Síminn og Nova hafa eytt gögnum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2013 07:00 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, og Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova segja mál Vodafone vera alvarlega áminningu um ábyrgð fyrirtækja. „Netárásir eru alvarlegir glæpir. Sú staðreynd að slík árás skuli ná til Vodafone á Íslandi hlýtur að vekja öll fyrirtæki til umhugsunar,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Fjarskiptafyrirtækin Síminn og Nova fóru vandlega yfir kerfi sín og öryggisáætlanir eftir að fréttir af netárás á Vodafone barst. Ekkert bendir til þess að utanaðkomandi aðili hafi komist í gögn þeirra. Tölvuhakkari frá Tyrklandi réðst á föstudagsnótt á vefsíðu Vodafone og náði að hrifsa til sín umtalsverðu magni persónuupplýsinga viðskiptavina Vodafone. Gögnin voru gerð opinber á Twitter-reikningi hakkarans en þar má meðal annars finna 79 þúsund sms-skilaboð sem send voru í gegnum heimasíðu Vodafone frá lok árs 2010 til dagsins í dag. Samkvæmt lögum ber fjarskiptafyrirtækjum að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði, í þágu rannsókna og almannaöryggis. Við ítarleg störf sérfræðinga Símans kom í ljós að ein tegund gagna var geymd sex mánuðum lengur en gert er ráð fyrir, eða í eitt ár. „Um var að ræða magnsendingar og sms-skilaboð sem fara frá vefsíðu. Þessum gögnum hefur nú verið eytt og Síminn hefur upplýst Póst- og fjarskiptastofnun um málið,“ segir Gunnhildur. „Það eru engin gögn til um skilaboð milli tveggja síma hjá okkur enda geymum við aldrei innihald skilaboða sem fara um fjarskiptakerfi,“ segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova. „Aftur á móti geymum við skilaboð sem send eru af vefsíðu Nova í sex mánuði enda er það ekki hefðbundin fjarskiptaþjónusta. En öllu slíku var eytt eftir árásina á Vodafone og í framtíðinni munum við ekki geyma slík gögn.“ Liv segir fyrirtæki og einstaklinga geta dregið mikilvægan lærdóm af þessu atviki. „Einstaklingar þurfa að passa vel upp á lykilorð og aðrar persónulegar upplýsingar og þetta er áminning fyrir fyrirtækin að gera sitt allra besta til að tryggja öryggi viðskiptavini sinna.“Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að talið sé að geymsla Vodafone á gögnum sé brot á fjarskiptalögum en það eigi eftir að fara fram stjórnsýsluleg rannsókn á málinu. „Ef þetta er brot munum við fara yfir það með öllum fjarskiptafélögunum enda virðist þetta vera í ólagi hjá fleiri fyrirtækjum. Þá þarf að herða á verklagi félaganna að fara eftir lögunum.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
„Netárásir eru alvarlegir glæpir. Sú staðreynd að slík árás skuli ná til Vodafone á Íslandi hlýtur að vekja öll fyrirtæki til umhugsunar,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Fjarskiptafyrirtækin Síminn og Nova fóru vandlega yfir kerfi sín og öryggisáætlanir eftir að fréttir af netárás á Vodafone barst. Ekkert bendir til þess að utanaðkomandi aðili hafi komist í gögn þeirra. Tölvuhakkari frá Tyrklandi réðst á föstudagsnótt á vefsíðu Vodafone og náði að hrifsa til sín umtalsverðu magni persónuupplýsinga viðskiptavina Vodafone. Gögnin voru gerð opinber á Twitter-reikningi hakkarans en þar má meðal annars finna 79 þúsund sms-skilaboð sem send voru í gegnum heimasíðu Vodafone frá lok árs 2010 til dagsins í dag. Samkvæmt lögum ber fjarskiptafyrirtækjum að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði, í þágu rannsókna og almannaöryggis. Við ítarleg störf sérfræðinga Símans kom í ljós að ein tegund gagna var geymd sex mánuðum lengur en gert er ráð fyrir, eða í eitt ár. „Um var að ræða magnsendingar og sms-skilaboð sem fara frá vefsíðu. Þessum gögnum hefur nú verið eytt og Síminn hefur upplýst Póst- og fjarskiptastofnun um málið,“ segir Gunnhildur. „Það eru engin gögn til um skilaboð milli tveggja síma hjá okkur enda geymum við aldrei innihald skilaboða sem fara um fjarskiptakerfi,“ segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova. „Aftur á móti geymum við skilaboð sem send eru af vefsíðu Nova í sex mánuði enda er það ekki hefðbundin fjarskiptaþjónusta. En öllu slíku var eytt eftir árásina á Vodafone og í framtíðinni munum við ekki geyma slík gögn.“ Liv segir fyrirtæki og einstaklinga geta dregið mikilvægan lærdóm af þessu atviki. „Einstaklingar þurfa að passa vel upp á lykilorð og aðrar persónulegar upplýsingar og þetta er áminning fyrir fyrirtækin að gera sitt allra besta til að tryggja öryggi viðskiptavini sinna.“Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að talið sé að geymsla Vodafone á gögnum sé brot á fjarskiptalögum en það eigi eftir að fara fram stjórnsýsluleg rannsókn á málinu. „Ef þetta er brot munum við fara yfir það með öllum fjarskiptafélögunum enda virðist þetta vera í ólagi hjá fleiri fyrirtækjum. Þá þarf að herða á verklagi félaganna að fara eftir lögunum.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira