Þjálfarinn hefur mikla trú á mér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2013 07:00 Án marks. Emil hefur spilað 13 leiki í deildinni á tímabilinu en á enn eftir að skora. Mynd/EPA Emil Hallfreðsson hefur verið í stóru hlutverki með nýliðum Hellas Verona sem hafa farið mikinn það sem af er tímabili í efstu deild á Ítalíu. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Aðeins Juventus, Roma, Napoli, Inter og Fiorentina hafa staðið sig betur. AC Milan og Lazio eru á meðal liða sem sitja neðar á töflunni. „Það er mikill munur á deildunum þannig að þetta hefur verið miklu erfiðara,“ segir Emil um gengi nýliðanna á leiktíðinni. Emil hefur verið í byrjunarliðinu undantekningarlítið og aðeins misst úr einn leik. Þá var hann veikur. „Spilatíminn kemur mér ekkert á óvart. Þetta er mitt fjórða tímabil hjá liðinu og ég hef verið með sama þjálfara sem hefur alltaf jafn mikla trú á mér. Það gefur manni innblástur og sjálfstraust,“ segir Emil sem spilar á miðjunni hjá gulklædda liðinu. Emil og félagar töpuðu 4-3 fyrir Fiorentina á mánudagskvöldið en liðið sækir Sampdoria heim í bikarnum í kvöld. Birkir Bjarnason, félagi Emils úr íslenska landsliðinu, leikur með Sampdoria. „Þeir sem spiluðu gegn Fiorentina munu nánast allir hvíla,“ segir Emil sem reiknar með því að fylgjast með gangi mála af varamannabekknum eða stúkunni í kvöld. Liðið á leik í deildinni á sunnudag og segir Emil ljóst að deildin sé algjört forgangsatriði hjá nýliðunum. Liðið á heimaleik gegn Atalanta á sunnudag og þá vilji þjálfari liðsins að lykilmenn verði ferskir. Emil og Birki er vel til vina. Sá síðarnefndi, sem gekk í raðir Sampdoria í haust, hefur fengið fá tækifæri hjá þeim bláklæddu undanfarnar vikur. Innkoma nýs þjálfara, Sinisa Mihajlovic, hefur lítið hjálpað. „Ég vona svo innilega að hann fái að spila og að honum gangi sem best,“ segir Emil um herbergisfélaga sinn úr landsliðinu. Þótt þeir fái ekki tækifæri til að skiptast á treyjum í kvöld þá hafi þeir gert það er liðin mættust í deildinni í lok október. „Ég tók meira að segja tvær treyjur. Eina í hálfleik og aðra eftir leik,“ segir Emil léttur og hann minnir að Birkir hafi gert hið sama. Hann muni klárlega nýta tækifærið og spjalla við Birki í kvöld. Ekki sé útilokað að hann fái hjá honum eina treyju enda hafi vinur Emils í Veróna óskað sérstaklega eftir slíkri. Ítalski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Sjá meira
Emil Hallfreðsson hefur verið í stóru hlutverki með nýliðum Hellas Verona sem hafa farið mikinn það sem af er tímabili í efstu deild á Ítalíu. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Aðeins Juventus, Roma, Napoli, Inter og Fiorentina hafa staðið sig betur. AC Milan og Lazio eru á meðal liða sem sitja neðar á töflunni. „Það er mikill munur á deildunum þannig að þetta hefur verið miklu erfiðara,“ segir Emil um gengi nýliðanna á leiktíðinni. Emil hefur verið í byrjunarliðinu undantekningarlítið og aðeins misst úr einn leik. Þá var hann veikur. „Spilatíminn kemur mér ekkert á óvart. Þetta er mitt fjórða tímabil hjá liðinu og ég hef verið með sama þjálfara sem hefur alltaf jafn mikla trú á mér. Það gefur manni innblástur og sjálfstraust,“ segir Emil sem spilar á miðjunni hjá gulklædda liðinu. Emil og félagar töpuðu 4-3 fyrir Fiorentina á mánudagskvöldið en liðið sækir Sampdoria heim í bikarnum í kvöld. Birkir Bjarnason, félagi Emils úr íslenska landsliðinu, leikur með Sampdoria. „Þeir sem spiluðu gegn Fiorentina munu nánast allir hvíla,“ segir Emil sem reiknar með því að fylgjast með gangi mála af varamannabekknum eða stúkunni í kvöld. Liðið á leik í deildinni á sunnudag og segir Emil ljóst að deildin sé algjört forgangsatriði hjá nýliðunum. Liðið á heimaleik gegn Atalanta á sunnudag og þá vilji þjálfari liðsins að lykilmenn verði ferskir. Emil og Birki er vel til vina. Sá síðarnefndi, sem gekk í raðir Sampdoria í haust, hefur fengið fá tækifæri hjá þeim bláklæddu undanfarnar vikur. Innkoma nýs þjálfara, Sinisa Mihajlovic, hefur lítið hjálpað. „Ég vona svo innilega að hann fái að spila og að honum gangi sem best,“ segir Emil um herbergisfélaga sinn úr landsliðinu. Þótt þeir fái ekki tækifæri til að skiptast á treyjum í kvöld þá hafi þeir gert það er liðin mættust í deildinni í lok október. „Ég tók meira að segja tvær treyjur. Eina í hálfleik og aðra eftir leik,“ segir Emil léttur og hann minnir að Birkir hafi gert hið sama. Hann muni klárlega nýta tækifærið og spjalla við Birki í kvöld. Ekki sé útilokað að hann fái hjá honum eina treyju enda hafi vinur Emils í Veróna óskað sérstaklega eftir slíkri.
Ítalski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Sjá meira