Horft í naflann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 10. desember 2013 06:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í fréttum RÚV í fyrrakvöld að lækka ætti fyrirhuguð framlög til þróunarsamvinnu um „einhver hundruð milljóna til þess að forgangsraða í þágu heilbrigðisþjónustunnar“, eins og hann orðaði það. Það verður að teljast athyglisvert að fjármálaráðherrann tali svona beint inn í lýðskrum Vigdísar Hauksdóttur, núverandi formanns fjárlaganefndar, en hún sagði í kosningabaráttunni í vor að áform um að hækka framlög til þróunaraðstoðar stríddu gegn sannfæringu hennar. „Tuttugu og fjórir milljarðar í erlendum gjaldeyri næstu fjögur ár á meðan íslenska þjóðin telur sig ekki hafa efni á því að gera hér þær bætur sem þarf að gera á Landspítalanum til að bjarga lífi og limum landsmanna.“ Ísland hefur allt frá árinu 1971 svikið margítrekuð loforð sín um framlög til þróunarsamvinnu. Þá var leitt í lög að framlag Íslands til fátækustu ríkja heims skyldi nema 0,7 prósent af þjóðartekjum, í samræmi við markmiðið sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir vestræn iðnríki árið áður. Markmiðið var ítrekað með lögum um Þróunarsamvinnustofnun áratug síðar. Við þetta hefur aldrei verið staðið. Hæst fóru framlög til þróunaraðstoðar í 0,36 prósent árið 2008. Það var að hluta til óvart; meirihluti útgjaldanna hafði verið festur í Bandaríkjadölum og hrun krónunnar ýtti hlutfallinu upp á við, í krónum talið. Síðan seig hratt á ógæfuhliðina og þróunarsamvinna var á meðal þeirra útgjaldaliða ríkisins sem mest voru skornir niður eftir hrun. Frá 2008 til 2011 drógust framlög til Þróunarsamvinnustofnunar saman um helming, ef gengisþróunin er tekin með í reikninginn. Þessi gríðarlegi niðurskurður fékk nánast enga athygli hér heima fyrir, enda á fátækasta fólk heims lítinn aðgang að þrýstihópum eða pólitíkusum á Íslandi. Almenningi virtist sama. Þó fer gagnsemi þróunaraðstoðar Íslendinga ekki á milli mála. Hún hefur bætt lífsgæði hundraða þúsunda manna og spítalarnir og heilsugæzlustöðvarnar sem reist hafa verið í Afríku bjargað ófáum mannslífum. Alþingi samþykkti í vor áætlun um þróunarsamvinnu Íslands. Þar var stefnan sett á að efna loksins fjörutíu ára gamalt loforð og að Ísland skipaði sér í hóp þeirra ríkja sem leggja meira en sem nemur 0,7 prósentum af þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Í áætluninni eru vel skrifaðar setningar um að nú eigi að „leggja íslensk lóð á vogarskálar baráttunnar gegn fátækt og fyrir bættum lífskjörum í fátækustu hlutum heims“. Með þessu ætlaði Ísland að „uppfylla pólitískar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna“. Og upp á fallegu orðin skrifuðu allir þingmenn nema Vigdís Hauksdóttir. Jú, það vantar peninga í heilbrigðiskerfið á Íslandi. En við erum samt ein ríkasta þjóð heims; númer þrettán á þróunarlista Sameinuðu þjóðanna. Ríkin í Afríku sem við aðstoðum eru öll fyrir neðan 160. sætið. Munurinn á ástandi heilbrigðismála er svona álíka og á himnaríki og helvíti. Það er dapurlegt að stjórnmálamennirnir okkar skuli enn og aftur svíkja loforð okkar við fátækustu ríki heims. En við verðskuldum líklega ekki skárra. Við erum þjóð sem einblínir á naflann á sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í fréttum RÚV í fyrrakvöld að lækka ætti fyrirhuguð framlög til þróunarsamvinnu um „einhver hundruð milljóna til þess að forgangsraða í þágu heilbrigðisþjónustunnar“, eins og hann orðaði það. Það verður að teljast athyglisvert að fjármálaráðherrann tali svona beint inn í lýðskrum Vigdísar Hauksdóttur, núverandi formanns fjárlaganefndar, en hún sagði í kosningabaráttunni í vor að áform um að hækka framlög til þróunaraðstoðar stríddu gegn sannfæringu hennar. „Tuttugu og fjórir milljarðar í erlendum gjaldeyri næstu fjögur ár á meðan íslenska þjóðin telur sig ekki hafa efni á því að gera hér þær bætur sem þarf að gera á Landspítalanum til að bjarga lífi og limum landsmanna.“ Ísland hefur allt frá árinu 1971 svikið margítrekuð loforð sín um framlög til þróunarsamvinnu. Þá var leitt í lög að framlag Íslands til fátækustu ríkja heims skyldi nema 0,7 prósent af þjóðartekjum, í samræmi við markmiðið sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir vestræn iðnríki árið áður. Markmiðið var ítrekað með lögum um Þróunarsamvinnustofnun áratug síðar. Við þetta hefur aldrei verið staðið. Hæst fóru framlög til þróunaraðstoðar í 0,36 prósent árið 2008. Það var að hluta til óvart; meirihluti útgjaldanna hafði verið festur í Bandaríkjadölum og hrun krónunnar ýtti hlutfallinu upp á við, í krónum talið. Síðan seig hratt á ógæfuhliðina og þróunarsamvinna var á meðal þeirra útgjaldaliða ríkisins sem mest voru skornir niður eftir hrun. Frá 2008 til 2011 drógust framlög til Þróunarsamvinnustofnunar saman um helming, ef gengisþróunin er tekin með í reikninginn. Þessi gríðarlegi niðurskurður fékk nánast enga athygli hér heima fyrir, enda á fátækasta fólk heims lítinn aðgang að þrýstihópum eða pólitíkusum á Íslandi. Almenningi virtist sama. Þó fer gagnsemi þróunaraðstoðar Íslendinga ekki á milli mála. Hún hefur bætt lífsgæði hundraða þúsunda manna og spítalarnir og heilsugæzlustöðvarnar sem reist hafa verið í Afríku bjargað ófáum mannslífum. Alþingi samþykkti í vor áætlun um þróunarsamvinnu Íslands. Þar var stefnan sett á að efna loksins fjörutíu ára gamalt loforð og að Ísland skipaði sér í hóp þeirra ríkja sem leggja meira en sem nemur 0,7 prósentum af þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Í áætluninni eru vel skrifaðar setningar um að nú eigi að „leggja íslensk lóð á vogarskálar baráttunnar gegn fátækt og fyrir bættum lífskjörum í fátækustu hlutum heims“. Með þessu ætlaði Ísland að „uppfylla pólitískar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna“. Og upp á fallegu orðin skrifuðu allir þingmenn nema Vigdís Hauksdóttir. Jú, það vantar peninga í heilbrigðiskerfið á Íslandi. En við erum samt ein ríkasta þjóð heims; númer þrettán á þróunarlista Sameinuðu þjóðanna. Ríkin í Afríku sem við aðstoðum eru öll fyrir neðan 160. sætið. Munurinn á ástandi heilbrigðismála er svona álíka og á himnaríki og helvíti. Það er dapurlegt að stjórnmálamennirnir okkar skuli enn og aftur svíkja loforð okkar við fátækustu ríki heims. En við verðskuldum líklega ekki skárra. Við erum þjóð sem einblínir á naflann á sér.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun