Sóunin í skáldskapnum Guðmundur Andri Thorsson skrifar 21. október 2013 06:00 Brynjar Níelsson sagði um daginn að við yrðum að forgangsraða til að afla þeirra þriggja til fjögurra milljarða sem Landspítalinn þarf á að halda. Það er rétt hjá honum. Hann sagði líka að þetta væri áreiðanlega óvinsæl hugmynd – að forgangsraða. Er það? Skyldi vera til sá Íslendingur sem er andvígur forgangsröðun þar sem heilbrigðismál fá meira vægi? Það er að segja utan ríkisstjórnarinnar? Aftur á móti er hitt alveg hárrétt hjá Brynjari Níelssyni að vandi okkar er fyrst og fremst umfang skáldskaparins í landinu og líka hitt að við eigum snarlega að draga úr framlögum til skapandi greina; og nota það fé Landspítalanum til heilla – já og reisa nýjan spítala í Fossvoginum þar sem Borgarspítalinn er núna, í miðju Reykjavíkur. Sem sagt gott. Í skáldskapnum er sóunin. Brynjari skjátlast hins vegar þegar hann heldur að þar muni eitthvað um þá aura sem renna til listamannalauna – og ríkið fær margfaldlega til baka í ýmsu formi – og er vel varið hvernig sem á það er litið. Nei, það er annar íslenskur skáldskapur sem þarf að beina sjónum að til þess að bjarga þjóðarbúskapnum: Athafnaskáldskapurinn.Raðþrotamenn Í síðustu viku kom til umræðu ein umfangsmesta og vinsælasta skáldskapargreinin sem íslenskir milljónamæringar hafa stundað af sívaxandi andríki um árabil: eignarhaldsfélagatilbúningurinn; kennitöluflakk með tilheyrandi athafnaskáldskap. Halldór Grönvold hjá ASÍ kynnti nýja skýrslu ASÍ um þessi mál á fréttamannafundi í vikunni og í máli hans komu fram sláandi tölur. Kennitöluflakk er það nefnt þegar verðmæti eru tekin út úr félagi í tilteknum rekstri og sett í nýtt félag en skuldir og skuldbindingar skildar eftir í fyrra félaginu sem látið er fara í gjaldþrot. Þegar margendurtekið er mætti kalla þetta athæfi nokkurs konar raðþrot, þegar sömu einstaklingar, með sama reksturinn, stofna ný og ný félög utan um starfsemi sína og virðist enginn amast við þessari iðju raðþrotamannanna nema ASÍ. Eitt dæmið í skýrslunni er um mann sem hefur farið með 29 félög í gjaldþrot á sjö ára tímabili. Má kannski segja að þetta sé orðinn nokkurs konar lífstíll hjá manninum; „Nei elskan, ég kemst ekki á eftir í sund með börnin, ég þarf að fara með félagið í gjaldþrot en kem svo þegar ég búinn að stofna nýtt – hvað á ég að láta það heita?“ Þessi séríslenska tegund afhafnamanna eru nokkurs konar ný tegund af einherjum goðafræðinnar sem eta, drekka og drepa hver annan í dýrlegum fagnaði í Valhöll og lifna svo jafnharðan við. Íslenskt athafnalíf er nokkurs konar Groundhog Day þar sem maður byrjar hvern dag ósnortinn af atburðum gærdagsins, sem voru nákvæmlega þeir sömu og bíða manns. Íslenskt viðskiptalíf virðist þjakað af altækri gleymsku. Þetta er alíslenskt alzheimer.„Með takmarkaða ábyrgð“ Í skýrslunni segir að árið 2012 hafi verið á skrá 31 þúsund fyrirtæki á Íslandi „með takmarkaða ábyrgð“ sem kallað er, en þá er átt við að forkólfur félagsins tekur ekki á sig aðra skuldbindingu en þá að greiða tiltekna fjárhæð við stofnun félagsins. Allar aðrar skuldbindingar sem gerðar eru í nafni félagsins eru á ábyrgð þess, ekki eigendanna. Og því eru öll þessi gjaldþrot, öll þessi þykjustufélög, allir þessi athafnaskáldskapur; Tabula rasa viðskiptalífisins. Menn fá að stofna ný og ný eignarhaldsfélög „með takmarkaða ábyrgð“ eins lengi og þeir hafa úthald til og geta látið sér detta í hug ný og ný fyndin nöfn á félögin. Rekstur og umsvif þessara eignarhaldsfélaga er tómur skáldskapur. Menn þykjast vera í stjórn þeirra. Engum ársreikningum er skilað. Fólk sem narrað er til að starfa fyrir raðþrotamennina fær ekki greidd útistandandi laun og aðrar kröfur. Heiðarleg fyrirtæki sem starfa í raunveruleikanum búa við skekkta samkeppnisstöðu – og síðast en ekki síst: Sameiginlegir sjóðir landsmanna verða af tekjum sem að því er kemur fram í skýrslu ASÍ nema tugum milljarða á hverju ári. Það er margföld fjárþörf Landspítalans. Brynjar Níelsson er mikill áhugamaður um forgangsröðun og skimar nú ákaft eftir fé sem færa má til hins fjársvelta heilbrigðiskerfis, eftir að ríkisstjórnin hafði ekki undan allt síðasta sumar við að afþakka allar hugsanlegar tekjur í ríkissjóð, hvort sem þær kæmu frá Evrópusambandinu eða frá milljarðamæringum sem leigja sér lögmenn til að segja það stjórnarskrárbrot að þeir greiði þjóðinni fyrir afnot af auðlindinni sem hún á. Kannski Brynjar ætti að spá í að finna leið til að stöðva raðþrotamennina? Og kannski kominn tími til að löggjafinn reyni að koma á nokkurn veginn heilbrigðu viðskiptaumhverfi þar sem alvöru fyrirtæki þurfa ekki að keppa eða skipta við einherjana sem alltaf eru að drepast og lifna við aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun
Brynjar Níelsson sagði um daginn að við yrðum að forgangsraða til að afla þeirra þriggja til fjögurra milljarða sem Landspítalinn þarf á að halda. Það er rétt hjá honum. Hann sagði líka að þetta væri áreiðanlega óvinsæl hugmynd – að forgangsraða. Er það? Skyldi vera til sá Íslendingur sem er andvígur forgangsröðun þar sem heilbrigðismál fá meira vægi? Það er að segja utan ríkisstjórnarinnar? Aftur á móti er hitt alveg hárrétt hjá Brynjari Níelssyni að vandi okkar er fyrst og fremst umfang skáldskaparins í landinu og líka hitt að við eigum snarlega að draga úr framlögum til skapandi greina; og nota það fé Landspítalanum til heilla – já og reisa nýjan spítala í Fossvoginum þar sem Borgarspítalinn er núna, í miðju Reykjavíkur. Sem sagt gott. Í skáldskapnum er sóunin. Brynjari skjátlast hins vegar þegar hann heldur að þar muni eitthvað um þá aura sem renna til listamannalauna – og ríkið fær margfaldlega til baka í ýmsu formi – og er vel varið hvernig sem á það er litið. Nei, það er annar íslenskur skáldskapur sem þarf að beina sjónum að til þess að bjarga þjóðarbúskapnum: Athafnaskáldskapurinn.Raðþrotamenn Í síðustu viku kom til umræðu ein umfangsmesta og vinsælasta skáldskapargreinin sem íslenskir milljónamæringar hafa stundað af sívaxandi andríki um árabil: eignarhaldsfélagatilbúningurinn; kennitöluflakk með tilheyrandi athafnaskáldskap. Halldór Grönvold hjá ASÍ kynnti nýja skýrslu ASÍ um þessi mál á fréttamannafundi í vikunni og í máli hans komu fram sláandi tölur. Kennitöluflakk er það nefnt þegar verðmæti eru tekin út úr félagi í tilteknum rekstri og sett í nýtt félag en skuldir og skuldbindingar skildar eftir í fyrra félaginu sem látið er fara í gjaldþrot. Þegar margendurtekið er mætti kalla þetta athæfi nokkurs konar raðþrot, þegar sömu einstaklingar, með sama reksturinn, stofna ný og ný félög utan um starfsemi sína og virðist enginn amast við þessari iðju raðþrotamannanna nema ASÍ. Eitt dæmið í skýrslunni er um mann sem hefur farið með 29 félög í gjaldþrot á sjö ára tímabili. Má kannski segja að þetta sé orðinn nokkurs konar lífstíll hjá manninum; „Nei elskan, ég kemst ekki á eftir í sund með börnin, ég þarf að fara með félagið í gjaldþrot en kem svo þegar ég búinn að stofna nýtt – hvað á ég að láta það heita?“ Þessi séríslenska tegund afhafnamanna eru nokkurs konar ný tegund af einherjum goðafræðinnar sem eta, drekka og drepa hver annan í dýrlegum fagnaði í Valhöll og lifna svo jafnharðan við. Íslenskt athafnalíf er nokkurs konar Groundhog Day þar sem maður byrjar hvern dag ósnortinn af atburðum gærdagsins, sem voru nákvæmlega þeir sömu og bíða manns. Íslenskt viðskiptalíf virðist þjakað af altækri gleymsku. Þetta er alíslenskt alzheimer.„Með takmarkaða ábyrgð“ Í skýrslunni segir að árið 2012 hafi verið á skrá 31 þúsund fyrirtæki á Íslandi „með takmarkaða ábyrgð“ sem kallað er, en þá er átt við að forkólfur félagsins tekur ekki á sig aðra skuldbindingu en þá að greiða tiltekna fjárhæð við stofnun félagsins. Allar aðrar skuldbindingar sem gerðar eru í nafni félagsins eru á ábyrgð þess, ekki eigendanna. Og því eru öll þessi gjaldþrot, öll þessi þykjustufélög, allir þessi athafnaskáldskapur; Tabula rasa viðskiptalífisins. Menn fá að stofna ný og ný eignarhaldsfélög „með takmarkaða ábyrgð“ eins lengi og þeir hafa úthald til og geta látið sér detta í hug ný og ný fyndin nöfn á félögin. Rekstur og umsvif þessara eignarhaldsfélaga er tómur skáldskapur. Menn þykjast vera í stjórn þeirra. Engum ársreikningum er skilað. Fólk sem narrað er til að starfa fyrir raðþrotamennina fær ekki greidd útistandandi laun og aðrar kröfur. Heiðarleg fyrirtæki sem starfa í raunveruleikanum búa við skekkta samkeppnisstöðu – og síðast en ekki síst: Sameiginlegir sjóðir landsmanna verða af tekjum sem að því er kemur fram í skýrslu ASÍ nema tugum milljarða á hverju ári. Það er margföld fjárþörf Landspítalans. Brynjar Níelsson er mikill áhugamaður um forgangsröðun og skimar nú ákaft eftir fé sem færa má til hins fjársvelta heilbrigðiskerfis, eftir að ríkisstjórnin hafði ekki undan allt síðasta sumar við að afþakka allar hugsanlegar tekjur í ríkissjóð, hvort sem þær kæmu frá Evrópusambandinu eða frá milljarðamæringum sem leigja sér lögmenn til að segja það stjórnarskrárbrot að þeir greiði þjóðinni fyrir afnot af auðlindinni sem hún á. Kannski Brynjar ætti að spá í að finna leið til að stöðva raðþrotamennina? Og kannski kominn tími til að löggjafinn reyni að koma á nokkurn veginn heilbrigðu viðskiptaumhverfi þar sem alvöru fyrirtæki þurfa ekki að keppa eða skipta við einherjana sem alltaf eru að drepast og lifna við aftur.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun