Lorde á framtíðina fyrir sér Freyr Bjarnason skrifar 17. október 2013 09:00 Söngkonan og lagasmiðurinn Lorde hefur gefið út sína fyrstu plötu, Pure Heroine. nordicphotos/getty Nýsjálenska söngkonan og lagasmiðurinn Ella Yelich-O´Connor, betur þekkt sem Lorde, gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Pure Heroine. Þessi sextán ára stúlka, sem verður sautján 7. nóvember, hefur heldur betur slegið í gegn með laginu Royals. Það fór á toppinn víða um heim, þar á meðal hér á landi og í Bandaríkjunum þar sem hún velti Miley Cyrus úr sessi. Um leið varð hún yngsti sólótónlistarmaðurinn sem kemst á topp bandaríska Billboard-vinsældalistans í 26 ár. Lodre ólst upp í borginni Auckland og vakti fljótt athygli fyrir sönghæfileika sína. Í uppvextinum hlustaði hún á Neil Young, Fleetwood Mac, The Smiths og Nick Drake, auk sálartónlistarmanna á borð við Ettu James og Otis Redding. Síðar meir uppgötvaði hún listamenn á borð við James Blake, Bon Iver, Burial, Animal Collective, SBTRKT og Drake, Grimes og Sleigh Bells, sem veittu henni allir innblásur. Fyrsta EP-platan hennar, The Love Club, kom út án mikils lúðrablásturs á síðasta ári. Hún naut vaxandi hylli í föðurlandinu og komst á toppinn þar í landi þrátt fyrir að henni hefði þegar verið halað niður frítt sextíu þúsund sinnum á síðunni Soundcloud. Útgáfufyrirtæki komu auga á hæfileika Lorde og hófu að falast eftir kröftum hennar. Hún neitaði öllum tilboðum enda hafði áður samið við útgáfurisann Universal aðeins þrettán ára gömul. Starfaði hún með lagahöfundinum og upptökustjóranum Joel Little við gerð EP-plötunnar, rétt eins við gerð Pure Heroine. Móðir Lorde er virt ljóðskáld í heimalandinu og naut söngkonan því góðs uppeldis sem framtíðar textasmiður með því að lesa ljóð eftir T.S. Eliot, Ezra Pound, Allan Ginsberg og fleiri. Lorde horfði einnig á sjónvarpsþættina The Sopranos og Brick, auk kvikmyndarinnar The Virgin Suicides. Pure Heroine hefur fengið mjög góð viðbrögð. Tímaritið Clash gefur plötunni 9 af 10 mögulegum og segir hana popp-meistarastykki. Rolling Stone og Consequence of Sound gefa henni fjórar stjörnur af fimm og Pitchfork 73 af 100 í einkunn. Miðað við dómana og vinsældirnar til þessa er ljóst að hin kornunga Lorde á framtíðina fyrir sér í tónlistarbransanum. Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Nýsjálenska söngkonan og lagasmiðurinn Ella Yelich-O´Connor, betur þekkt sem Lorde, gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Pure Heroine. Þessi sextán ára stúlka, sem verður sautján 7. nóvember, hefur heldur betur slegið í gegn með laginu Royals. Það fór á toppinn víða um heim, þar á meðal hér á landi og í Bandaríkjunum þar sem hún velti Miley Cyrus úr sessi. Um leið varð hún yngsti sólótónlistarmaðurinn sem kemst á topp bandaríska Billboard-vinsældalistans í 26 ár. Lodre ólst upp í borginni Auckland og vakti fljótt athygli fyrir sönghæfileika sína. Í uppvextinum hlustaði hún á Neil Young, Fleetwood Mac, The Smiths og Nick Drake, auk sálartónlistarmanna á borð við Ettu James og Otis Redding. Síðar meir uppgötvaði hún listamenn á borð við James Blake, Bon Iver, Burial, Animal Collective, SBTRKT og Drake, Grimes og Sleigh Bells, sem veittu henni allir innblásur. Fyrsta EP-platan hennar, The Love Club, kom út án mikils lúðrablásturs á síðasta ári. Hún naut vaxandi hylli í föðurlandinu og komst á toppinn þar í landi þrátt fyrir að henni hefði þegar verið halað niður frítt sextíu þúsund sinnum á síðunni Soundcloud. Útgáfufyrirtæki komu auga á hæfileika Lorde og hófu að falast eftir kröftum hennar. Hún neitaði öllum tilboðum enda hafði áður samið við útgáfurisann Universal aðeins þrettán ára gömul. Starfaði hún með lagahöfundinum og upptökustjóranum Joel Little við gerð EP-plötunnar, rétt eins við gerð Pure Heroine. Móðir Lorde er virt ljóðskáld í heimalandinu og naut söngkonan því góðs uppeldis sem framtíðar textasmiður með því að lesa ljóð eftir T.S. Eliot, Ezra Pound, Allan Ginsberg og fleiri. Lorde horfði einnig á sjónvarpsþættina The Sopranos og Brick, auk kvikmyndarinnar The Virgin Suicides. Pure Heroine hefur fengið mjög góð viðbrögð. Tímaritið Clash gefur plötunni 9 af 10 mögulegum og segir hana popp-meistarastykki. Rolling Stone og Consequence of Sound gefa henni fjórar stjörnur af fimm og Pitchfork 73 af 100 í einkunn. Miðað við dómana og vinsældirnar til þessa er ljóst að hin kornunga Lorde á framtíðina fyrir sér í tónlistarbransanum.
Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira