Óvissa um framtíð Margrétar Láru hjá Kristianstad Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2013 07:00 Margrét Lára getur horft brosandi á vel heppnað tímabil sem lýkur í Serbíu í næstu viku. Mynd/Daníel „Ég er samningslaus og er að skoða mín mál,“ segir markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir. Framherjanum hefur gengið vel með Kristianstad á tímabilinu sem er nýlokið í Svíþjóð. Margrét Lára skoraði 13 mörk í deildinni og hafnaði í þriðja til fjórða sæti á lista yfir markahæstu leikmenn. „Það hefur náttúrulega gengið nokkuð vel hjá mér enda margir gríðarlega sterkir sóknarmenn í þessari deild,“ segir Eyjamærin sem hefur spilað aftar á vellinum í ár en hún hefur átt að venjast. „Mér finnst þetta skemmtileg staða. Hún hentar mér vel miðað við leikstílinn hjá Kristianstad,“ segir Margrét Lára sem hefur spilað fyrir aftan fremsta leikmann liðsins. Hún geti vel hugsað sér að spila þessa stöðu í framhaldinu. „Maður gerir mikið af því að lesa hreyfingar andstæðingsins og nýta sér svæði sem skapast.“ Hún segir árangur sinn gefa til kynna að hún sé á réttri leið eftir að hafa glímt við erfið meiðsli í fimm ár. Hún telur sig eiga mikið inni. „Ég er rosalega ánægð með að vera komin af stað og árið hefur verið gleðilegt. Að geta æft á hverjum degi er eitthvað sem ég hef ekki getað í fimm ár. Auk þess hef ég spilað nánast allar mínúturnar með félagsliði mínu,“ segir Margrét Lára. Markahæsti leikmaður A-landsliðsins frá upphafi, með 70 mörk í 93 leikjum, verður í eldlínunni með landsliðinu sem mætir Serbíu ytra 31. október. Óvíst er hvort hún verði áfram hjá Kristianstad. Hún muni gefa sér tíma til að skoða sín mál. „Hvort ég spila áfram með Kristianstad á næstu leiktíð er óljóst. Ég ætla að gefa mér tíma til að skoða mín mál. Það liggur ekkert á.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Sjá meira
„Ég er samningslaus og er að skoða mín mál,“ segir markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir. Framherjanum hefur gengið vel með Kristianstad á tímabilinu sem er nýlokið í Svíþjóð. Margrét Lára skoraði 13 mörk í deildinni og hafnaði í þriðja til fjórða sæti á lista yfir markahæstu leikmenn. „Það hefur náttúrulega gengið nokkuð vel hjá mér enda margir gríðarlega sterkir sóknarmenn í þessari deild,“ segir Eyjamærin sem hefur spilað aftar á vellinum í ár en hún hefur átt að venjast. „Mér finnst þetta skemmtileg staða. Hún hentar mér vel miðað við leikstílinn hjá Kristianstad,“ segir Margrét Lára sem hefur spilað fyrir aftan fremsta leikmann liðsins. Hún geti vel hugsað sér að spila þessa stöðu í framhaldinu. „Maður gerir mikið af því að lesa hreyfingar andstæðingsins og nýta sér svæði sem skapast.“ Hún segir árangur sinn gefa til kynna að hún sé á réttri leið eftir að hafa glímt við erfið meiðsli í fimm ár. Hún telur sig eiga mikið inni. „Ég er rosalega ánægð með að vera komin af stað og árið hefur verið gleðilegt. Að geta æft á hverjum degi er eitthvað sem ég hef ekki getað í fimm ár. Auk þess hef ég spilað nánast allar mínúturnar með félagsliði mínu,“ segir Margrét Lára. Markahæsti leikmaður A-landsliðsins frá upphafi, með 70 mörk í 93 leikjum, verður í eldlínunni með landsliðinu sem mætir Serbíu ytra 31. október. Óvíst er hvort hún verði áfram hjá Kristianstad. Hún muni gefa sér tíma til að skoða sín mál. „Hvort ég spila áfram með Kristianstad á næstu leiktíð er óljóst. Ég ætla að gefa mér tíma til að skoða mín mál. Það liggur ekkert á.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Sjá meira