Tónlist

Gítarhátíð Bjössa og Bítlatónlist

Gítarleikarinn Björn Thoroddsen heldur á fimmtudag útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi þar sem hann spilar einn og óstuddur Bítlalög af nýrri plötu sinni.

Kvöldið eftir hefst í Salnum Gítarhátíð Bjössa Thor, sem er orðin að árlegum viðburði í tónlistarlífi Íslendinga. Í ár verður kassagítarinn í aðalhlutverki. Auk Bjössa koma fram kanadíski blúsgítarleikarinn Tum Butler, Bandaríkjamaðurinn Trevor Gordon Hall og hinn fingrafimi Craig D"Andrea.

Á laugardagskvöld verður haldið í Salnum blúskvöldið Kanada vs Kópavogur. Blústríó Tims Butler byrjar kvöldið með standördum eftir Johnny Winther, Jimi Hendrix og fleiri.

Þegar líður á kvöldið spila blúsarar sem tengjast Kópavogi á einn eða annan hátt. Þar má nefna Tryggva Hübner, Kristján Hreinsson, Óskar Björn Bjarnason, Björgvin Birki Björgvinsson, Ólaf Þór Kristjánsson, Dag Sigurðsson og Rannveigu Ásgeirsdóttur.

Hægt er að kaupa hátíðarmiða sem gildir á alla þrenna tónleikana á 6.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×