Maus snýr aftur eftir níu ára hlé Freyr Bjarnason skrifar 16. október 2013 07:00 „Við erum komnir með góða æfingaaðstöðu og okkur langaði alla til þess að spila,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari Maus. Hljómsveitin, sem naut mikilla vinsælda bæði á tíunda áratugnum og í byrjun þess síðasta, stígur á svið á tuttugu ára afmælistónleikum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Hafnarhúsinu 29. október. Einnig koma fram Ensími, Brain Police, Mammút og Kaleo. Þetta verða fyrstu tónleikar Maus í níu ár en hljómsveitin fagnar einnig tuttugu ára afmæli sínu á þessu ári. Síðustu árin hafa meðlimir sveitarinnar verið búsettir víðs vegar um heiminn, stundað nám, sinnt sólóferlum og öðrum hugðarefnum. „Við höfum varla verið undir sama þaki í níu ár. Síðan flutti Palli [Páll Ragnar Pálsson] heim í júlí og Danni [Daníel Þorsteinsson] í ágúst og eftir það er síminn búinn að vera hringja hjá okkur og við erum búnir að fá fullt af tilboðum,“ segir Birgir Örn, sem sjálfur bjó í London, auk þess sem bassaleikarinn Eggert Gíslason bjó í San Francisco. Aðspurður segir hann hljómsveitina aðeins hafa æft þrisvar sinnum. Þeir félagar hafi ekki viljað spila opinberlega fyrr en Þorkell Máni Pétursson á X-inu fékk þá til að spila í afmælinu. Þar skipti sköpum hversu vel æfingarnar höfðu gengið. „Máni flýtti fyrir þessu ferli en þetta verða líklega einu tónleikarnir á þessu ári.“ Hann segir hljómsveitina ekkert hafa ákveðið með upptökur á nýju efni. „Það er búið að vera nóg að gera við að rifja upp þessi gömlu lög. Við höfum ekki einu sinni talað um það.“ Birgir er að læra sálfræði við Háskóla Íslands og hyggur á meistaranám að loknu BS-prófi. „Sú tilfinning að spila bestu lögin sín uppi á sviði fyrir framan fullt af fólki er rosalega skemmtilegt. Þetta verður góð tilbreyting frá því að vera lokaður inni á lesstofu.“ Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is kl. 12 í dag. Forsöluverð er 977 krónur. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við erum komnir með góða æfingaaðstöðu og okkur langaði alla til þess að spila,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari Maus. Hljómsveitin, sem naut mikilla vinsælda bæði á tíunda áratugnum og í byrjun þess síðasta, stígur á svið á tuttugu ára afmælistónleikum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Hafnarhúsinu 29. október. Einnig koma fram Ensími, Brain Police, Mammút og Kaleo. Þetta verða fyrstu tónleikar Maus í níu ár en hljómsveitin fagnar einnig tuttugu ára afmæli sínu á þessu ári. Síðustu árin hafa meðlimir sveitarinnar verið búsettir víðs vegar um heiminn, stundað nám, sinnt sólóferlum og öðrum hugðarefnum. „Við höfum varla verið undir sama þaki í níu ár. Síðan flutti Palli [Páll Ragnar Pálsson] heim í júlí og Danni [Daníel Þorsteinsson] í ágúst og eftir það er síminn búinn að vera hringja hjá okkur og við erum búnir að fá fullt af tilboðum,“ segir Birgir Örn, sem sjálfur bjó í London, auk þess sem bassaleikarinn Eggert Gíslason bjó í San Francisco. Aðspurður segir hann hljómsveitina aðeins hafa æft þrisvar sinnum. Þeir félagar hafi ekki viljað spila opinberlega fyrr en Þorkell Máni Pétursson á X-inu fékk þá til að spila í afmælinu. Þar skipti sköpum hversu vel æfingarnar höfðu gengið. „Máni flýtti fyrir þessu ferli en þetta verða líklega einu tónleikarnir á þessu ári.“ Hann segir hljómsveitina ekkert hafa ákveðið með upptökur á nýju efni. „Það er búið að vera nóg að gera við að rifja upp þessi gömlu lög. Við höfum ekki einu sinni talað um það.“ Birgir er að læra sálfræði við Háskóla Íslands og hyggur á meistaranám að loknu BS-prófi. „Sú tilfinning að spila bestu lögin sín uppi á sviði fyrir framan fullt af fólki er rosalega skemmtilegt. Þetta verður góð tilbreyting frá því að vera lokaður inni á lesstofu.“ Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is kl. 12 í dag. Forsöluverð er 977 krónur.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira