Óvissa um framtíð Margrétar Láru hjá Kristianstad Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2013 07:00 Margrét Lára getur horft brosandi á vel heppnað tímabil sem lýkur í Serbíu í næstu viku. Mynd/Daníel „Ég er samningslaus og er að skoða mín mál,“ segir markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir. Framherjanum hefur gengið vel með Kristianstad á tímabilinu sem er nýlokið í Svíþjóð. Margrét Lára skoraði 13 mörk í deildinni og hafnaði í þriðja til fjórða sæti á lista yfir markahæstu leikmenn. „Það hefur náttúrulega gengið nokkuð vel hjá mér enda margir gríðarlega sterkir sóknarmenn í þessari deild,“ segir Eyjamærin sem hefur spilað aftar á vellinum í ár en hún hefur átt að venjast. „Mér finnst þetta skemmtileg staða. Hún hentar mér vel miðað við leikstílinn hjá Kristianstad,“ segir Margrét Lára sem hefur spilað fyrir aftan fremsta leikmann liðsins. Hún geti vel hugsað sér að spila þessa stöðu í framhaldinu. „Maður gerir mikið af því að lesa hreyfingar andstæðingsins og nýta sér svæði sem skapast.“ Hún segir árangur sinn gefa til kynna að hún sé á réttri leið eftir að hafa glímt við erfið meiðsli í fimm ár. Hún telur sig eiga mikið inni. „Ég er rosalega ánægð með að vera komin af stað og árið hefur verið gleðilegt. Að geta æft á hverjum degi er eitthvað sem ég hef ekki getað í fimm ár. Auk þess hef ég spilað nánast allar mínúturnar með félagsliði mínu,“ segir Margrét Lára. Markahæsti leikmaður A-landsliðsins frá upphafi, með 70 mörk í 93 leikjum, verður í eldlínunni með landsliðinu sem mætir Serbíu ytra 31. október. Óvíst er hvort hún verði áfram hjá Kristianstad. Hún muni gefa sér tíma til að skoða sín mál. „Hvort ég spila áfram með Kristianstad á næstu leiktíð er óljóst. Ég ætla að gefa mér tíma til að skoða mín mál. Það liggur ekkert á.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
„Ég er samningslaus og er að skoða mín mál,“ segir markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir. Framherjanum hefur gengið vel með Kristianstad á tímabilinu sem er nýlokið í Svíþjóð. Margrét Lára skoraði 13 mörk í deildinni og hafnaði í þriðja til fjórða sæti á lista yfir markahæstu leikmenn. „Það hefur náttúrulega gengið nokkuð vel hjá mér enda margir gríðarlega sterkir sóknarmenn í þessari deild,“ segir Eyjamærin sem hefur spilað aftar á vellinum í ár en hún hefur átt að venjast. „Mér finnst þetta skemmtileg staða. Hún hentar mér vel miðað við leikstílinn hjá Kristianstad,“ segir Margrét Lára sem hefur spilað fyrir aftan fremsta leikmann liðsins. Hún geti vel hugsað sér að spila þessa stöðu í framhaldinu. „Maður gerir mikið af því að lesa hreyfingar andstæðingsins og nýta sér svæði sem skapast.“ Hún segir árangur sinn gefa til kynna að hún sé á réttri leið eftir að hafa glímt við erfið meiðsli í fimm ár. Hún telur sig eiga mikið inni. „Ég er rosalega ánægð með að vera komin af stað og árið hefur verið gleðilegt. Að geta æft á hverjum degi er eitthvað sem ég hef ekki getað í fimm ár. Auk þess hef ég spilað nánast allar mínúturnar með félagsliði mínu,“ segir Margrét Lára. Markahæsti leikmaður A-landsliðsins frá upphafi, með 70 mörk í 93 leikjum, verður í eldlínunni með landsliðinu sem mætir Serbíu ytra 31. október. Óvíst er hvort hún verði áfram hjá Kristianstad. Hún muni gefa sér tíma til að skoða sín mál. „Hvort ég spila áfram með Kristianstad á næstu leiktíð er óljóst. Ég ætla að gefa mér tíma til að skoða mín mál. Það liggur ekkert á.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira