Fyrr var oft í koti kátt Jónas Sen skrifar 10. desember 2013 10:00 Hljómskálakvintettinn Tónlist: Hljómaskálakvintettinn. Öxar við ána – ættjarðarlög Smekkleysa Ég byrjaði mína skólagöngu í Ísaksskóla. Vikan hófst yfirleitt á því að krakkarnir sungu lög á borð við Blessuð sértu sveitin mín, Fyrr var oft í koti kátt og Ó, blessuð vertu sumarsól. Á geisladiskinum Öxar við ána með Hljómskálakvintettinum er að finna mörg þessara laga. Þar eru þau þó ekki sungin af börnum, heldur leikin af fimm málmblásurum, þeim Ásgeiri H. Steingrímssyni, Sveini Þ. Birgissyni, Þorkatli Jóelssyni, Oddi Björnssyni og Bjarna Guðmundssyni. Fimmmenningarnir kalla sig Hljómskálakvintettinn. Sjarmerandi fortíðarljómi er yfir því þegar góðir lúðrablásarar spila ættjarðarlög. Lúðrasveitir voru gríðarlega vinsælar í gamla daga á Íslandi, þ.e. eftir að Helgi Helgason tónskáld stofnaði Lúðurþeytarafélag Íslands árið 1876. Í seinni tíð fer minna fyrir þeim og fátítt að íslensk tónskáld semji verk fyrir þær. Hljómskálakvintettinn samanstendur ekki af áhugafólki og nemendum eins og vaninn er með lúðrasveitir. Þetta eru allt fagmenn, með fremri hljóðfæraleikurum landsins. Útsetningarnar eru flestar eftir Ásgeir, annan trompetleikara hópsins. Þær eru prýðilega gerðar, líflegar og blæbrigðaríkar. Ólíkar raddir eru í skemmtilegu mótvægi hver við aðra. Heildarhljómurinn er þéttur, fínofinn og þægilegur áheyrnar. Hljóðfæraleikurinn er framúrskarandi. Hann er tær og kraftmikill, fallega blátt áfram og fjörlegur. Túlkunin er dillandi og áleitin. Ég held að fólki hljóti að hlýna um hjartaræturnar að heyra gömlu lögin úr barnaskóla spiluð svona vel. Helsti gallinn við geisladiskinn er að maður fær lögin á heilann og getur ekki losnað við þau aftur!Niðurstaða: Ættjarðarlögin eru hér í einkar vönduðum og notalegum búningi. Gagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist: Hljómaskálakvintettinn. Öxar við ána – ættjarðarlög Smekkleysa Ég byrjaði mína skólagöngu í Ísaksskóla. Vikan hófst yfirleitt á því að krakkarnir sungu lög á borð við Blessuð sértu sveitin mín, Fyrr var oft í koti kátt og Ó, blessuð vertu sumarsól. Á geisladiskinum Öxar við ána með Hljómskálakvintettinum er að finna mörg þessara laga. Þar eru þau þó ekki sungin af börnum, heldur leikin af fimm málmblásurum, þeim Ásgeiri H. Steingrímssyni, Sveini Þ. Birgissyni, Þorkatli Jóelssyni, Oddi Björnssyni og Bjarna Guðmundssyni. Fimmmenningarnir kalla sig Hljómskálakvintettinn. Sjarmerandi fortíðarljómi er yfir því þegar góðir lúðrablásarar spila ættjarðarlög. Lúðrasveitir voru gríðarlega vinsælar í gamla daga á Íslandi, þ.e. eftir að Helgi Helgason tónskáld stofnaði Lúðurþeytarafélag Íslands árið 1876. Í seinni tíð fer minna fyrir þeim og fátítt að íslensk tónskáld semji verk fyrir þær. Hljómskálakvintettinn samanstendur ekki af áhugafólki og nemendum eins og vaninn er með lúðrasveitir. Þetta eru allt fagmenn, með fremri hljóðfæraleikurum landsins. Útsetningarnar eru flestar eftir Ásgeir, annan trompetleikara hópsins. Þær eru prýðilega gerðar, líflegar og blæbrigðaríkar. Ólíkar raddir eru í skemmtilegu mótvægi hver við aðra. Heildarhljómurinn er þéttur, fínofinn og þægilegur áheyrnar. Hljóðfæraleikurinn er framúrskarandi. Hann er tær og kraftmikill, fallega blátt áfram og fjörlegur. Túlkunin er dillandi og áleitin. Ég held að fólki hljóti að hlýna um hjartaræturnar að heyra gömlu lögin úr barnaskóla spiluð svona vel. Helsti gallinn við geisladiskinn er að maður fær lögin á heilann og getur ekki losnað við þau aftur!Niðurstaða: Ættjarðarlögin eru hér í einkar vönduðum og notalegum búningi.
Gagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira