Ert þú aldrei í vinnunni? Siggeir F. Ævarsson skrifar 11. desember 2013 06:00 Í eldhúsinu heima hjá mér hangir stundataflan mín. Þar sést svart á hvítu að ég er aldrei í vinnunni. Þetta eru bara einhverjir örfáir tímar á viku, nær ekki einu sinni fullri 40 tíma vinnuviku. Þar fyrir utan eru líka alltaf starfsdagar, og þá er ég ekki í vinnunni. Svo er ég líka í löngu jóla-, páska- og sumarfríi. Ég er hreinlega aldrei í vinnunni, það er mesta furða að ég komi nokkrum sköpuðum hlut í verk! Samkennari minn skipti um starfsvettvang á vordögum og fór að vinna „venjulega“ 9-5 vinnu hjá einkafyrirtæki. Aðspurður um helsta muninn á störfunum stóð ekki á svari: „Þegar ég er búinn í vinnunni klukkan fimm, þá er ég búinn í vinnunni.“ Það gera sér nefnilega kannski ekki allir grein fyrir því, en vinnan sem kennarar vinna utan stundatöflu er geigvænleg og verður sennilega seint metin til fjár. Í það minnsta endurspegla launin okkar ekki þessa vinnu. Kennari í fullri stöðu hefur á sinni ábyrgð u.þ.b. 120 nemendur. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að átta sig á því að allt utanumhald með slíkan fjölda nemenda tekur gríðarlegan tíma. Ef ég gef mér ekki nema litlar fimm mínútur til að fara yfir hvert verkefni tekur það mig tíu klukkutíma að fara yfir verkefni við hver einustu skil. Svo má reikna með því að hver nemandi skili tíu verkefnum yfir önnina, þannig að mjög varlega áætlað fara 100 klukkustundir í verkefnayfirferð. Sennilega fer þó miklu meiri tími í þetta og þá er ótalinn allur tíminn sem fer í að búa verkefnin til og annan tilfallandi undirbúning.Æ stífari kröfur Í fullkomnum heimi fæ ég í hendurnar fjóra hópa í upphafi annar sem ég kenni sama námsefnið og legg sömu verkefnin fyrir alla. Þannig nást fram ákveðin samlegðaráhrif og vinnan mín verður ögn þægilegri. En það er útópía sem ég hef ekki enn upplifað. Oftar en ekki eru kennarar með 3-5 ólík námsefni á lofti á hverri önn sem öll útheimta jafn mikla vinnu sem þarf að vinna frá grunni fyrir og eftir hverja og eina einustu kennslustund. Á sama tíma eru gerðar æ stífari kröfur um einstaklingsmiðað nám og símat, sem verður ekki annað en innantómt orðagjálfur þegar hópastærðir eru þandar til hins ýtrasta. Álagið verður slíkt á kennara að hætt er við að þeir brenni fljótt út í starfi og leiti á önnur mið. Önn eftir önn halda örþreyttir og úttaugaðir kennarar í sín löngu frí. Eða hvað? Sveigjanlegur vinnutími er vissulega eitthvað sem lokkaði þegar ég valdi mér starfsvettvang. En eftir að hafa reynt kerfið á eigin skinni í þrjú ár væri ég satt best að segja alveg tilbúinn að skipta á sveigjanleikanum og betri launum. Á þessum stutta tíma sem ég hef verið kennari hef ég einnig unnið eftirtalin störf, öll í mínum meintu fríum: Sem dyravörður, við að steikja hamborgara, sem ísbílstjóri, unnið við þýðingar og prófarkalestur, verið fiskverkunarmaður og unnið við löndun. Vinnan göfgar vissulega manninn, en mér þætti ákjósanlegra ef mitt aðalstarf myndi duga til að framfleyta fjölskyldunni minni. Ég er nefnilega alltaf í vinnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í eldhúsinu heima hjá mér hangir stundataflan mín. Þar sést svart á hvítu að ég er aldrei í vinnunni. Þetta eru bara einhverjir örfáir tímar á viku, nær ekki einu sinni fullri 40 tíma vinnuviku. Þar fyrir utan eru líka alltaf starfsdagar, og þá er ég ekki í vinnunni. Svo er ég líka í löngu jóla-, páska- og sumarfríi. Ég er hreinlega aldrei í vinnunni, það er mesta furða að ég komi nokkrum sköpuðum hlut í verk! Samkennari minn skipti um starfsvettvang á vordögum og fór að vinna „venjulega“ 9-5 vinnu hjá einkafyrirtæki. Aðspurður um helsta muninn á störfunum stóð ekki á svari: „Þegar ég er búinn í vinnunni klukkan fimm, þá er ég búinn í vinnunni.“ Það gera sér nefnilega kannski ekki allir grein fyrir því, en vinnan sem kennarar vinna utan stundatöflu er geigvænleg og verður sennilega seint metin til fjár. Í það minnsta endurspegla launin okkar ekki þessa vinnu. Kennari í fullri stöðu hefur á sinni ábyrgð u.þ.b. 120 nemendur. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að átta sig á því að allt utanumhald með slíkan fjölda nemenda tekur gríðarlegan tíma. Ef ég gef mér ekki nema litlar fimm mínútur til að fara yfir hvert verkefni tekur það mig tíu klukkutíma að fara yfir verkefni við hver einustu skil. Svo má reikna með því að hver nemandi skili tíu verkefnum yfir önnina, þannig að mjög varlega áætlað fara 100 klukkustundir í verkefnayfirferð. Sennilega fer þó miklu meiri tími í þetta og þá er ótalinn allur tíminn sem fer í að búa verkefnin til og annan tilfallandi undirbúning.Æ stífari kröfur Í fullkomnum heimi fæ ég í hendurnar fjóra hópa í upphafi annar sem ég kenni sama námsefnið og legg sömu verkefnin fyrir alla. Þannig nást fram ákveðin samlegðaráhrif og vinnan mín verður ögn þægilegri. En það er útópía sem ég hef ekki enn upplifað. Oftar en ekki eru kennarar með 3-5 ólík námsefni á lofti á hverri önn sem öll útheimta jafn mikla vinnu sem þarf að vinna frá grunni fyrir og eftir hverja og eina einustu kennslustund. Á sama tíma eru gerðar æ stífari kröfur um einstaklingsmiðað nám og símat, sem verður ekki annað en innantómt orðagjálfur þegar hópastærðir eru þandar til hins ýtrasta. Álagið verður slíkt á kennara að hætt er við að þeir brenni fljótt út í starfi og leiti á önnur mið. Önn eftir önn halda örþreyttir og úttaugaðir kennarar í sín löngu frí. Eða hvað? Sveigjanlegur vinnutími er vissulega eitthvað sem lokkaði þegar ég valdi mér starfsvettvang. En eftir að hafa reynt kerfið á eigin skinni í þrjú ár væri ég satt best að segja alveg tilbúinn að skipta á sveigjanleikanum og betri launum. Á þessum stutta tíma sem ég hef verið kennari hef ég einnig unnið eftirtalin störf, öll í mínum meintu fríum: Sem dyravörður, við að steikja hamborgara, sem ísbílstjóri, unnið við þýðingar og prófarkalestur, verið fiskverkunarmaður og unnið við löndun. Vinnan göfgar vissulega manninn, en mér þætti ákjósanlegra ef mitt aðalstarf myndi duga til að framfleyta fjölskyldunni minni. Ég er nefnilega alltaf í vinnunni.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun