Handbolti

Aðgerð óumflýjanleg ef sprauturnar virka ekki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rakel er uppalin í Garðabænum og er lykilmaður liðsins.
Rakel er uppalin í Garðabænum og er lykilmaður liðsins. Fréttablaðið/Stefán
Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar í Olísdeild kvenna, hefur verið í skoðun hjá læknum og sjúkraþjálfurum undanfarið. Rakel kennir sér meins í hægri öxlinni og spilaði ekkert í öruggum sigri á FH í síðustu viku.

„Skotöxlin hefur verið að angra mig í byrjun tímabils,“ segir Rakel Dögg. Meiðslin eiga sér forsögu en hún þurfti að gangast undir uppskurð á sömu öxl árið 2006.

„Um leið og verkirnir koma hef ég verið að hvíla og haldið þessu í lágmarki,“ segir Rakel sem vonast til þess að sleppa við aðgerð.

„Það á að reyna að sprauta mig til þess að hjálpa til við batann,“ segir Garðbæingurinn.

Um mikla blóðtöku er að ræða enda Rakel landsliðskona sem getur spilað hvort sem er stöðu leikstjórnanda eða vinstri skyttu. Stjarnan ætlar sér stóra hluti í vetur og hefur unnið sigur í fyrstu tveimur leikjum liðsins.

„Ef sprauturnar virka ekki held ég að aðgerð sé óumflýjanleg.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×