Útlitið er bjart hjá Ásgeiri Trausta Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. nóvember 2013 11:15 María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Fréttablaðið/Pjetur „Þetta er virkilega ánægjulegt því það var mikið óvissuverkefni að þýða plötuna á ensku þó svo það hafi alltaf verið planið að gera það,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, en plata hans In The Silence hefur fengið frábæra dóma í fjölmiðlum erlendis. Platan er komin út í Danmörku og Hollandi og kemur út í Bretlandi og víðar í Evrópu 27. janúar. Þá kemur hún út 4. febrúar í Bandaríkjunum. „Tímarit á borð við The Line Of Best Fit, Uncut og dagblaðið The Independent hafa öll gefið plötunni prýðis dóma,“ útskýrir María Rut. Tvær fyrstu smáskífur Ásgeirs af plötunni hafa hlotið góða dóma og hafa til dæmis náð inn á vinsældalista Hypem, og hafa einnig verið talsvert spilaðar í útvarpi víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Dæmi um dóma: The Independent gaf plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum The Line Of Best Fit gaf plötunni 8,5 af 10 Uncut gaf plötunni 8 af 10 Bitcandy gaf plötunni 9,4 af 10 Á miðvikudagskvöld kom Ásgeir fram á sínum fyrstu tónleikum í London sem aðalnúmer. „Hann hefur oft komið fram í London sem upphitunaratriði en nú var hann í fyrsta sinn aðalnúmerið. „Þegar Ásgeir byrjar túrinn sinn sem byrjar í nóvember, í Köben, verða það aðrir tónleikarnir sem hann selur upp á, á skömmum tíma. Tónleikarnir eru í Koncerthuset sem er Harpa þeirra Dana,“ bætir María Rut við. Ásgeir kemur fram á Airwaves off-venue á Kexi, á föstudagskvöld klukkan 20.30 en þeir verða í beinni á KEXP í Seattle í Bandaríkjunum. Þá kemur hann fram í Silfurbergi í Hörpu á laugardagskvöld klukkan 22.00. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta er virkilega ánægjulegt því það var mikið óvissuverkefni að þýða plötuna á ensku þó svo það hafi alltaf verið planið að gera það,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, en plata hans In The Silence hefur fengið frábæra dóma í fjölmiðlum erlendis. Platan er komin út í Danmörku og Hollandi og kemur út í Bretlandi og víðar í Evrópu 27. janúar. Þá kemur hún út 4. febrúar í Bandaríkjunum. „Tímarit á borð við The Line Of Best Fit, Uncut og dagblaðið The Independent hafa öll gefið plötunni prýðis dóma,“ útskýrir María Rut. Tvær fyrstu smáskífur Ásgeirs af plötunni hafa hlotið góða dóma og hafa til dæmis náð inn á vinsældalista Hypem, og hafa einnig verið talsvert spilaðar í útvarpi víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Dæmi um dóma: The Independent gaf plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum The Line Of Best Fit gaf plötunni 8,5 af 10 Uncut gaf plötunni 8 af 10 Bitcandy gaf plötunni 9,4 af 10 Á miðvikudagskvöld kom Ásgeir fram á sínum fyrstu tónleikum í London sem aðalnúmer. „Hann hefur oft komið fram í London sem upphitunaratriði en nú var hann í fyrsta sinn aðalnúmerið. „Þegar Ásgeir byrjar túrinn sinn sem byrjar í nóvember, í Köben, verða það aðrir tónleikarnir sem hann selur upp á, á skömmum tíma. Tónleikarnir eru í Koncerthuset sem er Harpa þeirra Dana,“ bætir María Rut við. Ásgeir kemur fram á Airwaves off-venue á Kexi, á föstudagskvöld klukkan 20.30 en þeir verða í beinni á KEXP í Seattle í Bandaríkjunum. Þá kemur hann fram í Silfurbergi í Hörpu á laugardagskvöld klukkan 22.00.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“