Alicja Kwade sýnir í i8 Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. október 2013 13:00 Alicja hefur mikinn áhuga á spurningum eðlisfræðinnar. mynd/stefán Í dag opnar hin pólska Alicja Kwade sýninguna Fastastjörnur og önnur skilyrði í gallerí i8 í Tryggvagötu. Sýningin samanstendur af skúlptúrum og innsetningum, en Alicja hefur hlotið fjölda viðurkenninga á undanförnum árum fyrir verk sín. Alicja spilar saman fundnum hlutum, úr nánasta umhverfi eða keyptir á Ebay, og hinum ýmsu iðnaðarefnum. Verkin búa yfir formrænum eiginleikum höggmyndalistarinnar og eiga sér rætur í naumhyggju. Hún hefur áhuga á vísindalegum fyrirbærum og vangaveltum. „Ég er ekki vísindamaður, heldur listamaður – en ég hef gríðarlega mikinn áhuga á sumum þeim spurningum sem eðlisfræðin spyr og hvernig er reynt að svara þeim. Ætli ég hafi ekki mestan áhuga á því sem enginn, ekki einu sinni eðlisfræðilögmál, geta úskýrt,“ segir Alicja. En verk hennar leitast við að meðhöndla hluti, ferla og hugmyndir með aðferðum sem gjarnan ganga á hólm við lögmál eðlisfræðinnar. Hún leitar þannig einfaldra leiða til að komast að skilningi á veruleikanum þar sem viðteknum venjum og efniviði er raðað upp á nýtt. „Ég leyfi mér líka að draga í efa menningarleg stigveldi og gildi með því að gefa hlutunum óhefðbundin hlutverk og með því að rýna í eðlislæga eiginleika efniviðar þeirra,“ segir Alicja jafnframt. „Hefðbundin menningarhlutverk og nytjahlutverk eru eitthvað sem mannkynið bjó til einfaldlega því það hentaði,“ útskýrir hún. Alicja Kwade hlaut Robert Jacobsen Prize árið 2010 og Piepenbrock Prize fyrir skúlptúra árið 2008. Hún er fædd árið 1979 í Katowice í Póllandi en býr nú og starfar í Berlín. Eitt verkanna sem verða til sýnis heitir Þungavigt ljóssins. Í verkinu er ílöngum hlutum úr ýmsum iðnaðarefnum – svo sem bronsi, kopar og viði - vandlega stillt upp við hliðina á plötum úr stáli og spegilgleri. Þar sem hver eining innsetningarinnar er beygð í níutíu gráður niður eftir vegg og fram á gólf umbreytast venjubundnir eiginleikar efniviðarins; efni sem alla jafna eru hörð verða mjúk eða fljótandi og virðast renna á þokkafullt niður vegginn og út á gólfið. Sýningin stendur yfir til 14. desember. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Í dag opnar hin pólska Alicja Kwade sýninguna Fastastjörnur og önnur skilyrði í gallerí i8 í Tryggvagötu. Sýningin samanstendur af skúlptúrum og innsetningum, en Alicja hefur hlotið fjölda viðurkenninga á undanförnum árum fyrir verk sín. Alicja spilar saman fundnum hlutum, úr nánasta umhverfi eða keyptir á Ebay, og hinum ýmsu iðnaðarefnum. Verkin búa yfir formrænum eiginleikum höggmyndalistarinnar og eiga sér rætur í naumhyggju. Hún hefur áhuga á vísindalegum fyrirbærum og vangaveltum. „Ég er ekki vísindamaður, heldur listamaður – en ég hef gríðarlega mikinn áhuga á sumum þeim spurningum sem eðlisfræðin spyr og hvernig er reynt að svara þeim. Ætli ég hafi ekki mestan áhuga á því sem enginn, ekki einu sinni eðlisfræðilögmál, geta úskýrt,“ segir Alicja. En verk hennar leitast við að meðhöndla hluti, ferla og hugmyndir með aðferðum sem gjarnan ganga á hólm við lögmál eðlisfræðinnar. Hún leitar þannig einfaldra leiða til að komast að skilningi á veruleikanum þar sem viðteknum venjum og efniviði er raðað upp á nýtt. „Ég leyfi mér líka að draga í efa menningarleg stigveldi og gildi með því að gefa hlutunum óhefðbundin hlutverk og með því að rýna í eðlislæga eiginleika efniviðar þeirra,“ segir Alicja jafnframt. „Hefðbundin menningarhlutverk og nytjahlutverk eru eitthvað sem mannkynið bjó til einfaldlega því það hentaði,“ útskýrir hún. Alicja Kwade hlaut Robert Jacobsen Prize árið 2010 og Piepenbrock Prize fyrir skúlptúra árið 2008. Hún er fædd árið 1979 í Katowice í Póllandi en býr nú og starfar í Berlín. Eitt verkanna sem verða til sýnis heitir Þungavigt ljóssins. Í verkinu er ílöngum hlutum úr ýmsum iðnaðarefnum – svo sem bronsi, kopar og viði - vandlega stillt upp við hliðina á plötum úr stáli og spegilgleri. Þar sem hver eining innsetningarinnar er beygð í níutíu gráður niður eftir vegg og fram á gólf umbreytast venjubundnir eiginleikar efniviðarins; efni sem alla jafna eru hörð verða mjúk eða fljótandi og virðast renna á þokkafullt niður vegginn og út á gólfið. Sýningin stendur yfir til 14. desember.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira