Hleypt inn í hollum á rappkvennakvöld Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. október 2013 07:00 Þær Bergþóra Einarsdóttir, Tinna Sverrisdóttir, systurnar Katrín Helga og Anna Tara Andrésdætur og Salka Valsdóttir eru meðal rappkvenna sem koma fram á Bar 11 í kvöld. Mynd/Valli Kvennarappkvöld verður haldið á Bar 11 í kvöld klukkan níu, en þetta er annað kvöldið í kvennarappskvöldaröð sem Kolfinna Nikulásdóttir stendur fyrir ásamt þeim Þuríði Blævi Jóhannsdóttur og Þórdísi Björnsdóttur. „Við héldum fyrsta kvöldið í sumar en það var okkar fyrsta tilraun til þess að safna saman rapplistakonum sem hafa haldið sig hver í sínu horni hingað til,“ útskýrir Kolfinna. Að sögn Kolfinnu kom gríðarlega góð mæting á síðasta kvennarappkvöld þeim á óvart. „Það tóku allir gríðarlega vel í þetta framtak. Húsið var smekkfullt!“ segir Kolfinna. „Þetta var algjörlega vonum framar,“ bætir hún við. „Það þurfti að kalla út aukastarfsfólk, hleypa inn í hollum og færri komust að en vildu. Það var orðið svo heitt í kjallaranum á Ellefunni að það leið yfir unga stúlku sem stóð fremst í salnum,“ segir Kolfinna og bætir við að ljóst sé að almenning þyrsti í kvennarapp. Á kvöldinu í kvöld koma fram þær Tinna Sverrisdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Hljómsveittar, sem samanstendur af systrunum Önnu Töru og Katrínu Helgu Andrésdætrum. Einnig koma fram þær Kolfinna Nikulásdóttir, sem er einnig söngkona hljómsveitarinnar Amaba Dama, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Cyber, sem eru tvíeykið Salka Valsdóttir og Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Bergþóra Einarsdóttir og Þórdís Nadia Semichat, en hún er hvað best þekkt fyrir lag sitt Passaðu þig. Lagið kom út í fyrra ásamt myndbandi sem fylgir fréttinni og vakti mikla athygli, en þar deildi Þórdís á rappmenningu og sagðist vera komin til þess að gera rappbyltingu. Þá lokar kvöldinu Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell 7, með nýju frumsömdu efni, en Ragna er einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar geysivinsælu Subterranean. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
Kvennarappkvöld verður haldið á Bar 11 í kvöld klukkan níu, en þetta er annað kvöldið í kvennarappskvöldaröð sem Kolfinna Nikulásdóttir stendur fyrir ásamt þeim Þuríði Blævi Jóhannsdóttur og Þórdísi Björnsdóttur. „Við héldum fyrsta kvöldið í sumar en það var okkar fyrsta tilraun til þess að safna saman rapplistakonum sem hafa haldið sig hver í sínu horni hingað til,“ útskýrir Kolfinna. Að sögn Kolfinnu kom gríðarlega góð mæting á síðasta kvennarappkvöld þeim á óvart. „Það tóku allir gríðarlega vel í þetta framtak. Húsið var smekkfullt!“ segir Kolfinna. „Þetta var algjörlega vonum framar,“ bætir hún við. „Það þurfti að kalla út aukastarfsfólk, hleypa inn í hollum og færri komust að en vildu. Það var orðið svo heitt í kjallaranum á Ellefunni að það leið yfir unga stúlku sem stóð fremst í salnum,“ segir Kolfinna og bætir við að ljóst sé að almenning þyrsti í kvennarapp. Á kvöldinu í kvöld koma fram þær Tinna Sverrisdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Hljómsveittar, sem samanstendur af systrunum Önnu Töru og Katrínu Helgu Andrésdætrum. Einnig koma fram þær Kolfinna Nikulásdóttir, sem er einnig söngkona hljómsveitarinnar Amaba Dama, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Cyber, sem eru tvíeykið Salka Valsdóttir og Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Bergþóra Einarsdóttir og Þórdís Nadia Semichat, en hún er hvað best þekkt fyrir lag sitt Passaðu þig. Lagið kom út í fyrra ásamt myndbandi sem fylgir fréttinni og vakti mikla athygli, en þar deildi Þórdís á rappmenningu og sagðist vera komin til þess að gera rappbyltingu. Þá lokar kvöldinu Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell 7, með nýju frumsömdu efni, en Ragna er einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar geysivinsælu Subterranean.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira