Gleðileg jól, Sigmundur Davíð Saga Garðarsdóttir skrifar 16. desember 2013 06:00 Ég veit hvað þú ert að hugsa: ,,Nei, nei, ekki um jólin!”. En engar áhyggjur, ég er ekki að skrifa þér til að þrefa og þessu korti fylgir engin krafa um svör. Jólakort eru nefnilega þess eðlis að þeim þarf ekki að svara, svo þú ættir að elska þau. Á hátíð ljóss og friðar er ekki bara hefð fyrir því að senda út jólakort heldur líka kærleik og hugsa til þeirra sem minna mega sín. En hugurinn ber mann bara hálfa leið. Ef ég ætla til dæmis á jólahlaðborð í Perlunni er ekki nóg að hugsa um laxahlaup, ég verð að panta borð. Eins þegar ég hugsa til þeirra sem minna mega sín þá hugsa ég líka hvað ég get gert fyrir þau og geri það. Nóg er um þá sem eiga um sárt að binda um jólin. Fyrstur kemur mér í hug Snæfinnur Snjókarl sem er einstæðingur, Adam sem á sjö syni en ekkert leikskólapláss sama hvað hann hann stappar og klappar og Andrés sem á að gefa tröllunum. Þá eru ótaldar allar mæðurnar sem lifa í ástlausum hjónaböndum og hrekjast í arma jólasveina sem þær kyssa í skjóli nætur meðan niðurbrotin börnin fylgjast með úr fjarska. Já, lífið getur verið miskunnarlaust. Samt eru þetta alls ekki þeir sem verst eru staddir í heimi hér. Allir hér að ofan eiga það sameiginlegt ásamt árstíðarbundinni óhamingju að hafa ABC barn í sinni umsjá og styrkja Rauða Krossinn. Þess vegna hljóðnaði og dimmdi í Davíðsborg þegar þú og Vigdís tilkynntu að lækka ætti framlög til þróunarmála um 460 milljón krónur. Það á að gefa börnum brauð en vel efnaðir útgerðarmenn, til að mynda, þurfa síður gjafir og einföld kolvetni. Það er afspyrnu lítið jólalegt að taka eitthvað frá þeim sem minnst mega sín og gefa öðrum betur stöddum það að gjöf. Þú kannast við jólaköttinn Sigmundur, við erum ekki að fara í hann og ef einhver er í aðstöðunni til að færa stórar hugsanir í göfug verk þá ert það þú. Þú getur gefið gimsteina, perlur og gullsveig um enni - ef þú nennir! P.s. Ég keypti 10 þúsund vatnshreinsitöflur frá UNICEF í þínu nafni og 150 pakka af næringaríkri fæðu úr jarðhnetum í nafni Vigdísar vinkonu þinnar, sem mig langar að gefa þér í jólagjöf því þegar allt kemur til alls þá ert þú minn Jón á Völlunum; maðurinn hvers tilgang ég skil ekki en get ekki látið vera að hugsa hlýtt til á jólunum. P.p.s. Ég hef ekki rekist á flibbahnappinn þinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Ég veit hvað þú ert að hugsa: ,,Nei, nei, ekki um jólin!”. En engar áhyggjur, ég er ekki að skrifa þér til að þrefa og þessu korti fylgir engin krafa um svör. Jólakort eru nefnilega þess eðlis að þeim þarf ekki að svara, svo þú ættir að elska þau. Á hátíð ljóss og friðar er ekki bara hefð fyrir því að senda út jólakort heldur líka kærleik og hugsa til þeirra sem minna mega sín. En hugurinn ber mann bara hálfa leið. Ef ég ætla til dæmis á jólahlaðborð í Perlunni er ekki nóg að hugsa um laxahlaup, ég verð að panta borð. Eins þegar ég hugsa til þeirra sem minna mega sín þá hugsa ég líka hvað ég get gert fyrir þau og geri það. Nóg er um þá sem eiga um sárt að binda um jólin. Fyrstur kemur mér í hug Snæfinnur Snjókarl sem er einstæðingur, Adam sem á sjö syni en ekkert leikskólapláss sama hvað hann hann stappar og klappar og Andrés sem á að gefa tröllunum. Þá eru ótaldar allar mæðurnar sem lifa í ástlausum hjónaböndum og hrekjast í arma jólasveina sem þær kyssa í skjóli nætur meðan niðurbrotin börnin fylgjast með úr fjarska. Já, lífið getur verið miskunnarlaust. Samt eru þetta alls ekki þeir sem verst eru staddir í heimi hér. Allir hér að ofan eiga það sameiginlegt ásamt árstíðarbundinni óhamingju að hafa ABC barn í sinni umsjá og styrkja Rauða Krossinn. Þess vegna hljóðnaði og dimmdi í Davíðsborg þegar þú og Vigdís tilkynntu að lækka ætti framlög til þróunarmála um 460 milljón krónur. Það á að gefa börnum brauð en vel efnaðir útgerðarmenn, til að mynda, þurfa síður gjafir og einföld kolvetni. Það er afspyrnu lítið jólalegt að taka eitthvað frá þeim sem minnst mega sín og gefa öðrum betur stöddum það að gjöf. Þú kannast við jólaköttinn Sigmundur, við erum ekki að fara í hann og ef einhver er í aðstöðunni til að færa stórar hugsanir í göfug verk þá ert það þú. Þú getur gefið gimsteina, perlur og gullsveig um enni - ef þú nennir! P.s. Ég keypti 10 þúsund vatnshreinsitöflur frá UNICEF í þínu nafni og 150 pakka af næringaríkri fæðu úr jarðhnetum í nafni Vigdísar vinkonu þinnar, sem mig langar að gefa þér í jólagjöf því þegar allt kemur til alls þá ert þú minn Jón á Völlunum; maðurinn hvers tilgang ég skil ekki en get ekki látið vera að hugsa hlýtt til á jólunum. P.p.s. Ég hef ekki rekist á flibbahnappinn þinn.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun