Rara-áhrif hjá Arcade Fire Freyr Bjarnason skrifar 31. október 2013 08:30 Hjónin Win Butler og Régina Chassange á styrktartónleikum í Kaliforníu fyrir skömmu. nordicphotos/getty Fjórða hljóðversplata kanadísku indírokksveitarinnar Arcade Fire, hin tvöfalda Reflektor, er komin út. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu The Suburbs sem hlaut Grammy-verðlaunin árið eftir sem plata ársins. Fyrrverandi forsprakki danssveitarinnar LCD Soundsystem, James Murphy sem spilaði sem plötusnúður á Airwaves-hátíðinni fyrir tveimur árum, stjórnaði upptökum á Reflektor, ásamt hljómsveitinni sjálfri og Markus Dravs sem hefur áður unnið með sveitinni. Eins og oft áður var kynningarherferð plötunnar óvenjuleg. Fyrsta smáskífulagið, Reflektor með David Bowie sem gestasöngvara, var gefið út í takmörkuðu upplagi undir merkjum skálduðu hljómsveitarinnar The Reflektors og skömmu fyrir útgáfudag var platan svo í heild sinni sett í spilun á YouTube. Reflektor var samin undir áhrifum frá svokallaðri rara-hátíðartónlist frá Haítí. Þangað fór söngvarinn og gítarleikarinn Win Butler í heimsókn ásamt eiginkonu sinni úr Arcade Fire, Régine Chassange, en foreldrar hennar fæddust þar í landi. Heilluðust þau mjög af tónlistinni á Haítí og sagði Butler í viðtali við Rolling Stone að ferðalagið hefði breytt lífi hans. Við textagerðina var Butler undir áhrifum frá kvikmyndinni Black Orpheus frá árinu 1959 eftir franska leikstjórann Marcel Camus. Hún er ein af uppáhaldsmyndum Butlers og gerist á kjötkveðjuhátíð í Brasilíu. Einnig voru textar hans undir áhrifum frá ritgerð eftir danska heimspekinginn Søren Kierkegaard, sem hefur verið kallaður faðir tilvistarstefnunnar. Upptökur hófust í Louisiana í Bandaríkjunum árið 2011 en árið eftir héldu þær áfram á Jamaíku með Dravs. Þar samdi sveitin og tók upp efni í yfirgefnum kasatala. Að því ævintýri loknu hóf sveitin samstarf við Murphy, sem hafði lengi verið á óskalista hennar yfir samstarfsmenn. Að sögn Butlers átti Reflektor upphaflega að vera stutt plata en varð á endanum tvöföld langloka. „Við ætluðum að gera stutta plötu en á endanum vorum við með átján lög sem voru öll sex til átta mínútna löng. Við hugsuðum með okkur, æ, æ, við klúðruðum því að búa til stutta plötu,“ sagði hann við Rolling Stone. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Fjórða hljóðversplata kanadísku indírokksveitarinnar Arcade Fire, hin tvöfalda Reflektor, er komin út. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu The Suburbs sem hlaut Grammy-verðlaunin árið eftir sem plata ársins. Fyrrverandi forsprakki danssveitarinnar LCD Soundsystem, James Murphy sem spilaði sem plötusnúður á Airwaves-hátíðinni fyrir tveimur árum, stjórnaði upptökum á Reflektor, ásamt hljómsveitinni sjálfri og Markus Dravs sem hefur áður unnið með sveitinni. Eins og oft áður var kynningarherferð plötunnar óvenjuleg. Fyrsta smáskífulagið, Reflektor með David Bowie sem gestasöngvara, var gefið út í takmörkuðu upplagi undir merkjum skálduðu hljómsveitarinnar The Reflektors og skömmu fyrir útgáfudag var platan svo í heild sinni sett í spilun á YouTube. Reflektor var samin undir áhrifum frá svokallaðri rara-hátíðartónlist frá Haítí. Þangað fór söngvarinn og gítarleikarinn Win Butler í heimsókn ásamt eiginkonu sinni úr Arcade Fire, Régine Chassange, en foreldrar hennar fæddust þar í landi. Heilluðust þau mjög af tónlistinni á Haítí og sagði Butler í viðtali við Rolling Stone að ferðalagið hefði breytt lífi hans. Við textagerðina var Butler undir áhrifum frá kvikmyndinni Black Orpheus frá árinu 1959 eftir franska leikstjórann Marcel Camus. Hún er ein af uppáhaldsmyndum Butlers og gerist á kjötkveðjuhátíð í Brasilíu. Einnig voru textar hans undir áhrifum frá ritgerð eftir danska heimspekinginn Søren Kierkegaard, sem hefur verið kallaður faðir tilvistarstefnunnar. Upptökur hófust í Louisiana í Bandaríkjunum árið 2011 en árið eftir héldu þær áfram á Jamaíku með Dravs. Þar samdi sveitin og tók upp efni í yfirgefnum kasatala. Að því ævintýri loknu hóf sveitin samstarf við Murphy, sem hafði lengi verið á óskalista hennar yfir samstarfsmenn. Að sögn Butlers átti Reflektor upphaflega að vera stutt plata en varð á endanum tvöföld langloka. „Við ætluðum að gera stutta plötu en á endanum vorum við með átján lög sem voru öll sex til átta mínútna löng. Við hugsuðum með okkur, æ, æ, við klúðruðum því að búa til stutta plötu,“ sagði hann við Rolling Stone.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira