Var þetta allt „og“ sumt? Almar Guðmundsson skrifar 18. desember 2013 07:00 Frumvarp um breytingar á tollalögum er til umræðu á Alþingi núna og stefnir í að það verði lögfest nú fyrir jól. Umrætt frumvarp kemur ekki til af góðu. Það er í raun önnur tilraun stjórnvalda til að bregðast við aðfinnslum umboðsmanns Alþingis varðandi úthlutun tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum. En málið er ennþá stærra. Það snýst fyrst og síðast um skuldbindingar íslenska ríkisins gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), möguleika til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð, lögmæti gjaldtöku og rétt neytenda til aðgengis að ódýrari matvöru. Efni frumvarpsins breytir engu um þá staðreynd að íslenska ríkið uppfyllir ekki þjóðréttarlegar skyldur sínar og innheimtir umtalsverð gjöld án þess að fyrir þeirri gjaldheimtu sé fullnægjandi lagastoð. Það er því mikilvægt að endurskoðun á lögunum fari fram að vel ígrunduðu máli og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ennfremur má minna á að stjórnvöld vinna nú að einföldun regluverks en umgjörð um tollvernd búvara þarf svo sannarlega á því að halda að regluumgjörð sé einfölduð. Við meðferð málsins tók atvinnuveganefnd Alþingis það til meðferðar. Félag atvinnurekenda benti á ofangreinda meinbugi og í umsögn Samkeppniseftirlitsins sagði til dæmis: „Tollkvótar hafa almennt í för með sér neikvæð áhrif á samkeppni sem veldur bæði atvinnulífi og neytendum tjóni.“ Þá beinir eftirlitið því til nefndarinnar „að beita sér fyrir því að horfið verði frá aðgangshindrunum sem almennt felast í tollkvótum á innflutningi á búvörum“. Aðfinnslurnar voru sem sagt afgerandi og flestar á einn veg. Þær kölluðu á afgerandi afstöðu nefndarinnar og mikla bragarbót á frumvarpinu. Undirritaður fylltist því bjartsýni þegar breytingartillaga nefndarinnar við frumvarpið kom fram. Bjartsýni fyrir hönd neytenda og fyrir hönd borgara sem vilja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar og vandi lagasetningu. Nú skyldi láta hendur standa fram úr ermum. En sú gleði varð skammvinn. Aðeins ein breyting var gerð af nefndinni. Sú breyting var af smærri gerðinni. Orðinu „og“ skyldi bætt við eina setningu í frumvarpinu. Annað skyldi standa óbreytt. Eftir allar þessar ábendingar og augljósu galla. Þrátt fyrir allt var breytingin eitt lítið „og“. Það var og. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp um breytingar á tollalögum er til umræðu á Alþingi núna og stefnir í að það verði lögfest nú fyrir jól. Umrætt frumvarp kemur ekki til af góðu. Það er í raun önnur tilraun stjórnvalda til að bregðast við aðfinnslum umboðsmanns Alþingis varðandi úthlutun tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum. En málið er ennþá stærra. Það snýst fyrst og síðast um skuldbindingar íslenska ríkisins gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), möguleika til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð, lögmæti gjaldtöku og rétt neytenda til aðgengis að ódýrari matvöru. Efni frumvarpsins breytir engu um þá staðreynd að íslenska ríkið uppfyllir ekki þjóðréttarlegar skyldur sínar og innheimtir umtalsverð gjöld án þess að fyrir þeirri gjaldheimtu sé fullnægjandi lagastoð. Það er því mikilvægt að endurskoðun á lögunum fari fram að vel ígrunduðu máli og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ennfremur má minna á að stjórnvöld vinna nú að einföldun regluverks en umgjörð um tollvernd búvara þarf svo sannarlega á því að halda að regluumgjörð sé einfölduð. Við meðferð málsins tók atvinnuveganefnd Alþingis það til meðferðar. Félag atvinnurekenda benti á ofangreinda meinbugi og í umsögn Samkeppniseftirlitsins sagði til dæmis: „Tollkvótar hafa almennt í för með sér neikvæð áhrif á samkeppni sem veldur bæði atvinnulífi og neytendum tjóni.“ Þá beinir eftirlitið því til nefndarinnar „að beita sér fyrir því að horfið verði frá aðgangshindrunum sem almennt felast í tollkvótum á innflutningi á búvörum“. Aðfinnslurnar voru sem sagt afgerandi og flestar á einn veg. Þær kölluðu á afgerandi afstöðu nefndarinnar og mikla bragarbót á frumvarpinu. Undirritaður fylltist því bjartsýni þegar breytingartillaga nefndarinnar við frumvarpið kom fram. Bjartsýni fyrir hönd neytenda og fyrir hönd borgara sem vilja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar og vandi lagasetningu. Nú skyldi láta hendur standa fram úr ermum. En sú gleði varð skammvinn. Aðeins ein breyting var gerð af nefndinni. Sú breyting var af smærri gerðinni. Orðinu „og“ skyldi bætt við eina setningu í frumvarpinu. Annað skyldi standa óbreytt. Eftir allar þessar ábendingar og augljósu galla. Þrátt fyrir allt var breytingin eitt lítið „og“. Það var og.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun