aflýsa öllum áformum um borun eftir olíu norðan við Ísland. Annað væri fullkomið ábyrgðarleysi.“ Árni bætir því við að það sé eindregin krafa evrópskra umhverfisverndarsamtaka að ríki aðildarríki ESB dragi úr losun um fjörutíu prósent fyrir árið 2020, og að sett verði skýr markmið fyrir nýtingu endurnýjanlegrar orku, orkusparnað og samdrátt í losun fyrir árið 2030. Loftslagsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Niðurstaðan er afdráttarlaus og leiðtogar heimsins verða að bregðast tafarlaust við, voru skilaboð Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna (SÞ), í ræðu eftir að Vísindanefnd SÞ um loftslagsbreytingar hafði kynnt niðurstöður sínar í Stokkhólmi í gær. Ki-moon boðar neyðarfund á næsta ári á vegum SÞ. Vísindanefndin telur hafið yfir allan vafa að athafnir manna hafi orsakað hlýnun andrúmsloftsins, og allt tal um annað eigi heima í sögubókum. Í skýrslunni segir, og fjölmargir lýsa sem miklu áhyggjuefni, að þrátt fyrir viðleitni til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þá muni hlýnun jarðar samt verða allt of mikil. Svo mikil að farið verði yfir þann þröskuld sem almennt er talið að muni ryðja af stað meiri háttar veðurbreytingum. Hörmungar verða því fylgjandi, enda hækkar sjávarborð verulega, hitabylgjur verða tíðari, þurr svæði fá enn minna vatn en nú er. Vatn verður hins vegar enn meira vandamál þar sem regn er mikið fyrir. Hröð súrnun hafsins vegna síaukinnar losunar koltvísýrings er enn annað áhyggjuefni.Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.Hækkun hitastigs jarðar hefur ekki aukist jafn hratt síðustu 10-15 ár og vísindamenn gerðu ráð fyrir, en nefndin segir það í engu draga úr alvarleika málsins. Þvert á móti er sagt að heimshöfin hafi dregið í sig mikið af þeirri orku sem aukin gróðurhúsaáhrif hafa valdið og sú hlýnun mun valda frekari hlýnun síðar. Í yfirlýsingu segir John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að þeir sem afneiti niðurstöðunum, eða kjósi afsakanir frekar en aðgerðir, séu að leika sér að eldinum. Hann boðar í yfirlýsingunni vilja bandarískra stjórnvalda til að leiða baráttuna við vandann, og segir ljóst hverjar afleiðingarnar verði ef ekkert verður gert: Lífsskilyrði tugmilljóna manna séu í hættu.John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Mynd/AFP Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er staddur í Stokkhólmi. Hann skrifar frá fundinum að í ljósi skýrslunnar beri ríkisstjórn Íslands „umsvifalaust að aflýsa öllum áformum um borun eftir olíu norðan við Ísland. Annað væri fullkomið ábyrgðarleysi.“ Árni bætir því við að það sé eindregin krafa evrópskra umhverfisverndarsamtaka að ríki aðildarríki ESB dragi úr losun um fjörutíu prósent fyrir árið 2020, og að sett verði skýr markmið fyrir nýtingu endurnýjanlegrar orku, orkusparnað og samdrátt í losun fyrir árið 2030.
Loftslagsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira