Jóhann Jóhannsson: Prisoners hefur vissulega opnað einhverjar dyr Sara McMahon skrifar 25. október 2013 08:00 Jóhann Jóhannsson hefur hlotið góða dóma fyrir tónlistina í Prisoners. Hann skoðar nú ýmis vinnutilboð. „Ég á í viðræðum um nokkur mismunandi verkefni. Velgengni Prisoners hefur vissulega opnað einhverjar dyr og ég hef fengið þó nokkuð af fyrirspurnum í kjölfarið. Ég get ekki sagt núna hvaða myndir þetta eru, en það eru allt frekar stór verkefni,“ segir Jóhann Jóhannsson tónskáld. Hann hefur fengið mjög góða dóma fyrir tónlist sína í myndinni Prisoners. Hann lýsir Prisoners sem draumaverkefni og segir samstarfið við leikstjóra myndarinnar, Denis Villeneuve, hafa verið sérlega gott. „Ég bjóst eiginlega ekki við að þetta yrði svona áreynslulaust enda hefur maður heyrt alls konar hryllingssögur frá fólki sem vinnur í Hollywood-maskínunni.“ Jóhann var viðstaddur frumsýningar Prisoners í Toronto og Los Angeles, þar sem hann hélt einnig tónleika. „Það var áhugavert að upplifa þessa frumsýningarstemmingu með rauða dregilinn, blaðamannafundi og allt það.“ Prisoners hefur verið orðuð við Óskarstilnefningu, þá hefur tónlist Jóhanns einnig fengið mjög góða dóma. Sjálfur telur Jóhann ólíklegt að hann hljóti verðlaun fyrir tónlistina við Prisoners. „Mér finnst það frekar ólíklegt, enda er ég frekar svartsýnn að eðlisfari. Hins vegar er mjög líklegt að myndin fái einhverjar tilnefningar.“ Jóhann vinnur nú að tveimur evrópskum myndum, önnur er framleidd af Lars Von Trier. „Þetta er mjög svört tragikómedía. Kim Basinger og Jordan Prentice sem lék dverginn í "In Bruges" leika aðalhlutverk en þetta er mjög svört tragi-kómedía. Basinger kemur mjög á óvart í þessari mynd og er samleikur hennar og dvergsins er alveg stórkostlegur,“ segir hann að lokum. Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég á í viðræðum um nokkur mismunandi verkefni. Velgengni Prisoners hefur vissulega opnað einhverjar dyr og ég hef fengið þó nokkuð af fyrirspurnum í kjölfarið. Ég get ekki sagt núna hvaða myndir þetta eru, en það eru allt frekar stór verkefni,“ segir Jóhann Jóhannsson tónskáld. Hann hefur fengið mjög góða dóma fyrir tónlist sína í myndinni Prisoners. Hann lýsir Prisoners sem draumaverkefni og segir samstarfið við leikstjóra myndarinnar, Denis Villeneuve, hafa verið sérlega gott. „Ég bjóst eiginlega ekki við að þetta yrði svona áreynslulaust enda hefur maður heyrt alls konar hryllingssögur frá fólki sem vinnur í Hollywood-maskínunni.“ Jóhann var viðstaddur frumsýningar Prisoners í Toronto og Los Angeles, þar sem hann hélt einnig tónleika. „Það var áhugavert að upplifa þessa frumsýningarstemmingu með rauða dregilinn, blaðamannafundi og allt það.“ Prisoners hefur verið orðuð við Óskarstilnefningu, þá hefur tónlist Jóhanns einnig fengið mjög góða dóma. Sjálfur telur Jóhann ólíklegt að hann hljóti verðlaun fyrir tónlistina við Prisoners. „Mér finnst það frekar ólíklegt, enda er ég frekar svartsýnn að eðlisfari. Hins vegar er mjög líklegt að myndin fái einhverjar tilnefningar.“ Jóhann vinnur nú að tveimur evrópskum myndum, önnur er framleidd af Lars Von Trier. „Þetta er mjög svört tragikómedía. Kim Basinger og Jordan Prentice sem lék dverginn í "In Bruges" leika aðalhlutverk en þetta er mjög svört tragi-kómedía. Basinger kemur mjög á óvart í þessari mynd og er samleikur hennar og dvergsins er alveg stórkostlegur,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp