Popp undir áhrifum frá Robyn Freyr Bjarnason skrifar 24. október 2013 09:00 Katy Perry hefur sent frá sér nýja plötu. nordicphotos/getty Prism er fjórða hljóðversplata bandarísku tónlistarkonunnar Katy Perry og kemur hún út á vegum Capitol Records. Upptökur hófust í fyrra eftir að síðasta plata hennar, Teenage Dream frá árinu 2010, hafði verið endurútgefin í mars með aukalögum. Lagasmíðarnar á Prism voru undir miklum áhrifum frá sænskum söngkonum á borð við Robyn og Lykke Li. Samstarfsmenn hennar til margra ára, hinn sænski Max Martin og Dr. Luke, aðstoðuðu hana við upptökur og lagasmíðar, auk þess sem náungar á borð við Cirkut, Greg Wells, Benny Blanco og StarGate lögðu sitt af mörkum. Fyrsta smáskífulag Prism, Roar, kom út í ágúst síðastliðnum og fór umsvifalaust á toppinn á bandaríska Billboard-listanum. Samanlagt fór það á topp tíu í 25 löndum. Hér á landi er það í öðru sæti á Tónlistanum aðra vikuna í röð á eftir Royals með Lorde. Þess má geta að annað lag á plötunni, Ghost, fjallar um misheppnað hjónaband hennar og leikarans Russells Brand. Katy Perry, sem verður 29 ára á morgun, var skírð Katheryn Elizabeth Hudson. Hún fæddist í Santa Barbara í Kaliforníu og hlaut þar trúarlegt uppeldi. Ung að aldri söng hún í kirkjukórum og var fyrsta sólóplatan hennar, Katy Hudson, einmitt kristileg rokkplata sem kom út 2001. Sjö ár liðu þangað til næsta plata, One Of The Boys, kom út og í þetta sinn var hún með risaútgáfuna Captiol Records á bak við sig. Trúartónlistin var horfin á braut og í staðinn komu grípandi popplög með I Kissed a Girl í fararbroddi sem gerði Perry að stjörnu um víða veröld. Platan Teenage Dream sem kom út 2008 festi hana svo endanlega í sessi sem ofurstjörnu í poppinu. Hún fór beint á topp Billboard-listans og tryggði Perry fjölda Grammy-tilnefninga. Hið merkilega er að fyrstu fimm smáskífulög plötunnar náðu efsta sætinu á Billboard. Þar með varð Teenage Dream aðeins önnur platan í sögunni á eftir Bad með Michael Jackson til að innihalda fimm topplög. Um leið varð Perry fyrsta konan í sögunni til að ná þessum árangri. Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Prism er fjórða hljóðversplata bandarísku tónlistarkonunnar Katy Perry og kemur hún út á vegum Capitol Records. Upptökur hófust í fyrra eftir að síðasta plata hennar, Teenage Dream frá árinu 2010, hafði verið endurútgefin í mars með aukalögum. Lagasmíðarnar á Prism voru undir miklum áhrifum frá sænskum söngkonum á borð við Robyn og Lykke Li. Samstarfsmenn hennar til margra ára, hinn sænski Max Martin og Dr. Luke, aðstoðuðu hana við upptökur og lagasmíðar, auk þess sem náungar á borð við Cirkut, Greg Wells, Benny Blanco og StarGate lögðu sitt af mörkum. Fyrsta smáskífulag Prism, Roar, kom út í ágúst síðastliðnum og fór umsvifalaust á toppinn á bandaríska Billboard-listanum. Samanlagt fór það á topp tíu í 25 löndum. Hér á landi er það í öðru sæti á Tónlistanum aðra vikuna í röð á eftir Royals með Lorde. Þess má geta að annað lag á plötunni, Ghost, fjallar um misheppnað hjónaband hennar og leikarans Russells Brand. Katy Perry, sem verður 29 ára á morgun, var skírð Katheryn Elizabeth Hudson. Hún fæddist í Santa Barbara í Kaliforníu og hlaut þar trúarlegt uppeldi. Ung að aldri söng hún í kirkjukórum og var fyrsta sólóplatan hennar, Katy Hudson, einmitt kristileg rokkplata sem kom út 2001. Sjö ár liðu þangað til næsta plata, One Of The Boys, kom út og í þetta sinn var hún með risaútgáfuna Captiol Records á bak við sig. Trúartónlistin var horfin á braut og í staðinn komu grípandi popplög með I Kissed a Girl í fararbroddi sem gerði Perry að stjörnu um víða veröld. Platan Teenage Dream sem kom út 2008 festi hana svo endanlega í sessi sem ofurstjörnu í poppinu. Hún fór beint á topp Billboard-listans og tryggði Perry fjölda Grammy-tilnefninga. Hið merkilega er að fyrstu fimm smáskífulög plötunnar náðu efsta sætinu á Billboard. Þar með varð Teenage Dream aðeins önnur platan í sögunni á eftir Bad með Michael Jackson til að innihalda fimm topplög. Um leið varð Perry fyrsta konan í sögunni til að ná þessum árangri.
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp