Tónlist

Pink Floyd í Eldborg

Dúndurfréttir leika meistaraverk Pink Floyd, The Wall í mars.
Dúndurfréttir leika meistaraverk Pink Floyd, The Wall í mars. mynd/gassi og ólöf erla einarsdóttir
„Það verður öllu tjaldað til í Eldborgarsalnum í mars,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. Meistaraverk hljómsveitarinnar Pink Floyd, The Wall verður 35 ára á næsta ári og af því tilefni ætla Dúndurfréttir að flytja verkið í heild sinni í Eldborgarsal Hörpu þann 12. og 13. mars.

„Ásamt Dúndurfréttum kemur fram 35 manna sinfóníuhljómsveit og kór. Einnig stefnum við á að hafa eitt flottasta ljósashow sem sést hefur í Eldborginni,“ útskýrir Guðbjartur.

Dúndurfréttir spiluðu þrenna uppselda tónleika í Eldborg fyrr á árinu, þar sem þeir léku annað meistaraverk Pink Floyd, Dark Side of the Moon.

Gera má ráð fyrir mikilli stemmningu á tónleikunum enda fagmaður er hverri stöðu í herbúðum Dúndurfrétta. Miðasala hefst í dag klukkan 12.00 á midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×