Þótti líklegra að bróðir sinn yrði sjálfur einhverjum að bana Freyr Bjarnason skrifar 4. desember 2013 07:00 Tæknideild lögreglu var við störf á vettvangi í gær. Á myndinni sést inn í íbúð Sævars Rafns, og kúlnagöt á veggnum eftir að hann skaut á lögreglumenn. Fréttablaðið/Vilhelm Gunnar Kristján Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar, sem var skotinn til bana í Hraunbæ á mánudaginn, telur að lögreglan hafi brugðist rétt við á vettvangi. „Ég hugsa til þeirra sem lentu í kúlnahríðinni og get ekki séð að þeir hafi getað brugðist á nokkurn annan hátt við. Satt best að segja átti maður alltaf von á því að fá fréttir af þessum manni á hinn veginn, að hann hefði orðið einhverjum að bana,“ segir Gunnar. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagði Anna Jóna Jónasdóttir, systir Sævars, að hann hafi fyrir nokkrum mánuðum hótað því að grípa til vopna og drepa annað fólk. „Við erum harmi slegin yfir þessum atburði, en þökkum fyrir að hann hafi fallið en ekki einhver annar.“Ummerkin á stigaganginum í Hraunbæ leyna sér ekki. Skotgöt eru á vegg og hurð næstu íbúðar.Fréttablaðið/VilhelmSystkini Sævars vilja að harmleikurinn verði nýttur til góðs, þannig að hægt verði að benda á það sem betur má fara í geðheilbrigðismálum. „Það er mjög sérstakt að svona fólk skuli búa á meðal venjulegs fólks þegar vitað er að það stafar af því hætta,“ segir Gunnar. „Þetta er sorgarsaga fyrir geðheilbrigðismál á Íslandi hvernig tekið er á þessu. Við viljum að það fari í gang umræða um þessi mál.“ Gunnar segist hafa verið í litlu sambandi við Sævar. „Því miður hefur það verið þannig. Það var ekki hægt að vera í miklu sambandi við hann. Systur hans lögðu það á sig svolítið en hann var bara ekki hæfur til neinna samskipta, hann var það veikur. Hann var búinn að vera veikur í áratugi, frá því hann var um tvítugt. Hann hafði „droppað“ inn og út úr fangelsum og verið í stuttum heimsóknum á stofnunum. Síðan var honum bara hent út í strauminn sem hann ræður ekkert við og kann engin sundtök.“ Gunnar heldur áfram: „Þetta var mjög hæfileikaríkur einstaklingur sem ungur maður en um leið og fíknin náði tökum á honum þá hvarf karakterinn og einhver annar, bara fíkill, varð til og réð síðan ríkjum. Því miður er þetta bara sorgarsaga.“Hrannar JónssonSérsveitin hefði aldrei átt að ráðast í íbúðinaHrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, telur að sérsveitin hefði ekki átt að ráðast til inngöngu gegn Sævari Rafni. „Þeir ráðast til inngöngu eftir tvo klukkutíma þegar allt fólkið er farið og engin hætta á ferðum. Þegar upp er staðið er ein manneskja sem hefur beðið varanlegan skaða af þessu og það er þessi maður,“ segir Hrannar, aðspurður. Hann telur að sá sem gaf skipunina um að ráðast inn í íbúð mannsins hafi brugðist. „Þegar menn gefa svona skipun eru miklar líkur á að einhver deyi. Þetta eru menn sem fá þjálfun í að skjóta til að taka menn út. Ég held að það sé mjög gott að fjölmiðlar séu gagnrýnir og haldi umræðunni áfram, því þetta er mjög stórt mál.“ Hrannar telur einnig að best væri ef lögreglan gæti kallað í vettvangs-„geðteymi“ sem gæti brugðist við í tilfellum sem þessum. Hann kallar einnig eftir því að gerð verði opinber rannsókn á aðdraganda aðgerðarinnar og vill ekki að ríkissaksóknari annist hana. Honum finnst að ekki ætti að einblína á geðröskun mannsins og kenna henni um það sem gerðist. „Rannsóknir sýna fram á að fólk með geðraskanir er ekkert hættulegra en aðrir. En þegar menn eru komnir með fíkniefni og önnur lyf þá getur allt gerst,“ segir hann og telur að fleiri úrræði vanti fyrir fólk eins og hann. „Þetta er tvöfaldur vandi. Langvarandi fíkniefnanotkun, skilst mér, og geðraskanir. Það er spurning hvar annað byrjar og hitt endar.“Tæknideild lögreglu við störf á vettvangiFréttablaðið/VilhelmMeð sérþjálfaða samningamenn Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru sérþjálfaðir samningamenn, sem eru hluti af sérsveitinni, á vettvangi í Hraunbæ á mánudaginn. Reyndu þeir ítrekað að ná sambandi við Sævar Rafn en án árangurs. Fréttablaðið hefur reynt að fá upplýsingar um fleiri aðgerðir lögreglunnar, þar á meðal hvort hægt hafi verið að fá starfsmann heilbrigðissviðs á vettvang til að reyna að ræða við Sævar og hvort ekki hefði verið hægt að bíða eftir því að hann kláraði skotfæri sín og ráðast svo inn til hans, en fékk þau svör frá embætti ríkislögreglustjóra að það mætti ekki veita slíkar upplýsingar á meðan rannsókn málsins stæði yfir. Byssumaður í Árbæ Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Gunnar Kristján Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar, sem var skotinn til bana í Hraunbæ á mánudaginn, telur að lögreglan hafi brugðist rétt við á vettvangi. „Ég hugsa til þeirra sem lentu í kúlnahríðinni og get ekki séð að þeir hafi getað brugðist á nokkurn annan hátt við. Satt best að segja átti maður alltaf von á því að fá fréttir af þessum manni á hinn veginn, að hann hefði orðið einhverjum að bana,“ segir Gunnar. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagði Anna Jóna Jónasdóttir, systir Sævars, að hann hafi fyrir nokkrum mánuðum hótað því að grípa til vopna og drepa annað fólk. „Við erum harmi slegin yfir þessum atburði, en þökkum fyrir að hann hafi fallið en ekki einhver annar.“Ummerkin á stigaganginum í Hraunbæ leyna sér ekki. Skotgöt eru á vegg og hurð næstu íbúðar.Fréttablaðið/VilhelmSystkini Sævars vilja að harmleikurinn verði nýttur til góðs, þannig að hægt verði að benda á það sem betur má fara í geðheilbrigðismálum. „Það er mjög sérstakt að svona fólk skuli búa á meðal venjulegs fólks þegar vitað er að það stafar af því hætta,“ segir Gunnar. „Þetta er sorgarsaga fyrir geðheilbrigðismál á Íslandi hvernig tekið er á þessu. Við viljum að það fari í gang umræða um þessi mál.“ Gunnar segist hafa verið í litlu sambandi við Sævar. „Því miður hefur það verið þannig. Það var ekki hægt að vera í miklu sambandi við hann. Systur hans lögðu það á sig svolítið en hann var bara ekki hæfur til neinna samskipta, hann var það veikur. Hann var búinn að vera veikur í áratugi, frá því hann var um tvítugt. Hann hafði „droppað“ inn og út úr fangelsum og verið í stuttum heimsóknum á stofnunum. Síðan var honum bara hent út í strauminn sem hann ræður ekkert við og kann engin sundtök.“ Gunnar heldur áfram: „Þetta var mjög hæfileikaríkur einstaklingur sem ungur maður en um leið og fíknin náði tökum á honum þá hvarf karakterinn og einhver annar, bara fíkill, varð til og réð síðan ríkjum. Því miður er þetta bara sorgarsaga.“Hrannar JónssonSérsveitin hefði aldrei átt að ráðast í íbúðinaHrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, telur að sérsveitin hefði ekki átt að ráðast til inngöngu gegn Sævari Rafni. „Þeir ráðast til inngöngu eftir tvo klukkutíma þegar allt fólkið er farið og engin hætta á ferðum. Þegar upp er staðið er ein manneskja sem hefur beðið varanlegan skaða af þessu og það er þessi maður,“ segir Hrannar, aðspurður. Hann telur að sá sem gaf skipunina um að ráðast inn í íbúð mannsins hafi brugðist. „Þegar menn gefa svona skipun eru miklar líkur á að einhver deyi. Þetta eru menn sem fá þjálfun í að skjóta til að taka menn út. Ég held að það sé mjög gott að fjölmiðlar séu gagnrýnir og haldi umræðunni áfram, því þetta er mjög stórt mál.“ Hrannar telur einnig að best væri ef lögreglan gæti kallað í vettvangs-„geðteymi“ sem gæti brugðist við í tilfellum sem þessum. Hann kallar einnig eftir því að gerð verði opinber rannsókn á aðdraganda aðgerðarinnar og vill ekki að ríkissaksóknari annist hana. Honum finnst að ekki ætti að einblína á geðröskun mannsins og kenna henni um það sem gerðist. „Rannsóknir sýna fram á að fólk með geðraskanir er ekkert hættulegra en aðrir. En þegar menn eru komnir með fíkniefni og önnur lyf þá getur allt gerst,“ segir hann og telur að fleiri úrræði vanti fyrir fólk eins og hann. „Þetta er tvöfaldur vandi. Langvarandi fíkniefnanotkun, skilst mér, og geðraskanir. Það er spurning hvar annað byrjar og hitt endar.“Tæknideild lögreglu við störf á vettvangiFréttablaðið/VilhelmMeð sérþjálfaða samningamenn Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru sérþjálfaðir samningamenn, sem eru hluti af sérsveitinni, á vettvangi í Hraunbæ á mánudaginn. Reyndu þeir ítrekað að ná sambandi við Sævar Rafn en án árangurs. Fréttablaðið hefur reynt að fá upplýsingar um fleiri aðgerðir lögreglunnar, þar á meðal hvort hægt hafi verið að fá starfsmann heilbrigðissviðs á vettvang til að reyna að ræða við Sævar og hvort ekki hefði verið hægt að bíða eftir því að hann kláraði skotfæri sín og ráðast svo inn til hans, en fékk þau svör frá embætti ríkislögreglustjóra að það mætti ekki veita slíkar upplýsingar á meðan rannsókn málsins stæði yfir.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira